Skólavinir í 5.-7. bekk

Skólavinir í febrúar 

Skólavinir í september

Skólavinir í Október

Skólavinir í nóvember

Skólavinir

 

Markmið

Skólavinir er samstarfsverkefni milli námsráðgjafa og umsjónakennara yngra stigs sem hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Markmiðið með verkefninu er fjórþætt:

  1. Að yngri börn fái oftar tækifæri til að taka þátt í leikjum í frímínútum.
  2. Að auka samskipti milli eldri og yngri nemenda.
  3. Að eldri nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á líðan yngri barnanna í skólanum.
  4. Efla vitund eldri nemenda um einelti og hvetja þá til að horfa ekki á heldur hjálpa.

Nemendur í  7. bekk taka þátt í verkefninu og er þeim er skipt í 2-3 manna hópa sem fara út á skólalóð í kl.9.50 . Skólavinir klæðast skólavinavestum í frímínútunum.

Það sem skólavinir gera er:

          Vera yngri nemendum “sýnileg” í frímínútum.

          Spjalla við yngri nemendur.

          Fylgjast með nemendum úti á skólalóð.

          Finna þá nemendur sem eru einmana.

          Vera sá aðili sem nemendurnir geta leitað til og treyst

          Leika við, koma af stað og stjórna leikjum með nemendum.

Skólavinir eru bundnir þagnarskyldu en ræða reglulega við námsráðgjafa.

Ef námsráðgjafi fær upplýsingar um einelti frá skólavinum kannar hann málið strax í samræmi við Eineltisteymi skólans.

Lísa María náms- og starfsráðgjafi