Skip to content
18 jún'20

Skólasetning og opnunartími skrifstofu

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skóladagatalið fyrir 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna og verður skólasetning 24. ágúst og skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar 16. júní og opnar aftur 4. ágúst.

Nánar
10 jún'20

SUMARLESTUR!

Kæru foreldrar/forráðamenn! Nú er sumarfríið hafið hjá nemendum og verður það vonandi gott og gjöfult. Það er mikilvægt að halda lestrarfærninni við yfir sumartímann en á sumrin gefast ótal ný og spennandi tækifæri á góðum lestrarstundum fyrir fjölskylduna. Allir nemendur í 1.-7. bekk fengu lestrarlandakort með vitnisburðinum sínum við skólalok sem tilvalið er að nota…

Nánar
06 jún'20

Útskrift 10. bekkjar

Það var allt í senn – spenningur, gleði, eftirvænting og söknuður þegar nemendur í 10. bekk voru brautskráðir frá Norðlingaskóla föstudaginn 5. júní. Hér má sjá myndir frá útskriftinni. 

Nánar
04 jún'20

Norðlingaleikar 2020

Norðlingaleikarnir fóru fram í dag í blíðskaparveðri. Það var mikil spenna og gleði og leikarnir tókust vel í alla staði. Hér má sjá myndir frá deginum. 

Nánar
30 maí'20

Dagskrá síðustu skólavikuna

Kæru foreldrar/forráðamenn. Hér gefur að líta dagskrá fyrir síðustu skólavikuna: 2. júní – þriðjudagur: Starfsdagur. Klapparholt er opið fyrir þá sem þar eru skráðir. 3. júní – miðvikudagur: Norðlingaleikasmiðja. Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30. 4. júní – fimmtudagur: Norðlingaleikar og vitnisburður afhentur Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30.…

Nánar
18 maí'20

Skóladagatal 2020-2021

Kæru foreldrar og forráðamenn, á meðfylgjandi slóð má sjá skóladagatal næsta skólaárs, 2020-2021. Skóladagatalið er birt með fyrirvara þar sem skóla- og frístundasvið á eftir að samþykkja það, en kennarar og skólaráð hafa samþykkt skóladagatalið. Skóladagatal 2020-2021, birt með fyrirvara

Nánar
11 maí'20

Forritunar- og tæknikennsla eflist með styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Í júní 2019 fékk Norðlingaskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar en hlutverk sjóðsins er að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Styrkurinn var nýttur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu (Osmo forritunarleikjum og vélmennunum Dash og Dot) og einkum hugsaður fyrir nemendur í 1.-4. bekk en…

Nánar
05 maí'20

Til foreldra – 4. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn Fyrsti heili skóladagurinn eftir langt hlé gekk mjög vel og krakkarnir sýnilega glöð að hitta félaga sína og kennara. Hér er tvennt sem við viljum koma á framfæri við ykkur. Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur á að takmarkanirnar á skólastarfi snúa fyrst og fremst að starfsmönnum, kennurum og foreldrum…

Nánar
29 apr'20

Starfsdagar og skólastarf frá 4. maí

Kæru foreldrar/forráðamenn. Starfsdagar sem vera áttu 22. og 24. apríl verða færðir yfir á dagana 22. maí (starfsdagur skóla og frístundar) og 2. júní (starfsdagur skóla, frístund er opin). Vegna Covid-19 gaf skóla- og frístundasvið (SFS) skólum heimild til að færa starfsdaga í apríl til, að höfðu samráði við kennara, frístundina, leikskólann og skólaráð. Sú…

Nánar
03 apr'20

Páskafrí og nýtt fréttabréf

Í dag föstudag 3. apríl hefst páskafrí hjá öllum nemendum og stendur fram til 13. apríl en skólinn hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl. Frístundaheimilið Klapparholt verður með starfsemi mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, fyrir þá sem þar eru sérstaklega skráðir. Vinsamlegast fylgist vel með póstum sem koma frá skólanum vegna breytinga sem upp…

Nánar