Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ljóðskáld, lestrarhestar, tvítyngdir nemendur og aðrir íslenskusnillingar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Alls tóku 70 grunnskólanemar við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu og hafa aldrei fleiri hampað verðlaununum en þau voru nú veitt í þrettánda sinn. Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu verðlaunin voru Sara Björk Káradóttir 4. bekk, Signý Harðardóttir 7. bekk og Katrín María Eiríksdóttir 10. bekk.

Við óskum verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju!

Hér má sjá myndir frá deginum.