Skip to content

Mentor leiðbeiningar – hæfnikort og verkefni

Hæfnikort nemenda
Skráið ykkur inn á Mentor, þeir sem ekki hafa virkt lykilorð inn í Mentor geta sótt um það hjá Mentor.is. Þegar þið komið inn í Mentor þá á að velja gráa flís sem heitir Námsmat og er neðst í horninu vinstra megin. Þegar námsmatsflísin er valin opnast gluggi með yfirliti yfir hæfnikort nemandans. Þar má sjá hvaða hæfni er búið að meta í hverri námsgrein. Það getur verið mismunandi eftir námshópum og námsgreinum hvað er búið að meta mörg verkefni, það fer m.a. eftir stöðu í einstökum greinum og aldursstigi nemenda en það eru talsvert fleiri námsgreinar á  efri stigum.

Þið veljið þá námsgrein sem þið viljið skoða og þá opnast hæfnikort nemandans og þar má sjá yfirlit yfir metin hæfniviðmið í þeirri grein.

Verkefni
Þeir sem vilja skoða verkefnin sem eru metin geta séð þau undir blárri flís sem heitir Verkefni

Þegar verkefni eru valin opnast síða þar sem sjá  má vinstra meginá skjánum yfirlit yfir öll verkefni  sem búið er að setja á viðkomandi nemendahóp. Þar stendur efst ólokið, í vinnslu, og lokið og segir til um stöðu verkefna. Þegar verkefnin þar undir eru valin opnast verkefnið og þar er m.a. hægt að sjá stutta  lýsingu á verkefninu, námsmarkmið, hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla, viðmið um árangur og hvernig verkefnið er metið. Auk þess er í sumum tilfellum krækja á verkefnið sjálft, ýmis fylgiskjöl, ítarefni og námsbækur eða greinar allt eftir því sem við á hverju sinni.  Við viljum vekja athygli ykkar sérstaklega á viðmiðum um árangur en þau standa fyrir þætti sem verða metnir þega verkefni er lokið.  Eins og fram er komið erum við að þróa þessi vinnubrögð og ekki er víst að öll verkefni séu eins uppsett og má reikna með að eldri verkefni séu ekki eins ítarleg og nýrri verkefni.