Forsíða Klapparholts

Kerfisbreyting í Klapparholti

Á næstu dögum munum við breyta viðveruskráningarkerfinu okkar hér í Klapparholti. Með kerfinu höldum við betur utan um viðveru krakkanna, náum betri tökum á tölulegum gögnum ásamt því að skerpa á skipulagi frístundar.

Við biðjum foreldra og forráðamenn þeirra barna sem æfa tómstundir að skrá tómstundirnar inni á www.rafraen.reykjavik.is/   à  Skrefin eru: Umsóknir>Íbúi>Skráning í tómstundir.

Fótboltaforeldrar athugið! Við biðjum foreldra að skrá tímann þegar þeir gera sig til hér í Klapparholti en hægt er að sjá nánar um það hér að neðan.

Foreldrar stráka í 7. flokki eldri skrá eftirfarandi daga:
Þriðjudagar: 15:20                           Fimmtudagar: 15:20

Foreldrar stráka í 6. flokki yngri skrá eftirfarandi daga:
Mánudagar: 14:30 Miðvikudagar: 13:55 Föstudagar 13:55

Fimleikaforeldrar athugið:

Foreldrar barna sem æfa fimleika eru einnig beðnir um að skrá alla fimleikadagana. Ólíkt fótboltastrákunum þá biðjum við ykkur um að skrá tímann sem æfingin á að byrja.
__________________________________________________________________________________

Foreldrar allra annarra tómstundabarna eru beðnir um að skrá tómstund barna sinna.

 

Forstöðumenn

Lesa >>


Jólafrístund

Free Christmas Pictures

Jólafrístundin hefst 20. desember. Forstöðumenn hafa nú sent út staðfestingarpóst ásamt dagskránni. 

Mikilvægt er að börnin komi með tvöfalt nesti með sér og klæði sig eftir veðri. Einhverja daga verður farið í sund og er því mikilvægt að taka sunddótið með sér.

 

Ennfremur viljum við þakka kærlega fyrir flotta og fjöruga haustönn í Klapparholti.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Starfsfólk Klapparholts

Lesa >>


Skráning hafin

images 1

Skráning er á fullu fjöri fyrir jólafrístundina hjá okkur í Klapparholti. Skráning hófst kl. 10:00 og er hægt að skrá í gegnum þennan hlekk hér: 

https://innskraning.island.is/?id=umsokn.fristund.is&iw_language=is_IS&idega_session_id=4ae51b0d-d589-41ff-b4b1-a8d0a3116f6d

Við minnum á að skráningin er takmörkuð á þessa daga.

Forstöðumenn

Lesa >>


Fótboltaæfingar falla niður

Fótboltaæfingar hjá Fylki falla niður í dag hjá strákum í 2. bekk sökum mikils kulda 

Jóla cover

Lesa >>


Jóla-Klappó

gettyimages sb10069988c 001

Senn líður að ljúfum desembermánuði í Klapparholti. Líkt og undanfarin ár verður opið í Klapparholti milli jóla- og nýárs en í fyrra var Klapparholt opið í 9 daga en í ár verða þeir sjö talsins. Takmörkuð skráning er í jólafrístundina og biðjum við foreldra og forráðamenn að virða skráningartíma jólafrístundar þ.a.s. að ekki er hægt að skrá eftir tilsettan skráningartíma. Forstöðumenn vinna hörðum höndum þessa dagana að vaktarplani starfsfólks ásamt jóladagskrá. Við minnum á að skráningin er bindandi. 
Skráning fyrir jólafrístundina hefst 27. nóvember og henni lýkur 8. desember.

Nánari upplýsingar varðandi jólafrístundina verða sendar með föstudagspóstinum 17. nóvember.

 

Lesa >>