Skip to content
30 sep'19

3. bekkur á landnámssýningu

bekkur heimsótti Landnámssýninguna í september. Heimsóknin er hluti af smiðjum og nemendur ferðuðust á sýninguna með strætó. Á sýningunni fræddust krakkarnir um lífið á Íslandi við landnám og sáu margt forvitnilegt. Hér má sjá fleiri myndir.    

Nánar
25 sep'19

Vináttusmiðja á miðstigi

Undanfarnar vikur höfum við á miðstigi verið að vinna með vináttuna og það hvað orð geta sært mikið. Nemendur unnu saman í hópum að því að skapa þeirra eigin manneskju á sínu reki, lögðu í það mikla vinnu og alúð og sköpuðu henni sögu, tilfinningar og umhverfi. Að því loknu skrifuðu þau á manneskjuna öll…

Nánar
23 sep'19

Samráðsdagur 1. október

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður þriðjudaginn 1. október. Opnað hefur verið fyrir skráningu í Mentor og verður hægt að skrá viðtöl fram að miðnætti 30. september. Þegar þið skráið ykkur inn í Mentor er þar ljósblá flís sem á stendur ,,Bóka foreldraviðtal“. Þar undir getið þið valið tíma fyrir viðtalið. Athugið að…

Nánar
18 sep'19

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Þau gleðitíðindi bárust okkur við lok síðasta skólaárs að Norðlingaskóli hefði hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar en sjóðurinn vill stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Sjóðurinn styrkir 30 skóla í ár og nema styrkirnir samtals tæpum 12 milljónum króna og er úthlutað vegna námskeiða, námsefnisgerðar, kaupa…

Nánar
06 sep'19

Námskynningar

Á næstu dögum fara fram námskynningar á öllum stigum fyrir foreldra. Kynningarnar fara fram á námssvæði viðkomandi námshóps. Þær verða sem hér segir: 1.-2. bekkur: Mánudagurinn 9. september klukkan 8:30 3.-4. bekkur: Föstudagurinn 13. september klukkan 8:30 5.-7. bekkur: Miðvikudagurinn 11. september klukkan 8:30 8.-10. bekkur: Miðvikudagurinn 18. september klukkan 8:30 Eftir kynningarnar verða örstuttir…

Nánar
04 sep'19

Fyrsta söngstund vetrarins og Sif sextug!

Í dag fór fyrsta söngstund vetrarins fram í Mörkinni og allir nemendur og starfsfólk skólans sungu saman fullum hálsi undir stjórn Þráins. Þessi fyrsta söngstund var sérstaklega skemmtileg því skólastýran okkar hún Sif verður sextug á föstudaginn. Afmælisbarnið stórglæsilega fékk að sjálfsögðu 700 radda afmælissöng og nokkur hundruð knús af því tilefni!

Nánar
29 ágú'19

3. bekkur í útivistarsmiðju

Nú er starfið komið á fullt hjá öllum námshópum og þar á meðal smiðjurnar. 3. bekkur er í útivistarsmiðju og byrjaði á því að ganga í kringum Rauðavatn.

Nánar
19 ágú'19

Fyrsta fréttabréf skólaársins

Kæru foreldrar/forráðamenn, fyrsta fréttabréf haustsins er nú komið í loftið en þar er að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar varðandi upphaf skólaársins. Skólaboðunargögn eru svo aðgengileg á heimasíðu skólans, s.s. bréf frá umsjónarkennurum, drög að stundaskrám o.fl. Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 411-7640 eða með tölvupósti: nordlingaskoli@rvkskolar.is.

Nánar
12 ágú'19

Upphaf skólaársins 2019-2020

Skrifstofa Norðlingaskóla hefur nú opnað eftir sumarfrí og er hún opin alla virka daga frá 7:45 til 16:00 nema á föstudögum til kl. 14:00. Skólasetning Norðlingaskóla haustið 2019 fer fram í Björnslundi fimmtudaginn 22. ágúst kl. 16:00 og eru allir velkomnir sem áhuga og tök hafa á. Þar fer skólastjóri yfir upphaf skólastarfsins þetta haustið, við…

Nánar
12 ágú'19

Óskilamunir

Kæru foreldrar/forráðamenn! Óskilamunir eru aðgengilegir í aðalanddyri skólans til og með 22. ágúst, eftir það verður farið með þá í Rauða krossinn.  

Nánar