• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG

Blár dagurÞriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín um einhverfu.

Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning sinn og fræðast um einhverfu. Með aukinni vitund og þekkingu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum.

Sýnum lit og klæðumst bláu þriðjudaginn 4. apríl nk. til stuðnings einhverfum börnum. Fögnum fjölbreytileikanum – því lífið er blátt á mismunandi hátt!

#blarapril