Skip to content

Kveðja frá fráfarandi stjórn Vaðsins

Heil og sæl kæru foreldrar í Norðlingaskóla.

Ég vil byrja á því að þakka ykkur, foreldrum við skólann, kærlega fyrir komuna á aðalfund og fræðslukvöld foreldra við skólann. Mikið var gaman að sjá hversu margir foreldrar eru tilbúnir að viðhalda þvi samfélagi foreldra sem við saman höfum skapað með skólanum.  Samstarf og vettvangur foreldra að hittast hefur aldrei sem fyrr verið jafn áríðandi. Aldrei hafa eins margir boðið sig fram í foreldrafélagið og vil ég sérstaklega fagna því.
Vel gert foreldrar!

Fræðslukvöldið var meiriháttar þar sem Pálmar Ragnarsson sló í gegn og náði að rífa upp stemninguna í foreldrahópnum og höfum við í stjórninni fundið fyrir meiri áhuga foreldra að vilja taka þátt í starfi félagsins og hvers bekkjar fyrir sig.

En við sem setið höfum í stjórn síðastliðin tvö ár þökkum kærlega fyrir okkur og vil ég þakka Guðrúnu Dröfn, Hildi, Hörpu, Dagnýju, Hrönn, Gyðu, Lilju Guðrúnu sérkennara, Guðrúnu Maríu kennara, Valgerði  og stjórn skólans fyrir einstaklega gott samstarfið.

Ný stjórn er tekin við en í henni sitja:

Gyða Jónsdóttir formaður
Jóna Bergþóra Sigurðardóttir gjaldkeri
Berglind Ósk  ritari
Guðný Maja meðstjórnandi
Guðrún María situr fyrir hönd skólans.

Í varastjórn sitja:
Yesmine Olsson
Sara Jóhanna  Jónsdóttir
Erna Dís Gunnþórsdóttir
Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir
Sirra Guðnadóttir
Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson
Hrönn Vilhjálmsdóttir.

Einnig vil ég vekja athygli á því að Hrönn Vilhjálmsdóttir situr sem aðalmaður í nýju íbúðaráði fyrir hverfi 110 sem áður var Hverfisráð. En Hrönn var tilnefnd fulltrúi foreldra og íbúa Norðlingaholts og situr í ráðinu í eitt ár.

Gangi ykkur öllum vel.

En takk fyrir samveruna og samstarfið síðastliðin tvö ár. Höldum áfram að skapa frábært foreldrasamfélag í Holtinu okkar.

Kærleikskveðja,
Fyrir hönd fyrrum stjórnar,
Arna Hrönn Aradóttir