Skip to content

Norðlingaskóli stofnun ársins 2020

Þær gleðilegu fréttir bárust miðvikudaginn 14. október að Norðlingaskóli hefði hlotið þann heiður að vera Stofnun ársins 2020 í könnun Sameykis. Könnunin nær til um 12.000 starfsmanna í opinberri þjónustu og í henni er spurt um starfsumhverfi, trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju í starfi, stolt og jafnrétti. Verðlaunin eru góð viðurkenning fyrir skólann sem hlaut sama titil árið 2018 og lenti einnig í verðlaunasæti árin 2015, 2016 og 2109.