• IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • IMG
 • Forsíða

Vetrarfrí, 18.-22. október.

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn við viljum minna ykkur á vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag  18., 19. og 22. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað þessa daga. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. október Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.

Lesa >>


Bleikur dagur á morgun, 12. október

Bleika slaufanLíkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum og nýtir bleika litinn til að minna á baráttuna.

Föstudagurinn 12. október 2018 er Bleiki dagurinn. Tilvalið er að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins og nýta daginn til hvers kyns bleikra viðburða.

Gaman væri að nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla styddu baráttuna í verki með því að mæta í bleiku á morgun, föstudaginn 12. október.

Lesa >>


Fréttabréf Norðlingaskóla september 2018

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Hægt er að nálgast fréttabréf Norðlingaskóla fyrir september á eftirfarandi slóð: Fréttabréf Norðlingaskóla

Þar má m.a. finna umfjöllun um:

 • Það sem liðið er af skólaárinu
 • Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ
 • Foreldraskólavika 9. - 12. október
 • Samráðsdagur 2. október 
 • Vetrarleyfi 18. - 22. október
 • Hrekkjavaka
 • UPRIGHT

Með kveðju og ósk um góða helgi.

 

Lesa >>


Samráðsdagur 2. október, opið fyrir skráningu viðtala.

Merki skolansÁgætu foreldrar/forráðamenn
Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður þriðjudaginn 2. október. Opnað verður fyrir skráningu samráðsfunda á morgun, 25. september og verður hægt að skrá viðtöl fram að miðnætti, 1. október.
Þegar þið skráið ykkur inn í Mentor á morgun þá á að vera komin þar ljósblá flís sem á stendur ,,Bóka foreldraviðtal“. Þar undir getið þið valið tíma fyrir viðtalið. Athugið að skrá ykkur inn á ykkar aðgangi (ekki nemendanna). Vinsamlegast snúið ykkur til ritara eða umsjónarkennara ef þið lendið í vanda með skráningu viðtala.
Frístundaheimilið Klapparholt verður opið á samráðsdegi fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Skráning er hafin og verður opið fyrir skráningu fram að hádegi föstudaginn, 28. september.

Lesa >>


Undirbúningsdagur á morgun, 12. september.

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn

Á morgun, miðvikudaginn,12. september er undirbúningsdagur starfsfólks í Norðlingaskóla. Nemendur eiga frí þennan dag. Klapparholt er eingöngu opið fyrir nemendur sem eru sérstaklega skráðir þann dag, skráningu er lokið og hafa forráðamenn fengið staðfestingarpóst. 

Lesa >>

Eldri fréttir