• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG

hjolKæru foreldrar og forráðamenn. Með hækkandi sól og batnandi veðri fjölgar ýmsum leiktækjum og fararskjótum sem nemendur eiga og taka með sér í skólann. Af því tilefni viljum við minna ykkur á að skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda s.s. boltum, sippuböndum, reiðhjólum, hjólabrettum, hjólaskautum, hlaupahjólum, hjálmum og ýmsu öðru skemmtilegu dóti. Ákveði nemandi að koma með einhver tæki að heiman er það á hans eigin ábyrgð.
Þá viljum við minna foreldra á að hægt er að koma í veg fyrir alvarleg slys með því að nota hjálma og því förum við fram á að nemendur sem mæta á hlaupahjóli, reiðhjóli, hjólabretti eða línuskautum hafi hjálma.
Ef komið er á reiðhjólum eða rafknúnum hjólum í skólann verður að geyma þau á hjólastandinum. Það er óheimilt að hjóla í frímínútum vegna slysahættu. Hins vegar má nota línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti að því tilskildu að nemendur noti hjálma.