• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG

vorskoli

Í sól og sumaryl var vorskóli Norðlingaskóla settur í dag. Í vorskólann mættu verðandi nemendur í 6 ára bekk haustið 2017. Þeir komu ásamt foreldrum sínum til að sjá skólann, hitta kennara og fá fræðslu um hann. Umsjónarkennarar í 1.-2. bekk tóku á móti nýnemunum og fóru með þá á vinnusvæði. Foreldrar fengu hins vegar kynningu á starfi skólans og frístundar. Nýnemar Norðlingaskóla í 6 ára bekk eru um 65 og áætlaður nemendafjöldi skólans næsta vetur er um 610 nemendur.
Eins og myndirnar sem hér fylgja bera með sér var hópurinn spenntur og glaður enda margt nýtt og spennandi framundan.