Skip to content

Matsdagur, samráðsdagur og undirbúningsdagur

Þriðjudaginn 12. janúar er matsdagur samkvæmt skóladagatali en þá lýkur skóla á hádegi. Frístund tekur við fyrir þau sem þar eru skráð.

Mánudagurinn 18. janúar er samráðsdagur, opnað hefur verið fyrir skráningu í foreldraviðtöl á Mentor sem fara fram með fjarfundarsniði, sjá nánari leiðbeiningar í tölvupósti frá stjórnendum.

Þriðjudagurinn 19. janúar er undirbúningsdagur starfsmanna fyrir nýja önn og þá eru nemendur ekki í skólanum.

Ný önn hefst svo miðvikudaginn 20. janúar.