Skip to content
17 nóv'20

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ljóðskáld, lestrarhestar, tvítyngdir nemendur og aðrir íslenskusnillingar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Alls tóku 70 grunnskólanemar við verðlaununum í hverjum skóla fyrir sig. Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu verðlaunin voru Kar­en Dís Vig­fús­dótt­ir í 4. bekk, Svala Sæ­mundsen í 7. bekk og Embla Mar­grét Hreims­dótt­ir í 10.…

Nánar
31 okt'20

Tilkynning frá skólanum – Important notice from school

English below Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla. Nú liggur fyrir sú ákvörðun að starfsdagur verður í skólum borgarinnar mánudaginn 2. nóvember til að stjórnendur og starfsmenn skóla- og frístundastarfsins geti undirbúið skipulag á skólastarfinu í samræmi við nýja sóttvarnarreglur. Nemendur mæta því ekki í skólann og frístund fyrr en þriðjudag 3. nóvember. Stjórnendur…

Nánar
20 okt'20

Starfsdagur og vetrarfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við viljum minna ykkur á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október og vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag, 22., 23. og 26. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað í vetrarfríinu en er opið á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október fyrir þau sem þar hafa nú…

Nánar
16 okt'20

Norðlingaskóli stofnun ársins 2020

Þær gleðilegu fréttir bárust miðvikudaginn 14. október að Norðlingaskóli hefði hlotið þann heiður að vera Stofnun ársins 2020 í könnun Sameykis. Könnunin nær til um 12.000 starfsmanna í opinberri þjónustu og í henni er spurt um starfsumhverfi, trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju í starfi, stolt og…

Nánar
14 okt'20

Bleikur dagur föstudaginn 16. október

Föstudagurinn 16. októberer Bleiki dagurinn en líkt og undanfarin ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum og nýtir bleika litinn til að minna á baráttuna. Okkur langar til að halda hann hátíðlegan hér í Norðlingaskóla með því að hvetja nemendur og starfsfólk til að mæta sem allra bleikust þann dag og nýta…

Nánar
06 okt'20

Sundkennsla fellur niður 6.-16. október vegna Covid-19

Sundkennsla fellur niður næsta hálfa mánuðinn, 6.-16. október, vegna Covid-19. Skóla- og frístundasvið í samráði við neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fella niður sundkennslu í almenningssundlaugum næsta hálfa mánuðinn eða til og með föstudeginum 16. október. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að í almenningslaugum eru nemendur í miklu návígi við aðra einstaklinga, bæði…

Nánar
01 okt'20

Samráðsdagur 6. október

Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður þriðjudaginn 6. október, eins og fram kemur á skóladagatali. Vegna sóttvarnaákvæða verða ekki hefðbundin samráðsviðtöl að þessu sinni og verður því boðið upp á símafundi í 1.-7. bekk en val er um símafund eða fjarfund í gegnum Meet í 8. -10. bekk. Opnað verður fyrir skráningu samráðsviðtala fimmtudaginn 1.…

Nánar
29 sep'20

Lengd viðvera 6. október

Lengd viðvera verður í Klapparholti 6. október. Skráning er þegar hafin en henni lýkur föstudaginn 2. október kl. 12:00. Ef barn ætlar að mæta á lengda viðveru þá þarf alltaf að skrá þó svo það sé vanalega skráð á þessum degi. Skráning fer fram HÉR Skráning í lengda viðveru er bindandi og er ekki hægt…

Nánar
25 sep'20

Náms- og kennsluáætlanir

Nú eru náms- og kennsluáætlanir í öllum námsgreinum aðgengilegar hér á heimasíðunni undir ,Nám og kennsla’. Einnig minnum við á að allir eiga að hafa fengið námskynningar í tölvupósti frá kennarateymunum.

Nánar
09 sep'20

Vinningshafi í sumarlestri

Á söngstund í dag héldum við upp á dag læsis sem er 8. september ár hvert. Af því tilefni drógum við úr sumarlestrarlandakortum sem nemendur skiluðu inn. Heppnin var með Róberti Árna í 2. bekk sem var duglegur að lesa í sumar líkt og margir aðrir nemendur. Hann fékk að launum nýja útgáfu af Harry…

Nánar