Skip to content

Foreldra- og starfsmannafélagið Vaðið

Almennar upplýsingar

Foreldrafélög eru í eðli sínu ólík öðrum félögum, t.d. verða foreldrar yfirleitt félagsmenn sjálfkrafa vegna skólagöngu barna sinna en ganga ekki formlega í félagið vegna áhuga á foreldrastarfi. Við Norðlingaskóla starfar sameiginlegt Foreldra- og starfsmannafélag sem ber heitið VAÐIÐ.

Eins og fram kemur í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er hlutverk foreldrafélags að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag skólans setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Í stjórn foreldrafélagsins sitja fjórir fulltrúar foreldra og einn fulltrúi starfsmanna. Sú hefð, að einn fulltrúi starfsmanna sitji í stjórn foreldrafélagsins, komst á strax við stofnun skólans. Þetta fyrirkomulag á að stuðla að því að skapa sterk tengsl milli starfsmanna og foreldrafélags þannig að upplýsingamiðlun og gagnkvæm samvinna um skólastarfið verði markviss.

 

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða lýst. Hér getur þú nálgast hana sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Fréttir úr starfi

Vinningshafi í sumarlestri

Á söngstund í dag héldum við upp á dag læsis sem er 8. september ár hvert. Af því tilefni drógum við úr sumarlestrarlandakortum sem nemendur skiluðu inn.…

Nánar