Skip to content

Forritunar- og tæknikennsla eflist með styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Í júní 2019 fékk Norðlingaskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar en hlutverk sjóðsins er að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Styrkurinn var nýttur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu (Osmo forritunarleikjum og vélmennunum Dash og Dot) og einkum hugsaður fyrir nemendur í 1.-4. bekk en nýtist þó öllum nemendum skólans. Í vetur hafa kennarar í yngri bekkjum innleitt þennan búnað í kennslu með afar góðum árangri hjá áhugasömum nemendum. Vonir standa til þess að auka tækjakostinn sem og fræðslu meðal starfsfólks og efla þannig enn frekar umfang upplýsingatækni í kennslu í Norðlingaskóla.