Foreldrarölt 5.-10. bekkjar.

Tímatafla foreldrarölts 2015 -16

Foreldrarölt Norðlingaskóla skýrsla

Breytingar á foreldraröltinu

Foreldraröltið hefst nú kl. 21.00 - 22.30. Upphafs og endastaður er OLÍS. Þar er mappa/kassi merktur Foreldrafélaginu Vaðinu-foreldrarölt. Þar eru röltskýrslur til að fylla út eftir gönguna. Skilja má skýrsluna eftir í plastumslagi sem er í möppunni. Verslunarstjórinn sér um að setja möppuna fram á föstudögum og geymir hana fyrir okkur á skrifstofunni þess á milli.
Einnig eru í kassanum 4 endurskinsvesti merkt Foreldrarölt Norðlingaskóla. OLÍS býður rölturum kaffi :-)

Foreldrarölt 5.-10. bekkjar.

Ágætu foreldrar barna í 5.-10 bekk Norðlingaskóla.

Stjórn Foreldrafélagsins Vaðsins og bekkjarfulltrúar í unglingadeild ásamt kennurum og skólastjórnendum kynna og boða hér með áætlun til hverfarölts foreldra í ofantöldum námshópum.

Markmiðið með röltinu er m.a. forvarnarstarf, efla kynni foreldra, gefa þeim tækifæri til að kynnast hverfinu sínu frá öðru sjónarhorni og síðast en ekki síst nágrannavarsla. Með því að vera á ferli á þeim svæðum þar sem börnin halda sig mest, sýnum við þeim að okkur er ekki sama. Þetta brýtur frekar upp það mynstur sem annars yrði ef enginn fullorðinn væri á ferli. Nærvera foreldra er líklegri til að fæla frá landasala og aðra ólöglega starfsemi sem ætlað er að freista unglinganna.

Búið er að gera áætlun um hvaða mánuði hver árgangur tekur að sér röltið og er það í höndum bekkjarfulltrúa að raða í hópa og fylgja sínum hópum eftir. Höfum í huga að börnin okkar verða unglingar áður en okkur grunar. Látum þau alast upp við það að okkur er ekki sama um hvar þau eru eða hvað þau aðhafast.

Listi af viðkomustöðum td. í kring um skólann, leikskólann, Björnslund, Olís, bílageymsluna hjá Bros, skotið við innganginn í Fylkisseli, undirgöngin til móts við Hólmvað og nokkrir aðrir staðir verður gert

 Munið að foreldrar eru bestir í forvörnum - samtaka, ákveðnir og elskulegir.

Foreldrarölt er sjálfboðaliðastarf foreldra. Það er skipulagt af foreldrafélagi í viðkomandi skólahverfi. Markmiðið er að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga og að koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.

Í vetur er áætlunin svona:

Nóvember - 5. bekkur
Desember - 6. bekkur
Janúar - 7. bekkur
Febrúar - 8. bekkur
Mars - 9. bekkur
Apríl - 10. bekkur
Maí - óákveðið

Við hlökkum til góðs samstarfs við ykkur kæru foreldrar,

Fyrir hönd stjórnar Foreldrafélagsins Vaðsins,
Katrín Garðarsdóttir, formaður.