Skip to content

Göngum í skólann

Nú er aðeins lokaspretturinn eftir af átakinu Göngum í skólann. Því miður hefur veðrið ekki verið okkur sérstaklega hliðhollt en þá er ekkert annað að gera en að klæða sig vel áður en arkað er af stað.

Vert er að rifja upp hve góð áhrif dagleg ganga hefur á heilsu okkar, bæði andlega og líkamlega.

  • Ganga hefur jákvæð áhrif á geðið og það án þess að þú takir eftir því. En dagleg ganga eykur athyglisgáfuna og sjálfstraustið.
  • Gangan hefur góð áhrif á vitsmunalega getu okkar en sannað þykir að sterk tengsl séu á milli göngunnar og vitsmunalegrar færni okkar.
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að gangan getur dregið úr hættunni á of háum blóðþrýstingi.
  • Draga má úr líkum á því að þróa með sér sykursýki með því að vera duglegur að ganga.
  • Gangan styrkir líkamann og kemur í veg fyrir of mikið tap vöðvamassa.
  • Dagleg ganga getur fært okkur nokkur ár í viðbót hér á jörðinni.