Skip to content

Foreldra- og starfsmannafélagið Vaðið

Almennar upplýsingar

Foreldrafélög eru í eðli sínu ólík öðrum félögum, t.d. verða foreldrar yfirleitt félagsmenn sjálfkrafa vegna skólagöngu barna sinna en ganga ekki formlega í félagið vegna áhuga á foreldrastarfi. Við Norðlingaskóla starfar sameiginlegt Foreldra- og starfsmannafélag sem ber heitið VAÐIÐ.

Eins og fram kemur í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er hlutverk foreldrafélags að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag skólans setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Í stjórn foreldrafélagsins sitja fjórir fulltrúar foreldra og einn fulltrúi starfsmanna. Sú hefð, að einn fulltrúi starfsmanna sitji í stjórn foreldrafélagsins, komst á strax við stofnun skólans. Þetta fyrirkomulag á að stuðla að því að skapa sterk tengsl milli starfsmanna og foreldrafélags þannig að upplýsingamiðlun og gagnkvæm samvinna um skólastarfið verði markviss.

Lög foreldra- og starfsmannafélags Norðlingaskóla - Vaðsins.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða lýst. Hér getur þú nálgast hana sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Fréttir úr starfi

Appelsínugul viðvörun, Orange weather warning, Stopień zagrożenia 2 (pomarańczowy alert)

Please note! It is possible to select different types of languages with the button in the top right corner. English and Polish below Appelsínugul veðurviðvörun er í…

Nánar