Foreldrar

Samskipti foreldra og skóla geta verið margvísleg en samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti, samábyrgð og gagnkvæmu upplýsingaflæði. Komið hefur fram í rannsóknum að samstarf foreldra og skóla hefur alltaf jákvæð áhrif á skólastarf og stuðningur foreldra skilar sér meðal annars í betri líðan nemenda sem og bættri námsframmistöðu. Það er því til mikils að vinna að efla samstarf heimilis og skóla.

Í Norðlingaskóla starfar Foreldra- og starfsmannafélagið VAÐIÐ.