Skólaviðmið Norðlingaskóla

Norðlingaskóli er vinnustaður nemenda og starfsmanna og myndar með foreldrum heilstætt skólasamfélag. Í skólanum er leitast við að öllum líði vel og að farið sé eftir þeim grunnviðmiðum sem gilda á flestum heimilum. Þannig styrkjum við það umhverfi sem okkur líður vel í og hvetur til vinnusemi.

Rétt er að benda á það sem kemur fram í 14. grein laga um grunnskóla:
„Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin."

Í Norðlingaskóla temjum við okkur eftirfarandi viðhorf og framkomu:

• Við erum jákvæð og lífsglöð
• Við erum kurteis og tillitssöm
• Við komum vel fram við aðra
• Við sýnum öðrum virðingu
• Við erum stundvís
• Við göngum vel um
• Við berum virðingu fyrir eigum annarra
• Við erum vinnuglöð og vinnum verk okkar vel
• Við förum ekki út fyrir skólalóðina á skólatíma þar til í 8. bekk
• Við stundum holla lífshætti, borðum hollan og góðan mat
• Við erum hrein, snyrtileg og klædd eftir veðri
• Við stríðum ekki né leggjum hendur á aðra

• Við tilkynnum veikindi daglega
• Við óskum eftir inniveru í einn dag í framhaldi af veikindum
• Við hjólum ekki á skólalóðinni á skólatíma
• Við berum ábyrgð á eigum okkar í skólanum
• Við misnotum ekki samskiptatækni/tæki s.s. síma
• Við notum ekki tóbak né önnur vímuefni
• Við förum eftir þessum skólaviðmiðum hvar sem verið er á vegum   skólans

Ef við breytum út af þessum viðmiðum þá má búast við viðurlögum sem miðast við eðli hvers máls og aðstæður sbr. verklagsreglur skólans um skólasókn, samskipti og sjálfsögun.