Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Ljóðskáld, lestrarhestar, tvítyngdir nemendur og aðrir íslenskusnillingar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Alls tóku 70 grunnskólanemar við verðlaununum í hverjum skóla fyrir sig. Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu verðlaunin voru Kar­en Dís Vig­fús­dótt­ir í 4. bekk, Svala Sæ­mundsen í 7. bekk og Embla Mar­grét Hreims­dótt­ir í 10. bekk. Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu verðlaunanna.