Skip to content

Náms- og starfsráðgjöf í Norðlingaskóla

Náms- og starfsráðgjafi Norðlingaskóla er Inga Dóra Glan Guðmundsdóttir (ingadora@rvkskolar.is).

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í persónulegum málum. Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans, s.s. hjúkrunarfræðingum og skólasálfræðingi og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Öllum nemendum og forráðamönnum stendur til boða að leita til náms- og starfsráðgjafa.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

  • Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.
  • Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
  • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við náms- og starfsáætlun skólans.
  • Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.
  • Að veita persónulega ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, frestunaráráttu, eineltis og annarra samskiptamála.
  • Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.
  • Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem falla utan starfssviðs námsráðgjafa.
  • Að sinna hópráðgjöf og fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. náms- og starfsfræðslu, námstækni og samskiptamála.

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að leita til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta pantað tíma í síma 4117640 eða með tölvupósti á netfang ingadora@rvkskolar.is

 

Atvinnutengt nám

Atvinnutengt nám er ætlað nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr í námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla.

Markmið atvinnutengds náms er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Einnig er markmiðið að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra og auk þess að vinna með umhverfislæsi þeirra.

Að verkefninu standa skóla - og frístundasvið, velferðarsvið og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.

Námsráðgjafar skólans halda utan um þá nemendur sem sækja atvinnutengt nám og eru þar í góðu sambandi við náms- og atferlismótunarver skólans.

 

Náms- og starfsfræðsla í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk fá eina kennslustund í viku í náms- og starfsfræðslu hjá náms- og starfsráðgjafa þar sem farið verður í:

-          námstækni
-          verkefni sem tengjast gildismati, viðhorfum, áhuga og fyrirætlunum nemenda
-          námsleiðir sem bjóðast á framhaldsskólastigi
-          vinnumarkaðinn, við fáum gesti og förum í heimsóknir
-          tengsl náms og starfs
-          atvinnuumsóknir
-          boðið er upp á áhugasviðskönnun Bendil
-          heimsóknir og verkefni unnin í tengslum við GERT, Grunnmenntun efld í raunvísindum og tæknimenntun
-          allir nemendur koma í einstaklingsviðtal til náms- og starfsráðgjafa á haustönn og vorönn í 10. bekk.

Nemendum Norðlingaskóla er boðið á sameiginlega kynningu framhaldsskólanna og annað hvert ár á Iðnnemakeppnina. Auk þess senda náms- og starfsráðgjafar upplýsingar til forráðamanna og nemenda um opin hús í framhaldsskólum. Opin hús framhaldsskólanna eru utan skólatíma og lagt er til að foreldrar/forráðamenn fari með nemendum til að kynna sér námsframboð skólanna.

 

Gagnlegir vefir

Áhugaverðir tenglar

Áhugavert myndband um einelti

Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig við getum stutt við börnin okkar í samskiptum við önnur börn

Podcast fyrir foreldra hvernig við getum stutt við börnin okkar að líða betur með útlit sitt

Hugmyndavefur fjölskyldunnar, hvað hægt er að gera inni og úti

Námstækni

Námstækni á vef Menntamálastofnunar

Menntamálastofnun - Hér er hægt að hala niður námsefni

Markmiðasetning, fyrirlestur KVAN

GERT lokaverkefni í 10. bekk 

Framhaldsskólar

Menntagátt – nám að loknum grunnskóla

Próf og námsefni

Nám og störf

Áhugakönnunin Bendill

Um náms- og starfsval

Menntamálaráðuneytið

Hugur og heilsa

Sjónarhóll – fyrir sérstök börn til betra lífs

SAFT –Samfélag, fjölskylda og tækni, um örugga netnotkun

Heimili og skóli – um einelti

Jafnrétti og fjölmenning

Fjölmenningarsetur

Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar