Skip to content

Páskafrí og nýtt fréttabréf

Í dag föstudag 3. apríl hefst páskafrí hjá öllum nemendum og stendur fram til 13. apríl en skólinn hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl. Frístundaheimilið Klapparholt verður með starfsemi mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, fyrir þá sem þar eru sérstaklega skráðir.

Vinsamlegast fylgist vel með póstum sem koma frá skólanum vegna breytinga sem upp kunna að koma. Við óskum þess að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi gott og gleðilegt páskafrí.

Hér má svo nálgast nýtt fréttabréf frá skólanum.