Forsíða Klapparholts

Jóla-Klappó

gettyimages sb10069988c 001

Senn líður að ljúfum desembermánuði í Klapparholti. Líkt og undanfarin ár verður opið í Klapparholti milli jóla- og nýárs en í fyrra var Klapparholt opið í 9 daga en í ár verða þeir sjö talsins. Takmörkuð skráning er í jólafrístundina og biðjum við foreldra og forráðamenn að virða skráningartíma jólafrístundar þ.a.s. að ekki er hægt að skrá eftir tilsettan skráningartíma. Forstöðumenn vinna hörðum höndum þessa dagana að vaktarplani starfsfólks ásamt jóladagskrá. Við minnum á að skráningin er bindandi. 
Skráning fyrir jólafrístundina hefst 27. nóvember og henni lýkur 8. desember.

Nánari upplýsingar varðandi jólafrístundina verða sendar með föstudagspóstinum 17. nóvember.

 

Lesa >>


Slímklúbburinn vinsæll

Slímklúbbur

Hálka, kuldi og breytilegt veðurfar: Undanfarna daga hefur vetur konungur teygt arma sína hægt og bítandi yfir Norðlingaholtið. Kalt er í veðri og hálkublettir eru farnir að gera vart við sig á skólalóð og víða í nágrenninu. Við hvetjum foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum mikilvægi hlýs klæðnaðar þegar farið er í útiveru í Klapparholti. Hætt er við útiveru í Klapparholti þegar vont veður skellur á.

Fjör í slímklúbbi: Hinn fjörugi slímklúbbur var á dagskrá í vikunni en þá fengu krakkarnir búa til sitt eigið slím. Krakkarnir voru gífurlega ánægð með útkomuna en mikil eftirvænting kviknaði eftir þessa slímugu upplifun og munum við því láta reyna á klúbbinn aftur í desember. Myndir úr klúbbnum má sjá hér að neðan.

 

Lesa >>


Hrekkjavaka í Klapparholti

Halloween Hero 1 A

Í dag fara krakkarnir ekki í útiveru heldur munum við byrja klúbbastarfið á slaginu 14:00.

Hrekkjavakan er búin að vera við lýði í skólanum í allan dag og ætlum við í Klapparholti að halda uppteknum hætti.

Í boði verður kvikmyndaklúbbur þar sem myndin Draugahúsið verður sýnd en ásamt því geta krakkarnir litað og teiknað hrekkjavökumyndir.

Birkir mun vera með hrekkjavökuvíkingaklúbb en þá geta krakkarnir líka perlað óhugnanlegar og skemmtilegar fígúrur í perluklúbbi í dag.

Við vonum að þið njótið helgarinnar.

Lesa >>


Vetrarleyfi 19-23. október

rain cloud 27572

Lokað verður í Klapparholti í vetrarleyfinu dagana 19.-23. október.

Við vonum að þið njótið vel í fríinu.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Klapparholts

Lesa >>


Skilaboð til foreldra - Ráðstöfun frístundastyrks - Allocation of Recreation Grants - Przydzielanie dofinansowań do zajęć rekreacyjnych

Ráðstöfun frístundastyrks:

Opnað hefur verið fyrir ráðstöfun frístundastyrks vegna reikninga fyrir september á gjalddaga 1. október 2017. Opið verður fyrir ráðstöfun til og með 11. október 2017. Ekki ert hægt að framlengja þann tíma.

 

Ráðstöfun frístundastyrks fer fram á mínum síðum á rafræn Reykjavík www.rafraen.reykjavik.is.

 

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Ráðstöfun sem gerð er kemur aldrei til lækkunar á reikningi í heimabanka fyrr en í 1 - 3 virkum dögum eftir ráðstöfun. Sé reikningur greiddur áður en frístundastyrkur hefur komið til lækkunar á reikningi er ekki hægt að nýta styrkinn og styrkur verður ekki bakfærður. Því er mikilvægt er að bíða með greiðslu þar til reikningur hefur lækkað.

Veitið því athygli að í sumum tilfellum er heimild til ráðstöfunar frístundastyrk hærri en dvalargjald/frístundagjald. Í þeim tilfellum þarf að velja ráðstöfunarupphæð í samræmi við dvalargjald/frístundagjald á reikningi. Reikninginn má finna undir rafrænum skjölum í heimabanka.

