Áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun Norðlingaskóla

Helstu áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla hafa verið flokkaðar í sex meginþætti. Kynningarfundir og viðburðir eru látnir falla undir opið hús þar sem foreldrahópum er boðið í skólann á ákveðna kynningarfundi og viðburði en þeir hafa frjálsar hendur um hvort þeir sinna boðinu eða ekki. Aðrir þættir eru formleg foreldrasamskipti, rafræn samskipti, töskupóstur og samskipti í gegnum foreldrafélagið. Hér að neðan má sjá yfirlit um áhersluþætti í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun skólans og helstu markmið sem liggja að baki hverjum þætti.