Skip to content

Fjölbreytt námsmat í Norðlingaskóla 

Leiðsagnarmat
Að nemandi fái uppbyggilega leiðsögn um verkefnin sín. Að nemendur fái tækifæri til að rýna í sína vinnu, leiðrétta, bæta og læra af.

Stöðumat
Það er próf eða verkefni sem gefur kennara sýn á hvaða hæfni nemandinn hefur náð og hvað þarf að leggja áherslu á í upphafi námsferils. Stöðumat (eða próf) henta líka vel í svokallað miðtímamat, þegar skoðað er hvort að nemendur hafi numið það sem til var ætlast áður en haldið er áfram.

Frammistöðumat
Markviss athugun og skráning. Marklisti, gátlisti, matslisti: Þar sem fyrst er sett markmið, merkt við þegar nemandi hefur farið yfir efnið og loks mat á færninni/hæfninni.

Ferilmappa
Nemendur velja verkefni í samráði við kennara til að setja í ferilmöppu. Ferilmappan á að sýna fram á ákveðna hæfni og að fyrirfram sett markmið hafi náðst.

Samtal og ígrundun
Nemendur sýna hæfni sína með umræðum annað hvort í rauntíma eða með podcasti. Kennari tekur reglulega viðtal við nemenda, setur markmið og ígrundar liðinn tíma.

Merki
Nemendur fá merki þegar þeir sýna skilning á ákveðinni aðferð, hugtaki eða öðru sem tilheyrir greinunum.

Lokamat
Er samantekt af einni eða fleiri námsmatsaðferðum þegar nemandi hefur lokið ákveðnum hluta í náminu. Það gefst ekki meiri möguleiki á leiðsögn.

Jafningjamat
Nemendur meta frammistöðu félaga sinna í afmörkuðum verkefnum út frá gefnum viðmiðum.

Sjálfsmat
Nemandi metur eigin frammistöðu út frá gefnum viðmiðum.