Skip to content

Jólasmiðjur 11.-13. desember

Hinar árlegu jólasmiðjur hafa staðið yfir síðustu þrjá daga og það er heldur betur kominn jólabragur á skólann. Nemendur fóru í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar og bökuðu piparkökur, útbjuggu jólaskraut, skreyttu skólann, spiluðu jólaspil og fleira. Þeir eldri aðstoðuðu hina yngri og sérlega góður jólaandi var yfir öllu. Hér má sjá nokkrar myndir frá jólasmiðjunum.