Skip to content
18 jún'21

Sumarlokun skrifstofu og upphaf næsta skólaárs

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með mánudeginum 21. júní og opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Skólasetning er 23. ágúst n.k., tímasetning verður send út til foreldra þegar nær dregur. Skóli hefst hjá nemendum samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Hér má sjá skóladagatal skólaársins 2021-2022.

Nánar
04 jún'21

Vel heppnuðum Norðlingaleikum lokið -Samráðsdagur, vorhátíð og skólaslit framundan.

Einn stærsti dagur skólaársins okkar hér í Norðlingaholti var í dag þegar Norðlingaleikarnir fóru fram. Mikil gleði, metnaður og samheldni einkenndu liðin 52 en hvert lið samanstóð af nemendum úr öllum námshópum og nemendur unglingadeildar voru liðstjórar. Eftir hádegismatinn var tilkynnt um 1., 2. og 3. sæti auk fleiri verðlauna eins og prúðasta liðið, peppaðasta…

Nánar
08 maí'21

Starfsdagur og uppstigningardagur

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur í grunnskólum Reykjavíkurborgar  og einnig starfsfólki frístundamiðstöðva svo skólinn og Klapparholt eru lokuð þennan dag. Þennan dag verður starfsfólk á Menntastefnumóti sem er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019 og verður meðal annars boðið…

Nánar
30 apr'21

Úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni

Nú er hinni árlegu stærðfræðikeppni Pangea lokið en keppnin er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Í ár tóku 3783 nemendur þátt og 119 nemendur komust í úrslit. Þær Signý Harðardóttir og Lilja Rose Helgadóttir komust í úrslit í 8. bekk, Signý í 29. sæti og Lilja Rose í 9. sæti af 2.129 keppendum.…

Nánar
25 mar'21

Nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf skólans með myndum og fréttum frá síðustu vikum má nálgast hér.

Nánar
24 mar'21

Hertar sóttvarnaraðgerðir – Skóla- og frístundastarf fellt niður

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla. English below. Ljóst er að eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, varðandi hertar aðgerðir í sóttvarnarmálum, að þá fellur allt skóla- og frístundastarf nemenda niður frá og með miðnætti í kvöld fram til 1. apríl (skírdagur) eða nánar tiltekið fram yfir páskaleyfi. Þetta þýðir einnig að páskafrístund í 1.-4.…

Nánar
15 mar'21

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram á dögunum og stóðu allir nemendur sig með mikilli prýði. Það voru þær Elín Vitalija, Hulda Björg og Vigdís Bára sem voru í þremur efstu sætunum og voru þær því fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæjarkirkju þann 11. mars.

Nánar
15 feb'21

Nýtt fréttabréf

Hér má nálgast nýtt fréttabréf skólans þar sem má sjá fréttir og svipmyndir úr skólastarfinu.

Nánar
03 feb'21

Undirbúningsdagur 5. febrúar

Föstudaginn 5. febrúar er sameiginlegur undirbúningsdagur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Árbæ og því eru skólinn og Klapparholt lokað þennan dag.

Nánar