Systkinaafsláttur:

Veittur er systkinaafsláttur á milli skólastiga. Það barn sem á systkini á leikskóla og skráð er á sama fjölskyldunúmer fær nú 50% afslátt af frístundagjaldi. Þeir sem telja sig eiga rétt á afslætti og uppfylla skilyrðin um að eiga barn á leikskóla og í frístund sem bæði eru skráð á sama fjölskyldunúmer eru beðnir um að athuga hvort afsláttur hafi ekki verið veittur. Ef afsláttur hefur ekki verið veittur skal snúa sér til frístundamiðstöðvar sem frístundaheimilið heyrir undir.

----------------------------------------------------------------- 

Allocation of Recreation Grants:

The allocation of recreation grants has opened regarding payments for September which are due October 1, 2017. The allocation is open until October 11, 2017. It is not possible to extend this time. 

 

Recreation grants are processed electronically on mínum síðum (My page) www.rafraen.reykjavik.is.

 

Please note the following:

The allocation that is done is not decreased from the online bank invoice until 1-3 working days after it is allocated. If the invoice is paid before the recreation grant has been decreased from the account, it is not possible to use the grant, and the grant is non-refundable. Therefore, it is important to delay the payment on the invoice until the amount has been decreased

Note that in some cases the authorization of allocation of recreation grants is higher than the lodging/recreation fees. In these cases, a decision of the amount needs to be made in accordance with the lodging/recreation fee invoice. The invoice can be found under electronic documents in the online bank account.

Sibling Discount:

Sibling discounts are offered between school levels. A child that has a sibling in preschool/kindergarten who is registered in the same family now receives a 50% discount on recreation fees. Those that consider themselves eligible for the discount and have fulfilled the qualifications of having another child in preschool/kindergarten and in recreation where both are registered in the same family should check whether the discount was granted. If the discount was not granted, they should be referred to those recreational centers frístundamiðstöðvar where recreation grants are authorized.  

----------------------------------------------------------------------------

Przydzielanie dofinansowań do zajęć rekreacyjnych:

Dofinansowanie do zajęć rekreacyjnych jest gotowe do przydzielenia w związku z opłatą za miesiąc wrzesień, do zapłaty 1 października 2017 r. Dofinansowanie do zajęć rekreacyjnych jest dostępne do rozdysponowania do 11 października 2017 (włącznie). Nie ma możliwości przedłużenia tego czasu.

Wykorzystanie środków dofinansowania do zajęć rekreacyjnych jest możliwe w systemie rafræn Reykjavík na stronie Mínar síður miasta Reykjavik. www.rafraen.reykjavik.is.

Proszę zwrócić uwagę na to że:

Przydzielone dofinansowanie nie zmniejsza automatycznie kwoty, widniejącej do zapłaty na rachunku bankowym, kwota zmniejsza się dopiero po 1-3 dniach roboczych od momentu przydzielenia dofinansowania. Jeśli płatność została wykonana za nim frístundastyrkur/dofinansowanie do zajęć rekreacyjnych zmniejszyło kwotę na rachunku bankowym, to wtedy nie jest możliwe skorzystanie z dofinansowania, jak również nie ma możliwości cofnięcia transakcji. Dlatego ważne jest, aby zaczekać z płatnością, do czasu aż kwota zmaleje.

Należy pamiętać, że w niektórych przypadkach możliwe jest przydzielenie dofinansowania w kwocie wyższej niż opłata za zajęcia rekreacyjne usługę/pobyt. W takim przypadku wysokość dofinansowania należy  wybrać zgodnie z kwotą za zajęcia rekreacyjne tj. usługę-pobyt widniejącą na rachunku. Rachunek można znaleźć w zakładce pod nazwą dokumenty elektroniczne w banku internetowym.

Zniżka dla rodzeństwa Systkinaafsláttur:

Udzielana jest zniżka dla rodzeństw w wieku szkolno-przedszkolnym. Dziecko mające rodzeństwo w przedszkolu, posiadające ten sam numer rodzinny upoważnione jest do 50% zniżki na zajęcia rekreacyjne. Ci, którzy uważają, że mają prawo do zniżki i spełniają kryteria: mają dziecko w przedszkolu, które zapisane jest na zajęcia rekreacyjne, a rodzeństwo posiada ten sam numer rodzinny, proszeni są, o sprawdzenie, czy zniżka nie została już udzielona. Jeśli zniżka nie została jeszcze udzielona, należy zwrócić się do ośrodków rekreacyjnych/frístundamiðstöðvar pod które podlegają frístundaheimilið/świetlice.

Lesa >>