Skip to content

Dagskrá síðustu skólavikuna

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Hér gefur að líta dagskrá fyrir síðustu skólavikuna:
2. júní – þriðjudagur:
Starfsdagur.

Klapparholt er opið fyrir þá sem þar eru skráðir.

3. júní – miðvikudagur:

Norðlingaleikasmiðja.

Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30.

4. júní – fimmtudagur:

Norðlingaleikar og vitnisburður afhentur
Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30. Hugið að veðurspá vegna klæðnaðar þar sem leikarnir eru bæði innan- og utandyra. Nemendur koma heim með vitnisburðarblöð sín að skóla loknum.5. júní – föstudagur:
Samráðsdagur og útskrift 10. bekkinga
Sjá nánari upplýsingar um samráðsdaginn í tölvupósti frá stjórnendum.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að virða tveggja metra regluna á ferðum sínum um skólann og að ekki komi fleiri en tveir með hverju barni í viðtalið.6. júní – laugardagur:
Dagskrá fellur niður
Skólaslit og vorhátíð laugardaginn 6. júní fellur niður vegna fjöldatakmarkana samkvæmt samkomubanni.