Skip to content
23 jan'20

Miðstig í spjaldtölvum

Nemendur á miðstigi fengu að prófa sig áfram í spjaldtölvum í dag. Þau æfðu sig í forritum sem heita OSMO og LIGHTBOT sem er forritunarapp. Hvort tveggja eru þetta námsforrit og voru nemendur mjög áhugasamir. Hér má sjá fleiri myndir. 

Nánar
20 jan'20

Upptakturinn 2020

Hér er spennandi tækifæri fyrir nemendur í 5.-10. bekk! Nánari upplýsingar um Upptaktinn má sjá hér.

Nánar
13 jan'20

Harry Potter vika í unglingadeild

Fyrstu vikuna í janúar annað hvert ár breytist unglingadeild Norðlingaskóla í Hogwarts, galdraskólann úr Harry Potter bókunum. Nemendum er skipt niður á vistirnar fjórar; Slytherin, Ravenclaw, Gryffindor og Hufflepuff. Nemendur og kennarar klæðast búningum alla vikuna og nemendur sjá alfarið um að útbúa sína vist og liggur mikill metnaður þar að baki. Kennarar Hogwarts heimsækja…

Nánar
09 jan'20

Áríðandi!

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn undir 12 ára aldri í lok skóla og frístundastarfs í dag, fimmtudaginn 9. janúar. Sjá tilkynningu frá skóla- og frístundasviði.

Nánar
18 des'19

Skólinn kominn í jólabúning

Nú er skólinn heldur betur kominn í jólabúning en nemendur skreyttu skólann hátt og lágt í jólasmiðjunum. Hugmyndaflug okkar frábæru nemenda á sér engin takmörk eins og myndirnar sýna! Við hlökkum til að gleðjast með ykkur í jólaskólanum fimmtudaginn 19. desember en upplýsingar um fyrirkomulag og dagskrá er að finna í fréttinni hér á undan.

Nánar
13 des'19

Jólasmiðjur 11.-13. desember

Hinar árlegu jólasmiðjur hafa staðið yfir síðustu þrjá daga og það er heldur betur kominn jólabragur á skólann. Nemendur fóru í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar og bökuðu piparkökur, útbjuggu jólaskraut, skreyttu skólann, spiluðu jólaspil og fleira. Þeir eldri aðstoðuðu hina yngri og sérlega góður jólaandi var yfir öllu. Hér má sjá nokkrar myndir frá…

Nánar
12 des'19

Jólasöngstund og jólazumba 6. desember

Það var mikið fjör föstudaginn 6. desember á jólahúfu- og náttfatadaginn. Við byrjuðum daginn á jólasöngstund sem Þráinn Árni stjórnaði og svo tók Sandra við með jólazumba. Það var mikil stemmning eins og sjá má á myndunum.

Nánar