Skip to content

Breytingar á námsmati í Norðlingaskóla – Changes in assessment in Norðlingaskóli

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla
Dear parents and guardians
For different languages please select a language in the top right corner on the website.

Eins og áður hefur komið fram í upplýsingapóstum til ykkar þá eru breytingar framundan á námsmati
skólans. Hér má finna upplýsingar um breytingarnar og biðjum við ykkur um að kynna ykkur þær
mjög vel en þar eru að finna upplýsingar um hvert er stefnt með framkvæmd og framsetningu
námsmatsins.
Meginbreytingin er m.a. að verkefni og námsmat verða sýnileg  og aðgengileg fyrir foreldra í Mentor.
Það gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast betur með stöðu barna sinna. Bókstafir (A, B+, B, C+, C, D)
eru núna einungis gefnir við lok hvers stigs þ.e. við lok yngsta stigs í 4. bekk, við lok miðstigs í 7. bekk
og við lok unglingastigs í 10. bekk, að öðru leyti byggir námsmat á hæfnikorti nemanda.
Verkefni og námsmat birtist jafnt og þétt yfir skólaárið. Þessi vinna er rétt nýhafin og kennarar eru
smám saman að gera verkefni sýnileg í Mentor og í einstaka námsgreinum er byrjað að meta
verkefni. Við hvetjum foreldra til að fara reglulega inn í Mentor og fylgjast með.
Umsjónarkennarar munu á samráðsdeginum 12. okt. fara yfir námslega stöðu og líðan nemenda nú
við skólabyrjun auk þess að sýna ykkur stuttlega aðgengi að verkefnum í Mentor. Það er því gott að
þið undirbúið ykkur fyrir samráðsviðtölin og verðið búin að kynna ykkur hvernig þið nálgist verkefni
og námsmat í Mentor.
Við ítrekum að í viðhengi eru allar nánari upplýsingar um hvert er stefnt með framkvæmd og
framsetningu á námsmatinu. Einnig má lesa upplýsingar um námsmatið á heimasíðu skólans hér

Mentor – leiðbeiningar
 Ef ykkur vantar lykilorð fyrir Mentor þá farið þið inn í mentor.is. Ef þið lendið í vandræðum þá
biðjum við ykkur um að hafa samband við Möggu ritara í síma 4117640
 Hægt er að hlaða niður Mentor appi á síma.
 Á forsíðu nemandans í Mentor smellið þið á  verkefni og námsmat.

Kær kveðja,
stjórnendur