play balls background

Forsíða Klapparholts

Skráning í sumarfrístund 2016

Frístundarheimilið Klapparholt mun bjóða upp á fimm leikanámskeið í sumar.

Í sumarfrístundinni er lögð áhersla á að nýta umhverfið bæði nær og fjær í starfinu. Farið verður í vettvangsferðir víðsvegar um bæinn, húsdýra og fjölskyldugarðinn og sund svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður lagt upp úr frjálsum leik í nær umhverfinu og börnunum gert kleipt að spreyta sig á nýjum verkefnum og áskorunum.

Lagt er upp úr því að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar eitthvað  við hæfi.

Fyrsta námskeið: 13.júní - 16.júní (lokað verður föstudaginn 17.júní).

Annað námskeið: 20.júní - 24.júní

Þriðja námskeið: 27.júní - 1.júlí

Fjórða námskeið: 4.júlí - 8.júlí

Fimmta námskeiðið: 15.ágúst – 19.ágúst

Skráning á leikjanámskeiðin hefjast 25.apríl 2016 kl. 09:00 og fer skráning í gegnum www.sumar.fristund.is

Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 9.00–16.00 og er fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma sem nýttur er utan kl. 9.00–16.00

Hægt er að skoða gjaldskrá á heimasíðu Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/gjaldskrar/fristundaheimili-gjaldskra

Ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi.

Lesa >>


Öskudagurinn 2016

Halló Halló! smile emoticon

Miðvikudaginn 10. febrúar er öskudagur og lýkur þá skólahaldi kl. 11:30.

Eftir skóla mun frístund taka við þeim börnum sem eru skráð þann dag, gefa þeim að borða í hádeginu og svo verður klúbbastarf með hefðbundnum hætti.

Okkar reynsla er sú að mörg börn eru í leyfi þennan dag og höfum við því ákveðið að senda út skráningarblað þar sem við biðjum foreldra um að láta okkur vita hvort að barnið þeirra ætli að nýta sér þjónustu Klapparholts þennan dag eða ekki. Það skiptir okkur máli að fá þessar upplýsingar vegna ýmissa skipulagsmála sem snýr að mönnun og hádegismat.

Skráningarblaðið verður sent heim í dag og værum við afar þakklát ef þið mynduð svara okkur í síðasta lagi á mánudaginn hvort að þið munið nýta ykkur frístund þennan dag eða ekki.

Kærar þakkir
Arnbjörg og Sunna

Lesa >>


Skráning í frístundarheimili 2016-2017

Góðan daginn.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) rekur frístundaheimili við grunnskóla borgarinnar. Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1. – 4. bekk og eru opin frá því að skóladegi lýkur til kl. 17:15. Sótt er um dvöl á frístundaheimili skólaárið 2016-2017 á rafrænu formi á vefslóðinni http://rafraen.reykjavik.is/.


Hægt verður að sækja um frá og með 11. febrúar næstkomandi og hefst innritun kl. 08:20.


Börn sem eru að hefja skólagöngu haustið 2016 hafa forgang að dvöl á frístundaheimilum.
Fast mánaðargjald er 16.430- kr. á mánuði fyrir 5 daga vistun með síðdegishressingu en einnig er hægt að sækja um færri en 5 daga í viku. Veittur er 75% systkinaafsláttur af frístundagjaldi vegna annars barns og 100% vegna þriðja. Auk þess er systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/félagsmiðstöðva þannig að 50% afsláttur er veittur af gjöldum á frístundaheimili/félagsmiðstöð ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Þegar tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa er fyrst hægt að tryggja öllum börnum dvöl á frístundaheimili.


Nánari upplýsingar um frístundaheimilin og gjaldskrá þeirra er að finna hér: http://reykjavik.is/thjonusta/fristundaheimili og í síma 411-1111. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bestu kveðjur

Starfsmenn Klapparholts

Lesa >>


Samráðsdagur 15. janúar 2016

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár!

Föstudaginn 15. janúar er samráðsdagur í Norðlingaskóla og þá erum við með opið í frístundarheimilinu Klapparholt frá kl. 08:00 – 17:15.

Vinsamlegast skilið umsóknarblaðinu útfylltu í hendur starfsmanns í síðasta lagi kl. 17:00 föstudaginn 8.janúar eða í tölvupósti fyrir miðnætti sunnudaginn 10.janúar 2016.

Athugið að greitt er sérstaklega fyrir vistun fyrir hádegi (1.910 kr.)

*Við tökum ekki á móti óskráðum börnum.

Lesa >>


Gjaldskrá frístundaheimila frá 1.janúar 2016

Góðan daginn.

Frá og með 1. janúar 2016 hækkar gjaldskrá frístundaheimilana.

Hægt er að nálgast gjaldskrána inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar:

http://reykjavik.is/gjaldskrar/fristundaheimili-gjaldskra

Lesa >>