Skip to content

Nemendaráð Norðlingaskóla

Almennar upplýsingar

Í skólaráði sitja tveir fulltrúar úr 9. og 10. bekk sem eru kosnir af nemendum. Skólaráðsfulltrúar funda fyrir hönd nemenda með skólaráði skólans. Hlutverk skólaráðsfulltrúa er að vera stjórnendum til ráðgjafar við skipulagningu skólastarfsins. Gerðar eru kröfur um að fulltrúar í skólaráði séu ábyrgir og metnaðarfullir. Einnig að þeir eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki, nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Þeir sitja mánaðarlegan fund með ráðinu (yfirleitt á skólatíma).

Í nemendaráð eru kosnir tveir fulltrúar úr 8. bekk, þrír fulltrúar úr 9. bekk og fjórir fulltrúar úr 10. bekk. Meginstarf nemendaráðs er að halda utan um og drífa áfram félagslíf nemenda, ásamt því að skipuleggja stærri viðburði. Nemendaráðsfulltrúar verða að vera hvetjandi og jákvæðir. Þeir verða að vera tilbúnir til að leggja á sig vinnu við að tryggja góðan anda í nemendahópnum. Fulltrúar verða að vera tilbúnir til að fórna tíma sínum, jafnvel eftir skóla til að funda og skipuleggja viðburði í skólanum.

Í námsnefnd sitja nemendur sem bjóða sig fram í nefndina. Námsnefnd á að vera kennurum og öðrum starfsmönnum til ráðgjafar við þróun og skipulagningu kennslunnar. Fylgjast með nemendahópum og geta lagt mat á hvað virkar vel í kennslu og hvað miður. Fulltrúar þurfa að vera frumlegir, hugmyndaríkir og áhugasamir um nám og kennslu. Þeir verða að hafa áhuga á náminu og vilja taka þátt í að gera það enn betra. Þeir verða að sitja reglulega fundi með kennurum og starfsmönnum þar sem starfið er skipulagt.

Fréttir úr starfi

Skólasetning og opnunartími skrifstofu

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skóladagatalið fyrir 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna og verður skólasetning 24. ágúst og skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar…

Nánar