Skip to content

Hvað er lestur:

Lestur er:

„Ferli sem gerir einstaklingum kleift að ná merkingu úr ritmáli, með því að beita þekkingu sinni á tengslum bókstafa við hljóð talmálsins og tækni við að umbreyta bókstafstáknum í hljóð og orð, í því augnamiði að skilja merkingu textans.“

(Byrnes og Wasik, 2009)

Að læra að lesa:

Börn læra málið af samskiptum við annað fólk, oftast án sérstakrar kennslu. Lestur þarf hins vegar að kenna og þjálfa og þá einkum:

 • Lestækni: þekkja bókstafina og hljóð þeirra og tengja (hljóða) þá saman í töluð orð og texta.
 • Lesskilning: byggist á orðaforða og málskilningi.
 • Stafsetningu og ritun: greina hljóð/stafi í orðum, að þekkja rithátt orða og tjá hugsun sína og þekkingu í ritmálinu.

Læsi

 • Hugtakið “Læsi” felst í því að ná valdi á þessum þremur þáttum þ.e. lestækni, lesskilningi og stafsetningu/ritun.
 • Lestur er einstaklingsbundin lærð færni (sem krefst þjálfunar og þróast stig af stigi).
 • Sumum börnum reynist auðvelt að læra að lesa, en önnur þurfa lengri tíma og markvissa og kerfisbundna þjálfun.

Lesfimi

 • Lesfimi nemenda skiptir miklu en þá er verið að skoða:
 • Nákvæmni í lestri.
 • Skilning á því sem lesið er.
 • Hrynræna þætti sem stuðla að því að lestur verður áreynslulaus og ánægjulegur.

Að þjálfa lestur

 • Lestur ætti fyrst og fremst að vera ánægjuleg reynsla og miklu skiptir að börnum finnist þau ráða við viðfangsefnið.
 • Algengustu viðmið við þyngd lesefnis til þjálfunar er að barn geri ekki fleiri villur en 5 – 7 í lestri 100 orða texta.
  • Ein helstu mistök við lestrarnám barna er að þyngja lesefnið of hratt.
 • Til að auka leshraða er mikilvægt að nemendur lesi tvisvar sinnum hverja síðu. Endurtekin lestur er mikilvæg æfing til að þjálfa að þekkja og geta kallað fram orð sem lesin eru fyrirhafnarlaust.

Jákvætt viðhorf til lestrarnáms.

 • Þegar lestrarnámið gengur hægt er hætta á því að lesefnið verði of einhæft og höfði ekki nægilega til barnanna.
 • Þá er mikilvægt að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin bækur sem höfða til aldurs og þroska.
 • Lestur góðra bóka er besta leiðin til að efla orðaforða.
 • Góður orðaforði er ein meginforsenda fyrir góðum lesskilningi.
 • Mikilvægt er að börn og unglingar haldi áfram að lesa eftir að lágmarksfærni er náð bæði heima og í skóla. Það er í raun forsenda þess að þau ráði við stöðugt erfiðara lesefni og flóknari orðaforða í textum.
 • Ekki er heppilegt að gera hlé á lestrarþjálfun.
 • Stafsetning/ritun og lestur eru ferli sem styðja hvort annað. Orðakistan

Hlutverk foreldra

 • Að efla málþroska
 •   Að auka orðaforða og hugtakaskilning
 •   Að veita víðtæka reynslu í gegnum fjölbreytta upplifun og umræðu um hana
 •   Að þjálfa umskráningarfærni - endurtekinn lestur
 •   Ræðið efnið til að örva lesskilning
 •   Veljið lesefni við hæfi
 •   Að lesa fyrir barnið

Heimalestur

 • Góðar venjur svo að tíminn nýtist vel
 • Heppilegur þjálfunartími
 •  Barnið tilbúið í þjálfunina
 •  Næði
 •  Góð athygli og virk hlustun

Litlar framfarir hvað veldur

 • Þekkt frávik
 •   Forsaga um erfiðleika við máltöku
 •   Lestrarörðugleikar í fjölskyldu
 •   Slök hljóðavitund
 •   Lestrarlag (hvernig barnið les)
 •   Slakur lesskilningur
 •   Samanburður við jafnaldra og/eða systkini

Hvað gerir skólinn þegar lestrarnám gengur hægt

 • Upplýsingar úr leikskóla
 •   Skimanir – stafakannanir, Leið til læsis, Lesskimun í 1.bekk
 •   Snemmtæk íhlutun – lestrarstuðningur
 •   Fagleg leiðsögn og samvinna milli skóla og heimilis
 •   Kennarinn kennir – foreldrar þjálfa

Markmið Norðlingaskóla

 • Að nemendur geti lesið sér til gagns og gleði sem allra fyrst
 •   Að nemendur velji sér lesefni (með aðstoð) við hæfi sitt og áhuga
 •   Að nemendur skilji vel texta sem þeir eru að lesa
 •   Að nemendur geti unnið upplýsingar úr texta
 •   Að nemendur geti lesið á ólíkum miðlum
 •   Að nemendur geti endursagt og endurskrifað texta
 •   Að nemendur geti skrifað lipran texta

Samvinna heimilis og skóla

 • Vera í góðri samvinnu við skólann
 •  Hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lestrarnámi barna sinna
 •  Þekki hlutverk sitt og hafa verkfæri til þess
 •  Getið leitað til skólans með hvers kyns vanda