Skip to content
18 jún'20

Skólasetning og opnunartími skrifstofu

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skóladagatalið fyrir 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna og verður skólasetning 24. ágúst og skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar 16. júní og opnar aftur 4. ágúst.

Nánar
15 jún'20

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Þau gleðitíðindi bárust okkur á vordögum að Norðlingaskóli hefði hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar en sjóðurinn vill stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Í ár styrkir sjóðurinn 28 skóla um sem nemur 9 milljónum króna og er úthlutað vegna námskeiða, námsefnisgerðar, kaupa á smærri tækjum í…

Nánar
10 jún'20

SUMARLESTUR!

Kæru foreldrar/forráðamenn! Nú er sumarfríið hafið hjá nemendum og verður það vonandi gott og gjöfult. Það er mikilvægt að halda lestrarfærninni við yfir sumartímann en á sumrin gefast ótal ný og spennandi tækifæri á góðum lestrarstundum fyrir fjölskylduna. Allir nemendur í 1.-7. bekk fengu lestrarlandakort með vitnisburðinum sínum við skólalok sem tilvalið er að nota…

Nánar
04 jún'20

Norðlingaleikar 2020

Norðlingaleikarnir fóru fram í dag í blíðskaparveðri. Það var mikil spenna og gleði og leikarnir tókust vel í alla staði. Hér má sjá myndir frá deginum. 

Nánar
30 maí'20

Dagskrá síðustu skólavikuna

Kæru foreldrar/forráðamenn. Hér gefur að líta dagskrá fyrir síðustu skólavikuna: 2. júní – þriðjudagur: Starfsdagur. Klapparholt er opið fyrir þá sem þar eru skráðir. 3. júní – miðvikudagur: Norðlingaleikasmiðja. Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30. 4. júní – fimmtudagur: Norðlingaleikar og vitnisburður afhentur Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann kl. 8:30.…

Nánar
11 maí'20

Forritunar- og tæknikennsla eflist með styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Í júní 2019 fékk Norðlingaskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar en hlutverk sjóðsins er að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Styrkurinn var nýttur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu (Osmo forritunarleikjum og vélmennunum Dash og Dot) og einkum hugsaður fyrir nemendur í 1.-4. bekk en…

Nánar
05 maí'20

Til foreldra – 4. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn Fyrsti heili skóladagurinn eftir langt hlé gekk mjög vel og krakkarnir sýnilega glöð að hitta félaga sína og kennara. Hér er tvennt sem við viljum koma á framfæri við ykkur. Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur á að takmarkanirnar á skólastarfi snúa fyrst og fremst að starfsmönnum, kennurum og foreldrum…

Nánar
03 apr'20

Páskafrí og nýtt fréttabréf

Í dag föstudag 3. apríl hefst páskafrí hjá öllum nemendum og stendur fram til 13. apríl en skólinn hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl. Frístundaheimilið Klapparholt verður með starfsemi mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, fyrir þá sem þar eru sérstaklega skráðir. Vinsamlegast fylgist vel með póstum sem koma frá skólanum vegna breytinga sem upp…

Nánar
31 mar'20

Blár dagur 2. apríl

Nú fer blár apríl senn í hönd en 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfunnar. Þann dag er tilvalið að klæðast bláu og fræðast um einhverfurófið. Sjáumst sem flest í bláu fimmtudaginn 2. apríl!

Nánar
28 mar'20

Skólastarf vikuna 30. mars – 3. apríl

Kæru foreldrar/forráðamenn. Allir eiga að hafa fengið yfirlit frá viðkomandi umsjónarkennara varðandi viðveru umsjónarhópanna í vikunni eins og fram kom í tölvupósti frá skólastjóra sem var sendur út föstudaginn 27. mars. Skipulagið hjá unglingadeild er óbreytt. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fylgjast áfram vel með póstum frá skólanum þar sem upplýsingar og breytingar geta borið…

Nánar