Skip to content

Samráðsdagur 6. október

Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður þriðjudaginn 6. október, eins og fram kemur á skóladagatali. Vegna sóttvarnaákvæða verða ekki hefðbundin samráðsviðtöl að þessu sinni og verður því boðið upp á símafundi í 1.-7. bekk en val er um símafund eða fjarfund í gegnum Meet í 8. -10. bekk.

Opnað verður fyrir skráningu samráðsviðtala fimmtudaginn 1. október og geta foreldrar bókað samráðsfundi til og með 5. október. Farið er inn í Mentor, þar á að velja flís sem heitir foreldraviðtöl, þá opnast valgluggi þar sem hægt er að velja tíma frá mánudeginum 5. október til föstudagsins 9. október.

Vinsamlegast snúið ykkur til umsjónarkennara ef þið lendið í vanda með skráningar.

Frekari upplýsingar er að finna í tölvupósti frá stjórnendum (29. september).