Skip to content

Móttaka verðandi 1. bekkinga og foreldra þeirra

Í Norðlingaskóla er nemendum í 1. og 2. bekk kennt saman í námshóp og umsjónarhópar eru því aldursblandaðir. Skóladagurinn er frá 8:30-13:40 og strax að loknum skóladegi tekur frístundaheimilið Klapparholt við en þangað fara þeir nemendur sem þar eru skráðir. 

Á hverju vori er haldinn vorskóli í einn dag fyrir verðandi 1. bekkinga og foreldra þeirra og er boð um vorskólann sent heim í pósti. Þá setjast verðandi nemendur á skólabekk með verðandi 2. bekkingum og kynnast skólastarfinu, starfsfólki skólans, skólahúsinu, skólalóðinni og taka þátt í venjubundnu skólastarfi. Á meðan eru stjórnendur með kynningu fyrir foreldra þar sem farið er yfir sýn og stefnu skólans, helstu áherslur og starfshætti. 

Aðlögun elstu barna leikskólans Rauðhóls yfir í skólann hefst nokkru fyrir vorskólann en það er nokkurra vikna smiðjuvinna þar sem elstu nemendum leikskólans Rauðhóls er blandað með 1. bekkingum og starfsfólk beggja skóla vinnur saman að þemaverkefni. 

Vorskólinn vorið 2022 fer fram þriðjudaginn 3. maí. 

Að hausti er allar nauðsynlegar upplýsingar að finna hér á heimasíðunni undir skólaboðunargögn.

Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 er mánudaginn 22. ágúst.

Skólinn útvegar nemendum öll námsgögn, nemendur skulu mæta með skólatösku og klæðnað eftir veðri, brýnt er að merkja allar eigur nemenda.

Stundatöflur verða aðgengilegar á heimasíðu á haustdögum undir skólaboðunargögn.

Skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023 má nálgast hér (væntanlegt).

Skráning í mataráskrift fer fram á matur.vala.is/umsokn. Hægt er að skrá nemendur í hádegismat og ávaxtastund að morgni til.

Frístundaheimili skólans heitir Klapparholt og er fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Foreldrar skrá börn sín í frístundastarf inn á vala.is og þar einnig hægt skrá börnin í síðdegishressingu.

Foreldrar/forsjáraðilar barna með sérþarfir geta leitað til Jónínu Rósar Guðmundsdóttur aðstoðarskólastjóra og yfirmanns stoðþjónustu með tölvupósti á netfangið:  jonina.ros.gudmundsdottir@rvkskolar.is eða í síma 411-7640. 

Aðrar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið má nálgast í starfsáætlun sem er á heimasíðu skólans.

 

Frístundaheimilið Klapparholt

Í Norðlingaskóla starfar frístundaheimilið Klapparholt. Á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar er 6-9 ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir skóla og á skólatíma. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Frístundaheimilið er opið eftir að kennslu lýkur frá kl. 13:40 til kl. 17:00 alla daga. 

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í gegnum leik sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Þetta gerum við með því að bjóða börnunum hvern dag að velja um fjölbreytt verkefni. Sem dæmi um það sem í boði hefur verið má nefna, listir og föndur, skólahreysti, íþróttasal, víkingaklúbb, teikniklúbb, útiveru, perlur, frjálsan leik, sundferðir fyrir eldri börn og margt fleira. 

Hægt er að nálgast almennar upplýsingar varðandi starfsemi og gjaldskrá frístundaheimilanna á meðfylgjandi hlekk https://reykjavik.is/fristundaheimili

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við forstöðumenn Klapparholts, forstöðumaður er Pétur Finnbogason og aðstoðarforstöðumaður er Arnar Snær Magnússon. Netfangið er klapparholt@rvkskolar.is