• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Fyrstu skóladagarnir

Merki skolansSamkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2017 -2018, þriðjudaginn 22. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst, í 1.-4. bekk hefst skóli kl. 8:15 en í 5.-10. bekk kl.8:30.

Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15. til 20. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.

Innkaupalistar fyrir komandi skólaár, má sjá hér.

Skóladagatal Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2017 -2018 má sjá hér.

Lesa >>


Gleðilegt sumarfrí

Merki skolansStarfsfólk Norðlingaskóla óskar öllum gleði- og sólríkra daga í sumar og þakkar einstaklega gott samstarf í vetur.
Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2017 -2018, þriðjudaginn 22. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.
Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15. til 20. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.
Skrifstofa Norðlingaskóla verður lokuð frá mánudeginum 19. júní. til og með 7. ágúst í sumar.
Skóladagatal Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2017 -2018 má sjá hér.

Lesa >>
Lestrarstefna Norðlingaskóla

Merki skolansLestrarstefna Norðlingaskóla hefur verið í smíðum undanfarna vetur hjá stoðteymi skólans.  Slík stefna þarf að vera lifandi og í stöðugri þróun og mun hún því ekki verða gefin út á pappír heldur eingöngu verða á heimasíðunni til þess að tryggja að lestrarstefnan verði eins lifandi og hún á að vera.  Við væntum þess að foreldrar og annað áhugafólk um skólann okkar lesi hana og allar ábendingar eru vel þegnar.  Hér má finna stefnuna.

Njótið sumarsins.

Lesa >>

Eldri fréttir