Skip to content
24 sep'21

Göngum í skólann

Varðandi verkefnið Göngum í skólann þá væri gaman að fá teikningar frá nemendum (1.-10. bekkur) sem tengjast göngu eða einhvers konar hreyfingu. Veggir skólans verða skreyttir með myndunum. Skila skal myndum á skrifstofu skólans fyrir föstudaginn 1. október.

Nánar
24 sep'21

Undirbúningsdagur 27. september

Mánudaginn 27. september verður undirbúningsdagur kennara, nemendur mæta ekki í skólann en Klapparholt er opið fyrir þá nemendur sem hafa verið skráðir sérstaklega þennan dag.

Nánar
21 sep'21

Gul veðurviðvörun

Í dag, þriðjudaginn 21. september, er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Viðvörunin er í gildi á þeim tíma þegar börn eru á leið heim úr skóla. Við minnum á leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn varðandi röskun á skólastarfi. Forsjáraðilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð…

Nánar
17 sep'21

Áfram göngum við…

Vonandi eru allir duglegir að ganga í skólann. Þegar gengið er í skólann er nauðsynlegt að þekkja bestu og öruggustu leiðina. Í mynd Umferðarstofu, Á leið í skólann, er ágæt leiðsögn fyrir foreldra um það hvernig best sé að trygga öryggi barna á leið til og frá skóla. Farið er yfir nokkur atriði sem mikilvægt…

Nánar
10 sep'21

Göngum í skólann

Eins og fram hefur komið var verkefnið Göngum í skólann sett af stað á miðvikudaginn var. Hér má sjá skemmtilega frétt frá þeim degi: https://www.mbl.is/born/frettir/2021/09/08/radherrar_raestu_gongum_i_skolann/ Ávinningurinn af verkefninu Göngum í skólann er gríðarlega mikill og mikilvægt að hvetja börnin til þess að hreyfa sig og tileinka sér sem öruggastan ferðamáta til og frá skóla. Í…

Nánar
09 sep'21

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann var sett með formlegum hætti á landsvísu í Norðlingaskóla í gær. Viðstaddir voru góðir gestir og nemendur í 5. bekk skólans. Þrír ráðherrar tóku þátt í dagskránni, þau Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Ráðherrarnir fluttu stutt ávörp, hvöttu nemendur til hreyfingar,…

Nánar
06 sep'21

Göngum í skólann

Eins og fram hefur komið í tölvupósti til forelda þá hefst verkefnið Göngum í skólann miðvikudaginn 8. september og stendur yfir til 6. október. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem Norðlingaskóli hefur tekið þátt í. Með verkefninu eru börn hvött til að tileinka sér virkan ferðamáta þegar farið er til og frá skóla ásamt…

Nánar
20 ágú'21

Skólasetning

Kæru foreldrar og nemendur í Norðlingaskóla   Nú fer að færast líf og fjör í skólann okkar og við erum full tilhlökkunar að fá nemendur í hús og hefja skólastarfið næstkomandi mánudag, á skólasetningardegi 23. ágúst. Eins og ykkur er kunnugt um fellur hefðbundin skólaboðun niður og skólasetning verður með breyttu sniði þar sem hún…

Nánar
18 jún'21

Sumarlokun skrifstofu og upphaf næsta skólaárs

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með mánudeginum 21. júní og opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Skólasetning er 23. ágúst n.k., tímasetning verður send út til foreldra þegar nær dregur. Skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Hér má sjá skóladagatal skólaársins 2021-2022.

Nánar