Forsíða Klapparholts

Jólafrístund

Free Christmas Pictures

Jólafrístundin hefst 20. desember. Forstöðumenn hafa nú sent út staðfestingarpóst ásamt dagskránni. 

Mikilvægt er að börnin komi með tvöfalt nesti með sér og klæði sig eftir veðri. Einhverja daga verður farið í sund og er því mikilvægt að taka sunddótið með sér.

 

Ennfremur viljum við þakka kærlega fyrir flotta og fjöruga haustönn í Klapparholti.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Starfsfólk Klapparholts

Lesa >>


Skráning hafin

images 1

Skráning er á fullu fjöri fyrir jólafrístundina hjá okkur í Klapparholti. Skráning hófst kl. 10:00 og er hægt að skrá í gegnum þennan hlekk hér: 

https://innskraning.island.is/?id=umsokn.fristund.is&iw_language=is_IS&idega_session_id=4ae51b0d-d589-41ff-b4b1-a8d0a3116f6d

Við minnum á að skráningin er takmörkuð á þessa daga.

Forstöðumenn

Lesa >>


Fótboltaæfingar falla niður

Fótboltaæfingar hjá Fylki falla niður í dag hjá strákum í 2. bekk sökum mikils kulda 

Jóla cover

Lesa >>


Jóla-Klappó

gettyimages sb10069988c 001

Senn líður að ljúfum desembermánuði í Klapparholti. Líkt og undanfarin ár verður opið í Klapparholti milli jóla- og nýárs en í fyrra var Klapparholt opið í 9 daga en í ár verða þeir sjö talsins. Takmörkuð skráning er í jólafrístundina og biðjum við foreldra og forráðamenn að virða skráningartíma jólafrístundar þ.a.s. að ekki er hægt að skrá eftir tilsettan skráningartíma. Forstöðumenn vinna hörðum höndum þessa dagana að vaktarplani starfsfólks ásamt jóladagskrá. Við minnum á að skráningin er bindandi. 
Skráning fyrir jólafrístundina hefst 27. nóvember og henni lýkur 8. desember.

Nánari upplýsingar varðandi jólafrístundina verða sendar með föstudagspóstinum 17. nóvember.

 

Lesa >>


Slímklúbburinn vinsæll

Slímklúbbur

Hálka, kuldi og breytilegt veðurfar: Undanfarna daga hefur vetur konungur teygt arma sína hægt og bítandi yfir Norðlingaholtið. Kalt er í veðri og hálkublettir eru farnir að gera vart við sig á skólalóð og víða í nágrenninu. Við hvetjum foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum mikilvægi hlýs klæðnaðar þegar farið er í útiveru í Klapparholti. Hætt er við útiveru í Klapparholti þegar vont veður skellur á.

Fjör í slímklúbbi: Hinn fjörugi slímklúbbur var á dagskrá í vikunni en þá fengu krakkarnir búa til sitt eigið slím. Krakkarnir voru gífurlega ánægð með útkomuna en mikil eftirvænting kviknaði eftir þessa slímugu upplifun og munum við því láta reyna á klúbbinn aftur í desember. Myndir úr klúbbnum má sjá hér að neðan.

 

Lesa >>