Fréttir
Matsdagur, samráðsdagur og undirbúningsdagur
Þriðjudaginn 12. janúar er matsdagur samkvæmt skóladagatali en þá lýkur skóla á hádegi. Frístund tekur við fyrir þau sem þar eru skráð. Mánudagurinn 18. janúar er samráðsdagur, opnað hefur verið fyrir skráningu í foreldraviðtöl á Mentor sem fara fram með fjarfundarsniði, sjá nánari leiðbeiningar í tölvupósti frá stjórnendum. Þriðjudagurinn 19. janúar er undirbúningsdagur starfsmanna fyrir…
NánarJólafréttabréf Norðlingaskóla
Hér má nálgast jólafréttabréf Norðlingaskóla þar sem m.a. má sjá myndir og fréttir frá aðventunni.
NánarÞakkir frá starfsfólki Norðlingaskóla
Kæru foreldrar og forráðamenn Hingað komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins, Gyða Dögg Jónsdóttir formaður og Sigríður Pétursdóttir í gærmorgun og færðu kennurum og starfsfólki dýrindis tertur sem þakklætisvott og jólakveðju fyrir vel unnin störf á skrýtnum tímum. Þetta var sannkallaður aðventuglaðningur inn í jólaannirnar í skólanum. Mikil gleði var með terturnar og voru þeim gerð góð…
NánarJólatré sótt í reit Skógræktarfélags Reykjavíkur við Rauðavatn
Einn af skemmtilegu jólasiðunum okkar í Norðlingaskóla er að nemendur í 1. og 10. bekk ganga saman upp í Heiðmörk eða á annan þann stað sem finna má jólatré sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur plantað. Skógræktarfélagið hefur frá stofnun skólans verið svo vinsamlegt að gefa okkur veglegt jólatré sem nemendur og starfsfólk hafa notið þess að…
NánarVond veðurspá – leiðbeiningar og viðbrögð
Kæru foreldrar Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember, kl. 12:00 sem gildir, eins og er, til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember Hér eru nýjar leiðbeiningar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem ætlaðar eru foreldrum og varða viðbrögð við óveðri í skólastarfi. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur vel þessar leiðbeiningar sem jafnframt…
NánarGleði í snjónum!
Það var glatt á hjalla í útiveru í dag þar sem það var nægur snjór til að gera ýmislegt skemmtilegt. Nemendur í 3.-4. bekk voru vel búnir og nýttu tækifærið til að skemmta sér í snjónum.
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins
Ljóðskáld, lestrarhestar, tvítyngdir nemendur og aðrir íslenskusnillingar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Alls tóku 70 grunnskólanemar við verðlaununum í hverjum skóla fyrir sig. Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu verðlaunin voru Karen Dís Vigfúsdóttir í 4. bekk, Svala Sæmundsen í 7. bekk og Embla Margrét Hreimsdóttir í 10.…
NánarTilkynning frá skólanum – Important notice from school
English below Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla. Nú liggur fyrir sú ákvörðun að starfsdagur verður í skólum borgarinnar mánudaginn 2. nóvember til að stjórnendur og starfsmenn skóla- og frístundastarfsins geti undirbúið skipulag á skólastarfinu í samræmi við nýja sóttvarnarreglur. Nemendur mæta því ekki í skólann og frístund fyrr en þriðjudag 3. nóvember. Stjórnendur…
NánarStarfsdagur og vetrarfrí
Kæru foreldrar og forráðamenn. Við viljum minna ykkur á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október og vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag, 22., 23. og 26. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað í vetrarfríinu en er opið á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október fyrir þau sem þar hafa nú…
NánarNorðlingaskóli stofnun ársins 2020
Þær gleðilegu fréttir bárust miðvikudaginn 14. október að Norðlingaskóli hefði hlotið þann heiður að vera Stofnun ársins 2020 í könnun Sameykis. Könnunin nær til um 12.000 starfsmanna í opinberri þjónustu og í henni er spurt um starfsumhverfi, trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju í starfi, stolt og…
Nánar