Skip to content

Námsmat í Norðlingaskóla

Síðan er í vinnslu

Í aðalnámskrá grunnskóla segir um námsmat: Mat á hæfni og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.

Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Einstaklingsmiðað námsmat í Norðlingaskóla
Í Norðlingaskóla er skólaárinu skipt upp í tvær annir. Fyrri önnin er frá skólabyrjun í ágúst og fram í janúar. Seinni önnin er frá janúar og til skólaloka í júní. Formlegu lokamati til nemenda og forráðamanna þeirra er skilað á samráðsdegi við annarlok í janúar og júní. Á samráðsdegi koma saman nemendur, forráðamenn og kennarar, í formlegu samtali, þar sem farið er yfir önnina, líðan, markmið, væntingar og lokamat. Á þessum samráðsdegi er skriflegt lokamat undirritað af þessum aðilum og er þar með orðið formlegt. Jafnframt er samráðsdagur í október til að fara yfir og ræða skólabyrjunina og fyrstu vikur skólaársins.

Í Norðlingaskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað námsmat sem byggir á fjölbreyttum aðferðum, leiðsagnarmati, sjálfsmati nemenda, frammistöðumati, jafningjamati, matssamtölum og hefðbundnum prófum svo eitthvað sé nefnt. Lögð er áhersla á símat, þ.e. að stöðugt fari fram mat og endurgjöf til nemenda sem ætlað er að auðvelda þeim, foreldrum þeirra og kennurum að skipuleggja áframhaldandi nám hvers nemanda. Það mikilvægasta sem námsmati er ætlað að segja til um er hvaða hæfniviðmiðum hver og einn nemandi hefur náð og hvaða færni og leikni hann hefur tileinkað sér á námstímanum. Sérstök áhersla er jafnframt á að meta lykilhæfni s.s. skólafærni, félagsfærni og námsfærni.

Námsmat Norðlingaskóla, útfærsla þess og fyrirkomulag er í stöðugri þróun. Síðastliðinn vetur og áfram í vetur er unnið að því að efla rafrænt mat í gegnum Mentor með það að markmiði að efla símat og bæta upplýsingagjöf til foreldra og nemenda.

 

1.-2. bekkur  viðmið

3.-4. bekkur viðmið

5.-7. bekkur viðmið

8.-10. bekkur viðmið