• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Kveðja frá Grænlandi

Í vor sem leið teiknuðu nemendur í 3. og 4. bekk undir stjórn Þóreyjar kennara myndir fyrir börn á Grænlandi. Tilgangurinn var að senda þeim hlýjar kveðjur frá Íslandi. Myndirnar voru sendar á nokkra skóla. Nú fyrir nokkrum dögum fengum við svo sendar myndir til baka frá skóla í Ilulissat sem er þriðja stærsta byggðarlag á Grænlandi. Frábær sending sem yljaði okkur hér í Norðlingaskóla.

20170911 152334

Lesa >>


Námsefniskynningar

Þessar viku eru námsefniskynningar hér í Norðlingaskóla. Þá verður skólastarf vetrarins kynnt fyrir foreldrum og forráðamönnum. Kynningarnar verða eins og hér segir:

Mánudagur 11. september
• Kl. 8:15 Námskynning hjá 1. – 2. bekk, á þeirra námssvæði

Þriðjudagur 12. september
• Kl. 8:15 Námskynning hjá 3. – 4. bekk á þeirra námssvæði, fundur með foreldrum um samræmd próf í 4. bekk í beinu framhaldi

Miðvikudagur 13. september
• Kl. 8:30 Námskynning hjá 8. – 10. bekk á þeirra námssvæði

Fimmtudagur 14. september
• Kl. 8:30 Námskynning hjá 5. – 7. bekk í Brautarholti, fundur með foreldrum um samræmd próf í 7. bekk í beinu framhaldi.

Lesa >>


Skólasafn og Borgarbókasafn

Skólasafn og Borgarbókasafn

 

Skólasafnið í Norðlingaskóla er rekið í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Upphaflega var þetta tilraunaverkefni til þriggja ára og lauk því síðasta vetur. Nú hefur verið ákveðið að halda áfram með þetta verkefni fram að áramótum og erum við mjög ánægð með það. Því er mikilvægt að auka heimsóknir á safnið eftir hádegið. Safnið er opnið fyrir nemendur skólans frá 8 til 14 alla daga. Eftir hádegið tekur starfsmaður Borgarbókasafnsins við og er opið eins og hér segir:
Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 14 - 18, föstudaga frá 14 til 17 en lokað er á þriðjudögum. Nýjustu bækurnar berast hingað til okkar og mörg skemmtileg tímarit. Athugið að einnig er hægt að skila á safnið bókum sem teknar hafa verið í öðrum útibúum Borgarbókasafnsins. Í vetur verður boðið upp á ýmsa viðburði og einnig verður sú nýjung í boði að hafa opið einn laugardag í mánuði en það verður vandlega auglýst síðar. Skólasafnið er með facebooksíðu og Instagram og Borgabókasafnið er einnig með facebooksíðu fyrir þetta útibú. Fylgist vel með og verið innilega velkomin á safnið.

Lesa >>


Esjuganga

Esjuganga

Miðstigið endaði góða skólaviku á gönguferð upp Esjuna. Ferðin gekk vel og nemendur stóðu sig frábærlega. Það er orðin hefð á miðstiginu að byrja skólaárið með þessum hætti.

 

Lesa >>


Skólabyrjun

Skólabyrjun

Skólasetning Norðlingaskóla fór fram í Björnslundi í gær í blíðskaparveðri og var yndislegt að sjá hve margir sáu sér fært að mæta. Í dag miðvikudaginn 23. ágúst var fyrsti skóladagur nemenda í Norðlingaskóla. Dagurinn gekk afskaplega vel og tók starfsfólk skólans sem og veðurguðirnir vel á móti nemendum okkar. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og fólst eftirvæntingin ekki hvað síst í því að stór hópur nemenda var að hefja skólagöngu í Norðlingaskóla í fyrsta sinn. Við hlökkum til komandi skólaárs og óskum öllum góðs gengis og farsældar á árinu.

Með kærri kveðju og bros á vör

Starfsfólk Norðlingaskóla

 

Lesa >>

Eldri fréttir