Náms- og starfsráðgjöf í Norðlingaskóla
Náms- og starfsráðgjafi Norðlingaskóla er Halla Karen Jónsdóttir (halla.karen.jonsdottir@rvkskolar.is). Halla Karen er í leyfi en hægt er að hafa samband við Lísu Maríu Kristjánsdóttur deildarstjóra Norðlingaskóla sem er menntaður náms- og starfsráðgjafi (lisa.maria.kristjansdottir@rvkskolar.is).
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í persónulegum málum. Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.
Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans, s.s. hjúkrunarfræðingum og skólasálfræðingi og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Öllum nemendum og forráðamönnum stendur til boða að leita til náms- og starfsráðgjafa.
Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Helstu verkefni námsráðgjafa eru:
- Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.
- Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
- Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
- Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við náms- og starfsáætlun skólans.
- Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.
- Að veita persónulega ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, frestunaráráttu, eineltis og annarra samskiptamála.
- Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.
- Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem falla utan starfssviðs námsráðgjafa.
- Að sinna hópráðgjöf og fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. náms- og starfsfræðslu, námstækni og samskiptamála.
Nemendum og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að leita til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta pantað tíma í síma 4117640 eða með tölvupósti á netfang halla.karen.jonsdottir@rvkskolar.is
Gagnlegir vefir
Áhugaverðir tenglar
Áhugavert myndband um einelti
Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig við getum stutt við börnin okkar í samskiptum við önnur börn
Podcast fyrir foreldra hvernig við getum stutt við börnin okkar að líða betur með útlit sitt
Hugmyndavefur fjölskyldunnar, hvað hægt er að gera inni og úti
Sjónarhóll – fyrir sérstök börn til betra lífs
SAFT –Samfélag, fjölskylda og tækni, um örugga netnotkun