Skip to content

María í 3. bekk vinningshafi í eldvarnargetraun

Hún María í 3. bekk var svo heppin að vera dregin út í eldvarnargetrauninni 2019, hún fékk afhent verðlaun frá forseta Íslands á 112 deginum  þann 11. febrúar s.l. í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan og samstarfsaðilar efndu til móttöku. Við óskum Maríu innilega til hamingju!