• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2018

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2018

Íslenskuverðlaunin eru nú veitt í ellefta sinn í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli. Verndari verðlaunanna er frá Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980 – 1996.

Þeir nemendur Norðlingaskóla sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni voru:
Eik Elmarsdóttir, af yngsta stigi, fyrir gott vald á íslensku og háleit markmið í íslenskunámi sínu
Heiðar Máni Hermannsson, af miðstigi, fyrir að sinna íslenskunáminu af miklum áhuga, fyrir ríkan orðaforða í rituðu og töluðu máli og góða málvitund
Elísa Sveinsdóttir, af unglingastigi, fyrir mikla færni í notkun og skilningi á íslensku máli og ritun litríks texta sem glæðir persónur og sögusvið lífi.
Viðurkenningin var ljóðaúrval Jónasar Hallgrímssonar, viðurkenningarskjal og boðskort í mótttöku hjá borgarstjóra.
Við óskum þessum nemendum og fjölskyldum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

 

Lesa >>


Starfsdagur

Kæru foreldrar og forráðamenn
Mánudaginn, 20. nóvember verður sameiginlegur undirbúningsdagur leik- og grunnskóla í Árbæjarhverfi og eiga nemendur frí þann dag. Frístundaheimilið Klapparholt er einni lokað þennan dag. Skóli verður aftur samkvæmt stundaskrá, þriðjudaginn 21. nóvember.

Lesa >>


Samlestur

Samlestur

Í dag á Degi íslenskrar tungu koma nemendur og starfsfólk saman og lásu í 15 mínútur. Í aðalbyggingu var safnast saman í matsal og nemendur í Brautarholti söfnuðust saman þar. Allir lásu í hljóði og mátti heyra saumnál detta á meðan.  Nú stendur yfir lestrarátak í öllum aldurshópum og þarna náðu allir að safna sér inn tíma. Yndislegt að byrja daginn á rólegri lestrarstund. 

Lesa >>


Ævar Þór í heimsókn

Ævar Þór í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, heimsótti nemendur í 5. – 7. bekk í dag. Hann kynnti og las upp úr nýju bókinni sinni; Þitt eigið ævintýri sem er fjórða bókin sem Ævar skrifar í þessum bókaflokki. Bækurnar virka og tölvuleikir og lesandinn er söguhetjan. Nemendur kunnu vel að meta heimsóknina og hlustuðu af mikilli athygli á Ævar og fengu síðan að bera upp spurningar þegar lestrinum lauk. Bókin verður til útláns á skólasafninu eins og aðrar bækur Ævars. Myndir

Lesa >>


Áhugaverður fyrirlestur um jarðsögu Norðlingaholts

NorðlingajoltVið minnum á að Borgarbókasafn Norðlingaskóla er opið á morgun laugardaginn 4. nóvember frá kl. 12:00 – 16:00. Þau Daði  Þorbjörnsson og Eydís Salóme Eiríksdóttir, sem bæði eru jarðfræðingar og foreldrar við skólann, verða með sérstaklega áhugaverðan fyrirlestur um jarðsögu Norðlingaholts kl. 13:00.  Óhætt að mæla með þessum fyrirlestri en þau fluttu hann fyrir starfsfólks skólans fyrir nokkrum árum við fádæma góðar undirtektir.

Lesa >>

Eldri fréttir