Bekkjarfulltrúar og tengiliðir skóla skólaárið 2016-2017

Bekkjarfulltrúastarf í Norðlingaskóla er með þeim hætti að fjórir fulltrúar foreldra eru að meðaltali úr hverjum árgangi og gegnir hver bekkjarfulltrúi störfum í tvö ár í senn. Árlega koma því tveir nýir fulltrúar inn en tveir sitja áfram. Að vori vinnur stjórn foreldrafélagsins með skólastjórnendum og umsjónarkennurum að því að manna sem flestar bekkjarfulltrúastöður fyrir næsta skólaár til að skipulag starfsins geti hafist sem fyrst á haustdögum.

Í Norðlingaskóla er samkennsla árganga þar sem eftirfarandi árgöngum er kennt saman: 1. - 2. bekkur, 3. - 4. bekkur, 5. - 7. bekkur og 8. - 10. bekkur. Kennarateymi stýra hverjum námshópi og kemur hvert teymi sér saman um að skipa að meðaltali tvo umsjónarkennara sem tengiliði skólans við bekkjarfulltrúa í hverjum árgangi.