Skip to content
06 jún'20

Útskrift 10. bekkjar

Það var allt í senn – spenningur, gleði, eftirvænting og söknuður þegar nemendur í 10. bekk voru brautskráðir frá Norðlingaskóla föstudaginn 5. júní. Hér má sjá myndir frá útskriftinni. 

Nánar
05 maí'20

Til foreldra – 4. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn Fyrsti heili skóladagurinn eftir langt hlé gekk mjög vel og krakkarnir sýnilega glöð að hitta félaga sína og kennara. Hér er tvennt sem við viljum koma á framfæri við ykkur. Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur á að takmarkanirnar á skólastarfi snúa fyrst og fremst að starfsmönnum, kennurum og foreldrum…

Nánar
29 apr'20

Starfsdagar og skólastarf frá 4. maí

Kæru foreldrar/forráðamenn. Starfsdagar sem vera áttu 22. og 24. apríl verða færðir yfir á dagana 22. maí (starfsdagur skóla og frístundar) og 2. júní (starfsdagur skóla, frístund er opin). Vegna Covid-19 gaf skóla- og frístundasvið (SFS) skólum heimild til að færa starfsdaga í apríl til, að höfðu samráði við kennara, frístundina, leikskólann og skólaráð. Sú…

Nánar
07 mar'20

Vegna yfirvofandi verkfalls Sameykis – Skólastarf í Norðlingaskóla frá 9. mars

Kæru foreldrar og forráðamenn í Norðlingaskóla (English version below) Eins og kemur fram í bréfi frá skóla- og frístundasviði (SFS), sjá viðhengi, skerðist skólastarf í næstu viku ef af verkfalli hjá Sameyki verður. Þeir starfsmenn sem fara í verkfall í Norðlingaskóla eru: Starfsfólk Klapparholts, stuðningsfulltrúar, skólaliðar, umsjónarmaður fasteigna, skrifstofustjóri ásamt starfsfólki mötuneytis. Verið er að…

Nánar
25 feb'20

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram á dögunum. Nemendur hafa æft stíft í vetur og allir stóðu sig með mikilli prýði. Þrjár undankeppnir fóru fram föstudaginn 21. febrúar og lokakeppnin fór fram 24. febrúar þar sem 15 nemendur kepptust um að fara fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppnina í Guðríðarkirkju. Í fyrsta sæti var Signý Harðardóttir,…

Nánar
13 jan'20

Harry Potter vika í unglingadeild

Fyrstu vikuna í janúar annað hvert ár breytist unglingadeild Norðlingaskóla í Hogwarts, galdraskólann úr Harry Potter bókunum. Nemendum er skipt niður á vistirnar fjórar; Slytherin, Ravenclaw, Gryffindor og Hufflepuff. Nemendur og kennarar klæðast búningum alla vikuna og nemendur sjá alfarið um að útbúa sína vist og liggur mikill metnaður þar að baki. Kennarar Hogwarts heimsækja…

Nánar
18 des'19

Skólinn kominn í jólabúning

Nú er skólinn heldur betur kominn í jólabúning en nemendur skreyttu skólann hátt og lágt í jólasmiðjunum. Hugmyndaflug okkar frábæru nemenda á sér engin takmörk eins og myndirnar sýna! Við hlökkum til að gleðjast með ykkur í jólaskólanum fimmtudaginn 19. desember en upplýsingar um fyrirkomulag og dagskrá er að finna í fréttinni hér á undan.

Nánar