Skip to content

Til foreldra – 4. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn

Fyrsti heili skóladagurinn eftir langt hlé gekk mjög vel og krakkarnir sýnilega glöð að hitta félaga sína og kennara.

Hér er tvennt sem við viljum koma á framfæri við ykkur.

Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur á að takmarkanirnar á skólastarfi snúa fyrst og fremst að starfsmönnum, kennurum og foreldrum þar sem áfram gilda reglur um hópatakmarkanir, ekki fleiri en 50 manns í sama rými og fjarlægðamörkin, 2 metra á milli manna auk sóttvarna. Þá er aðgangur foreldra og fullorðinna að skólanum takmarkaður eins og verið hefur og viljum við því ítreka að foreldrar fylgi nemendum ekki lengra en að anddyri viðkomandi námshóps.

Á þessum árstíma, með hækkandi sól og veðurblíðu mæta nemendur í skólann á ýmsum farartækjum s.s.  línu- og hjólaskautum, hjólum, hlaupahjólum, rafhlaupahjólum og vespum. Það er því tímabært að rifja upp viðmið sem skólinn setur um þessi farartæki hér í skólanum. Fyrst og fremst verður að ítreka að nemendur verða að nota hjálma, hjálmar hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Nemendur sem mæta á reiðhjólum og rafknúnum farartækjum mega ekki vera á þeim á skólalóðinni, þeir eiga að geyma þau í þar til gerðum hjólastöndum úti og hafa þau læst. Það er mjög áríðandi að nemendur hafi lása. Skólinn hefur ekki aðstöðu til að geyma farartækin innan dyra,  það á við um anddyrin líka.  Línu- og hjólaskautar og létt hlaupahjól má nota á skólalóðinni þar sem hraði og skriðþungi þeirra er lítill en nemendur verða að hafa hjálma.  Þá viljum við ítreka að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum, tækjum og  ýmiskonar dóti sem nemendur ákveða að taka með sér í skólann.  Að þessu sögðu þá viljum við taka það sérstaklega fram að við fögnum því að nemendur mæti á hjólum í skólann, með hjálm og lás.