Skip to content
13 des'19

Jólasmiðjur 11.-13. desember

Hinar árlegu jólasmiðjur hafa staðið yfir síðustu þrjá daga og það er heldur betur kominn jólabragur á skólann. Nemendur fóru í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar og bökuðu piparkökur, útbjuggu jólaskraut, skreyttu skólann, spiluðu jólaspil og fleira. Þeir eldri aðstoðuðu hina yngri og sérlega góður jólaandi var yfir öllu. Hér má sjá nokkrar myndir frá…

Nánar
12 des'19

Jólasöngstund og jólazumba 6. desember

Það var mikið fjör föstudaginn 6. desember á jólahúfu- og náttfatadaginn. Við byrjuðum daginn á jólasöngstund sem Þráinn Árni stjórnaði og svo tók Sandra við með jólazumba. Það var mikil stemmning eins og sjá má á myndunum.

Nánar
12 des'19

Rithöfundaheimsóknir í aðdraganda jóla

Við fengum nokkra rithöfunda í heimsókn til okkar í aðdraganda jóla sem lásu upp fyrir nemendur úr nýjum bókum og kynntu sig og sín störf. Bergrún Íris Sævarsdóttir og Arndís Þórarinsdóttir heimsóttu 1.-4. bekk  með sínar bækur, Arndís með Nærbuxnanjósnarana og Bergrún Íris með Langelstur að eilífu og Kennarinn sem hvarf, Blær Guðmundsdóttir kom einnig…

Nánar
10 des'19

Áríðandi! Vegna slæmrar veðurspár.

Starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík fellur niður í dag, þriðjudaginn 10. desember, vegna þeirrar slæmu veðurspár sem gert er ráð fyrir að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Klapparholt er því lokað í dag og foreldrar beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum klukkan 13:45. Eldri nemendur fara einnig  beint heim að skóladegi loknum…

Nánar
06 des'19

1. og 10. bekkur sækja jólatré

2. desember s.l. fóru 1. og 10. bekkur saman samkvæmt hefð að sækja jólatré út í Heiðmörk. Krakkarnir gengu út í Heiðmörk í heldur blautu veðri þar sem þau fengu kakó og fundu jólatré fyrir skólann sem mun prýða Mörkina okkar von bráðar, Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Nánar
04 des'19

7. bekkur sýnir leikritið Narníu 4. og 5. desember. Fjölmennum á sýninguna!

Nánar
18 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ljóðskáld, lestrarhestar, tvítyngdir nemendur og aðrir íslenskusnillingar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Alls tóku 70 grunnskólanemar við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu og hafa aldrei fleiri hampað verðlaununum en þau voru nú veitt í þrettánda sinn. Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu verðlaunin voru Sara Björk…

Nánar
18 nóv'19

Starfsdagur í skóla og frístund

Þriðjudaginn 19. nóvember er sameiginlegur starfsdagur leik- og grunnskóla í Árbæ, einnig er starfsdagur á frístundaheimilum þennan dag og skólinn og Klapparholt því lokað .

Nánar
31 okt'19

Kveðja frá fráfarandi stjórn Vaðsins

Heil og sæl kæru foreldrar í Norðlingaskóla. Ég vil byrja á því að þakka ykkur, foreldrum við skólann, kærlega fyrir komuna á aðalfund og fræðslukvöld foreldra við skólann. Mikið var gaman að sjá hversu margir foreldrar eru tilbúnir að viðhalda þvi samfélagi foreldra sem við saman höfum skapað með skólanum.  Samstarf og vettvangur foreldra að…

Nánar