Foreldra- og starfsmannafélagið Vaðið

Fundargerðir/skýrslur

  Aðalfundur forelrafélagsins 4. nóvember 2015                                                                                                        Skýrsla formanns 4. nóvember 2015

  Vorskýrsla Vaðsins skólaárið 2011 - 2012                                                                                                      Haustskýrsla Vaðsins 2012 - 2013

Foreldrafélög eru í eðli sínu ólík öðrum félögum, t.d. verða foreldrar yfirleitt félagsmenn sjálfkrafa vegna skólagöngu barna sinna en ganga ekki formlega í félagið vegan áhuga á foreldrastarfi. Hlutverk foreldrafélags er margþætt og eru helstu áherslur þessar:

  • Styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla
  • Samstarfs- og samstöðuvettvangur foreldra innbyrðis
  • Upplýsingamiðlun og fræðslustarf

Eins og fram kemur í Aðalnámskrár grunnskóla 2011 er hlutverk foreldrafélags að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag skólans setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Kosning í stjórn fer fram á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti. Fulltrúar eru fimm talsins og kosnir til tveggja ára í senn, fjórir fulltrúar foreldra sem kosnir eru af foreldrum sem mæta á aðalfund og einn fulltrúi starfsmanna sem starfsfólk kýs úr sínum hópi.

Stjórn Foreldra- og starfsmannafélagsins Vaðið 2016-2017:

Katrín Garðarsdóttir, formaður.

Lilja Guðrún Björnsdóttir, varaformaður, fyrir hönd skólans,
Guðrún Helga Harðardóttir gjaldkeri,
Anna Kristín Kristjánsdóttir ritari.
Arna Hrönn Aradóttir

Meðstjórnendur:
Valgerður Tómasdóttir,
Harpa Ólafsdóttir,
Hildur Ólafsdóttir,
Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir og
Guðrún María Magnúsdóttir fyrir hönd skólans