Skip to content

Viðmið um símanotkun í 5. – 10. bekk í Norðlingaskóla

Í viðmiðum skólans um jákvæða hegðun og samskipti kemur m.a. fram að nemendur eigi ekki að misnota samskiptatækni/tæki s.s. síma.

Nemendum er frjálst að mæta með eigin síma í skólann og nota hann sem námstæki í kennslustundum ef kennarar gefa leyfi. Nemendur þurfa að fylgja þeim viðmiðum sem skólinn setur um notkun þeirra og að tækið trufli ekki nemendur við að stunda nám sitt. Geti nemandi ekki farið eftir þeim fyrirmælum sem kennari setur um símanotkun á skólatíma verður aðgerðarplan virkjað. Umsjónarkennari talar við sína umsjónarnemendur og tekur stöðuna, ef grípa þarf til aðgerða hefur umsjónarkennari samband við foreldra og útskýrir aðgerðir.

Ef nemandi fer ekki að fyrirmælum:

  1. stig

Nemandi skilar síma til kennara í upphafi hvers skóladags og fær hann að loknum skóladegi.

Þetta stig varir í eina viku. Ef vel gengur þá fær nemandi heimild til að nota símann í skólanum en ef ekki þá færist nemandi á stig 2.

  1. stig

Nemandi hefur sýnt að hann ræður ekki við að koma með síma í skólann.

Forráðamenn sjá til þess að nemandi komi ekki með síma í skólann og umsjónarkennari boðar til fundar þar sem farið er yfir stöðu nemandans.