Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram 7. október í Norðlingaskóla í fínu veðri og mikilli stemningu! Sandra íþróttakennari var með upphitun fyrir framan skólann og svo var hlaupið af stað. Nemendur og starfsfólk hlupu ýmist 2.5, 5, 10 eða 12.5 km og stóðu sig frábærlega. Eftir hlaupið gæddu sér allir á dýrindis kjúklingahamborgara. Hér má sjá myndir frá hlaupinu.