• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG

Merki skolansÁgætu foreldrar og nemendur

Nú líður að því að skólinn hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla, miðvikudaginn 22. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst fimmtudaginn 23 ágúst kl. 8:15 hjá 1.-4. bekk en í 5.-10. kl.8:30.

Engir innkaupalistar

Í vetur verður sú breyting á að skólinn mun útvega þau ritföng sem nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólanum. Því verða engir innkaupalistar gefnir út en nemendur mæta þó með skólatösku, íþróttaföt og annað tilfallandi meðferðis. Þau ritföng sem skólinn útvegar fara ekki heim með nemendum og því þarf mögulega að huga að því sem er til heima ef nemendur þurfa að sinna heimanámi. Blýantar, strokleður, litir, stílabækur og fleira verða til reiðu í skólanum.

Skólaboðun

Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15.- 20. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum. 

Skólaboðunargögn

Skóladagatal 2018-19