Skip to content
24 mar'21

Hertar sóttvarnaraðgerðir – Skóla- og frístundastarf fellt niður

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla. English below. Ljóst er að eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, varðandi hertar aðgerðir í sóttvarnarmálum, að þá fellur allt skóla- og frístundastarf nemenda niður frá og með miðnætti í kvöld fram til 1. apríl (skírdagur) eða nánar tiltekið fram yfir páskaleyfi. Þetta þýðir einnig að páskafrístund í 1.-4.…

Nánar
15 mar'21

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram á dögunum og stóðu allir nemendur sig með mikilli prýði. Það voru þær Elín Vitalija, Hulda Björg og Vigdís Bára sem voru í þremur efstu sætunum og voru þær því fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæjarkirkju þann 11. mars.

Nánar
15 feb'21

Nýtt fréttabréf

Hér má nálgast nýtt fréttabréf skólans þar sem má sjá fréttir og svipmyndir úr skólastarfinu.

Nánar
03 feb'21

Undirbúningsdagur 5. febrúar

Föstudaginn 5. febrúar er sameiginlegur undirbúningsdagur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Árbæ og því eru skólinn og Klapparholt lokað þennan dag.

Nánar
11 jan'21

Matsdagur, samráðsdagur og undirbúningsdagur

Þriðjudaginn 12. janúar er matsdagur samkvæmt skóladagatali en þá lýkur skóla á hádegi. Frístund tekur við fyrir þau sem þar eru skráð. Mánudagurinn 18. janúar er samráðsdagur, opnað hefur verið fyrir skráningu í foreldraviðtöl á Mentor sem fara fram með fjarfundarsniði, sjá nánari leiðbeiningar í tölvupósti frá stjórnendum. Þriðjudagurinn 19. janúar er undirbúningsdagur starfsmanna fyrir…

Nánar
15 des'20

Þakkir frá starfsfólki Norðlingaskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn Hingað  komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins, Gyða Dögg Jónsdóttir formaður og Sigríður Pétursdóttir í gærmorgun og færðu kennurum og starfsfólki dýrindis tertur sem þakklætisvott og jólakveðju fyrir vel unnin störf á skrýtnum tímum.  Þetta var sannkallaður aðventuglaðningur inn í jólaannirnar í skólanum.  Mikil gleði var með terturnar og voru þeim gerð góð…

Nánar
09 des'20

Jólatré sótt í reit Skógræktarfélags Reykjavíkur við Rauðavatn

Einn af skemmtilegu jólasiðunum okkar í Norðlingaskóla er að nemendur í 1. og 10. bekk ganga saman upp í Heiðmörk eða á annan þann stað sem finna má jólatré sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur plantað. Skógræktarfélagið hefur frá stofnun skólans verið svo vinsamlegt að gefa okkur veglegt jólatré sem nemendur og starfsfólk hafa notið þess að…

Nánar
25 nóv'20

Vond veðurspá – leiðbeiningar og viðbrögð

Kæru foreldrar Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember, kl. 12:00 sem gildir, eins og er, til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember Hér eru nýjar leiðbeiningar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem ætlaðar eru foreldrum og varða viðbrögð við óveðri í skólastarfi. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur vel þessar leiðbeiningar sem jafnframt…

Nánar
20 nóv'20

Gleði í snjónum!

Það var glatt á hjalla í útiveru í dag þar sem það var nægur snjór til að gera ýmislegt skemmtilegt. Nemendur í 3.-4. bekk voru vel búnir og nýttu tækifærið til að skemmta sér í snjónum.

Nánar