Leiðsagnarnám
Norðlingaskóli er þátttakandi í þróunarverkefni um leiðsagnarnám. Árið 2017 fór þróunarverkefnið af stað meðal kennara í nokkrum þátttökuskólum í Reykjavík en meginmarkið verkefnisins er að innleiða hugmyndafræði og aðferðir leiðsagnarmats svo að leiðsagnarnám einkenni nám og kennslu.
Leiðsagnarnám byggir á fimm stoðum:
- Námsmenning
- Skipulag og áætlanir
- Að vekja og virkja áhuga – Námsmarkmið – Viðmið – Fyrirmyndir
- Spurningatækni – Samræður
- Endurgjöf kennara og jafninga og sjálfsmat
Myndin er fengin af síðunni Leiðsagnarnám þar sem einnig má fræðast betur um hugmyndafræðina.