Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur Norðlingaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ þann 7. september. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir því það stytti upp rétt á meðan hlaupið stóð yfir. Fyrst stjórnaði Sandra Rán íþróttakennari upphitun og svo hlupu allir af stað. Hægt var að velja um að hlaupa 2.5 km, 5 km, 7.5 km eða 10 km. Frábært hlaup í fallegu náttúrunni okkar hér í Norðlingaholti og að hlaupi loknu var boðið upp á pítu í hádegismat.