Skip to content
26 feb'20

Bekkjarþing hjá 3.-4. bekk

Þann 20. febrúar héldu 3. og 4. bekkur glæsilegt bekkjarþing sem er liður í því að auka nemendalýðræði í skólanum. Dagana á undan undirbjuggu nemendur sig með því að ræða ýmis málefni sem tengjast því að vera hluti af skólasamfélaginu, komast að sameiginlegri niðurstöðu og skipuleggja svo hver segir hvað á þinginu. Bekkjarþingið gekk framar…

Nánar
25 feb'20

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram á dögunum. Nemendur hafa æft stíft í vetur og allir stóðu sig með mikilli prýði. Þrjár undankeppnir fóru fram föstudaginn 21. febrúar og lokakeppnin fór fram 24. febrúar þar sem 15 nemendur kepptust um að fara fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppnina í Guðríðarkirkju. Í fyrsta sæti var Signý Harðardóttir,…

Nánar
19 feb'20

María í 3. bekk vinningshafi í eldvarnargetraun

Hún María í 3. bekk var svo heppin að vera dregin út í eldvarnargetrauninni 2019, hún fékk afhent verðlaun frá forseta Íslands á 112 deginum  þann 11. febrúar s.l. í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan og samstarfsaðilar efndu til móttöku. Við óskum Maríu innilega til hamingju!

Nánar
23 jan'20

Miðstig í spjaldtölvum

Nemendur á miðstigi fengu að prófa sig áfram í spjaldtölvum í dag. Þau æfðu sig í forritum sem heita OSMO og LIGHTBOT sem er forritunarapp. Hvort tveggja eru þetta námsforrit og voru nemendur mjög áhugasamir. Hér má sjá fleiri myndir. 

Nánar
20 jan'20

Upptakturinn 2020

Hér er spennandi tækifæri fyrir nemendur í 5.-10. bekk! Nánari upplýsingar um Upptaktinn má sjá hér.

Nánar