Skip to content

Rithöfundaheimsóknir í aðdraganda jóla

Við fengum nokkra rithöfunda í heimsókn til okkar í aðdraganda jóla sem lásu upp fyrir nemendur úr nýjum bókum og kynntu sig og sín störf. Bergrún Íris Sævarsdóttir og Arndís Þórarinsdóttir heimsóttu 1.-4. bekk  með sínar bækur, Arndís með Nærbuxnanjósnarana og Bergrún Íris með Langelstur að eilífu og Kennarinn sem hvarf, Blær Guðmundsdóttir kom einnig og las fyrir 3.-4. bekk úr sinni bók; Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp. Bjarni Fritzson kom með Orra óstöðvandi og kynnti fyrir 3.-7. bekk og Kristín Helga Gunnarsdóttir heimsótti unglingastigið með bækur sínar Vertu ósýnilegur og Fjallaverksmiðja Íslands. Hér má sjá myndir frá heimsóknunum.