Skip to content
25 sep'20

Náms- og kennsluáætlanir

Nú eru náms- og kennsluáætlanir í öllum námsgreinum aðgengilegar hér á heimasíðunni undir ,Nám og kennsla’. Einnig minnum við á að allir eiga að hafa fengið námskynningar í tölvupósti frá kennarateymunum.

Nánar
09 sep'20

Vinningshafi í sumarlestri

Á söngstund í dag héldum við upp á dag læsis sem er 8. september ár hvert. Af því tilefni drógum við úr sumarlestrarlandakortum sem nemendur skiluðu inn. Heppnin var með Róberti Árna í 2. bekk sem var duglegur að lesa í sumar líkt og margir aðrir nemendur. Hann fékk að launum nýja útgáfu af Harry…

Nánar
08 sep'20

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur Norðlingaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ þann 7. september. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir því það stytti upp rétt á meðan hlaupið stóð yfir. Fyrst stjórnaði Sandra Rán íþróttakennari upphitun og svo hlupu allir af stað. Hægt var að velja um að hlaupa 2.5 km, 5 km, 7.5 km eða 10 km. Frábært hlaup í…

Nánar
02 sep'20

Sumarlestur – skil á lestrarlandakortum

Kæru foreldrar/forráðamenn! Í vor fengu allir nemendur í 1.-7. bekk afhend lestrarlandakort til að halda utan um sumarlesturinn. Nú er komið að því að sjá hvort heppnin verði með einhverjum lestrarhestinum! Vinningslíkurnar eru tvöfaldar því það er bæði hægt að fara í pott hjá Menntamálastofnun og Norðlingaskóla. Síðasti dagur til að skila lestrarlandakortinu er n.k.…

Nánar
21 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Kæru foreldrar og nemendur í Norðlingaskóla   Nú fer að færast líf og fjör í skólann okkar og við erum full tilhlökkunar að fá nemendur í hús og hefja skólastarfið næstkomandi mánudag, á skólasetningardegi 24. ágúst. Eins og ykkur er kunnugt um fellur hefðbundin skólaboðun niður og skólasetning verður með breyttu sniði þar sem hún…

Nánar
18 jún'20

Skólasetning og opnunartími skrifstofu

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skóladagatalið fyrir 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna og verður skólasetning 24. ágúst og skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar 16. júní og opnar aftur 4. ágúst.

Nánar
15 jún'20

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Þau gleðitíðindi bárust okkur á vordögum að Norðlingaskóli hefði hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar en sjóðurinn vill stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Í ár styrkir sjóðurinn 28 skóla um sem nemur 9 milljónum króna og er úthlutað vegna námskeiða, námsefnisgerðar, kaupa á smærri tækjum í…

Nánar
10 jún'20

SUMARLESTUR!

Kæru foreldrar/forráðamenn! Nú er sumarfríið hafið hjá nemendum og verður það vonandi gott og gjöfult. Það er mikilvægt að halda lestrarfærninni við yfir sumartímann en á sumrin gefast ótal ný og spennandi tækifæri á góðum lestrarstundum fyrir fjölskylduna. Allir nemendur í 1.-7. bekk fengu lestrarlandakort með vitnisburðinum sínum við skólalok sem tilvalið er að nota…

Nánar
06 jún'20

Útskrift 10. bekkjar

Það var allt í senn – spenningur, gleði, eftirvænting og söknuður þegar nemendur í 10. bekk voru brautskráðir frá Norðlingaskóla föstudaginn 5. júní. Hér má sjá myndir frá útskriftinni. 

Nánar
04 jún'20

Norðlingaleikar 2020

Norðlingaleikarnir fóru fram í dag í blíðskaparveðri. Það var mikil spenna og gleði og leikarnir tókust vel í alla staði. Hér má sjá myndir frá deginum. 

Nánar