Skip to content

Nemendaráð Norðlingaskóla

Almennar upplýsingar

Við skólann starfar nemendafélag þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar nemenda halda utan um félagslíf nemenda í samvinnu við nemendur, félagsmiðstöð, starfsmenn skóla og foreldra. Nemendur taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og skemmtunum sem hefð er orðin fyrir í skólastarfinu eins og Skrekk og árshátíðinni svo eitthvað sé nefnt. Nemendafélagið og skólastjórnendur halda samráðsfundi þar sem allt sem viðkemur lífi þeirra og starfi í skólanum er rætt. Málefnum er þar fundinn formlegur farvegur. Nemendafélagið hefur einnig forgöngu um ýmis skemmtileg uppbrot í skólastarfinu.

Í nemendaráð eru kosnir fulltrúar úr 8., 9. og 10. bekk. Meginstarf nemendaráðs er að halda utan um og drífa áfram félagslíf nemenda, ásamt því að skipuleggja stærri viðburði. Nemendaráðsfulltrúar verða að vera hvetjandi og jákvæðir. Þeir verða að vera tilbúnir til að leggja á sig vinnu við að tryggja góðan anda í nemendahópnum. Fulltrúar verða að vera tilbúnir til að fórna tíma sínum, jafnvel eftir skóla til að funda og skipuleggja viðburði í skólanum.

Fulltrúar í nemendaráði skólaárið 2020-2021:

8. bekkur: Elvar Hrafn Valgeirsson og Kristín Ögmundardóttir
9. bekkur: Amelía Rós Gilsdorf og Ronja Ísabel Arngrímsdóttir
10. bekkur: Helena Ísabel Helgudóttir King, Stefanía Diljá Edilonsdóttir og Steingrímur Þormóðsson

Í skólaráði sitja tveir fulltrúar úr 9. og 10. bekk sem eru kosnir af nemendum. Skólaráðsfulltrúar funda fyrir hönd nemenda með skólaráði skólans. Hlutverk skólaráðsfulltrúa er að vera stjórnendum til ráðgjafar við skipulagningu skólastarfsins. Gerðar eru kröfur um að fulltrúar í skólaráði séu ábyrgir og metnaðarfullir. Einnig að þeir eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki, nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Þeir sitja mánaðarlegan fund með ráðinu (yfirleitt á skólatíma).

Í námsnefnd sitja nemendur sem bjóða sig fram í nefndina. Námsnefnd á að vera kennurum og öðrum starfsmönnum til ráðgjafar við þróun og skipulagningu kennslunnar. Fylgjast með nemendahópum og geta lagt mat á hvað virkar vel í kennslu og hvað miður. Fulltrúar þurfa að vera frumlegir, hugmyndaríkir og áhugasamir um nám og kennslu. Þeir verða að hafa áhuga á náminu og vilja taka þátt í að gera það enn betra. Þeir verða að sitja reglulega fundi með kennurum og starfsmönnum þar sem starfið er skipulagt.

Fréttir úr starfi

Hertar sóttvarnaraðgerðir – Skóla- og frístundastarf fellt niður

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla. English below. Ljóst er að eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, varðandi hertar aðgerðir í sóttvarnarmálum, að þá fellur allt skóla-…

Nánar