Skip to content

Norðlingaskóli tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli en Heilbrigði og velferð eru einn af sex grunnþáttum menntunar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.

Verkefninu Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu með því að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.

Áhersluþættir Heilsueflandi grunnskóla eru átta og má sjá á meðfylgjandi mynd frá Embætti landlæknis.