• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Foreldrakönnun -  Ykkar skoðun skiptir máli!

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn

Úrtak foreldra hefur fengið senda foreldrakönnun. Við hvetjum þá foreldra sem fengu hana senda eindregið til að svara könnuninni. Raddir ykkar skipta máli við mat á skólastarfinu, við gerð áætlana um umbætur og við að byggja upp öflugan skóla.  Til þess að mark sé takandi á niðurstöðunum skiptir miklu máli að svörunin sé góð.  Könnunin er stutt og tekur aðeins um 5 - 7 mínútur að svara henni. Hún verður ekki opin mikið lengur svo ekki fresta því að svara!

Hægt er að svara könnuninni á íslensku, ensku og pólsku. Ef þið lendið í tæknilegum erfiðleikum eruð þið beðin um að senda tilkynningu á netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa >>


Appelsínugul viðvörun frá Veðurstofu Íslands

Góðan daginn kæru forráðamenn við Norðlingaskóla.

Nú gengur yfir mjög vont veður, ekki hvað síst hér í efri byggðum borgarinnar. Skólinn er opinn en það er mjög mikilvægt að þið sendið ekki börnin af stað í skólann án fylgdar og/eða haldið þeim heima á meðan versta veðrið gengur yfir ef möguleiki er á því. Jafnframt viljum við vekja athygli á því að mikið álag verður á símkerfi skólans og bendum við ykkur á að senda okkur póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna forfalla og ef þið ákveðið að halda börnunum heima þar til veður gengur yfir.

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag, 21. febrúar, og er því tilkynning 2 frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins virkjuð.
Tilkynning 2:
"Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. 
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs."

Enska
Announcement 2: In the morning because of bad weather.
Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Further information on Facebook ("Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins")

Lesa >>


Slæm veðurspá fyrir morgundaginn. Due to bad weather forecast

Kæru forráðamenn við Norðlingaskóla.

Engilsh below

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er von á mjög slæmu veðri snemma í fyrramálið. Á vef veðurstofunnar segir ,,Vaxandi suðaustanátt í nótt, 20-28 m/s í fyrramálið, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi. Hiti 1 til 6 stig.“  Það má því búast við að færð spillist og samgöngur gætu farið úr skorðum. Við biðjum alla forráðamenn að fylgjast vel með veðurtilkynningum í fyrramálið bæði í útvarpi, vefmiðlum, heimasíðu skólans (nordlingaskoli.is), á facebook (facebook.com/nordlingaskoli) og vefsíðu slökkviliðsins (shs.is) .

Gangi spár eftir og vonskuveður verði hér í fyrramálið sendum við ykkur póst og setjum upplýsingar á heimasíðu skólans strax í fyrramálið um stöðu mála.

Tilkynning frá slökkviliðinu sem barst í dag

Nú er búið að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar og virkjum við því tilkynningu 1. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að fylgjast með veðri og tilkynningum í fyrramálið.

Tilkynning 1

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

English

Announcement 1 from The Capital District Fire Department:

Due to weather conditions tomorrow, disruptions in school services may be expected. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

Information

Further information

Lesa >>


Norðlingaskóli hlýtur Minningarverðlaun Arthurs Morthens

IMG 0641Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru afhent í annað sinn á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara á öskudag og hlaut Norðlingaskóli verðlaunin í ár.

Arthur Morthens vann um áratuga skeið sem sérfræðingur á sviði sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur og var þar brautryðjandi við að innleiða stefnu um skóla án aðgreiningar. Hann helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og var talsmaður þeirra. Arthur Morthens lést í sumarlok árið 2016 og stofnað var til minningarverðlauna til að minnast hans og brautryðjanda starfs hans í sérkennslumálum.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur m.a. fram að Norðlingaskóli bjóði alla nemendur velkomna og fagni fjölbreytileikanum. Starfið einkennist af samvinnu, vellíðan, gleði, öguðu frjálsræði, lýðræði, notalegum vinnuaðstæðum, fjölbreytni og sveigjanleika. Lögð sé áhersla á mikla samvinnu starfsfólks, faglega umræðu og nýbreytni og allir starfsmenni beri ábyrgð á að framfylgja stefnu Norðlingaskóla í skóla fjölbreytileikans. Kennarar starfi saman í umsjónarteymum þar sem jafnframt starfi sérkennarar sem vinni með teyminu að skipulagi náms og kennslu fyrir alla nemendur svo tryggt sé að allir séu fullgildir þátttakendur í námshópnum.

Stoltir fulltrúar nemenda, foreldra og starfsmanna bæði í skóla- og frístundastarfi Norðlingaskóla tóku á móti verðlaununum sem voru í formi viðurkenningarskjals og málverks eftir listamanninn Tolla, bróður Arthurs Morthens. Verðlaunin eru hvetjandi viðurkenning til allra þeirra sem koma að skólastarfi Norðlingaskóla og tekið var á móti þeim af mikilli gleði og þakklæti. MYNDIR

Lesa >>


Öskudagur

IMG 0417

Öskudagur í Norðlingaskóla tókst mjög vel og voru allir kátir og glaðir með daginn. Gleðin hófst með söngstund þar sem allir komu saman og sungu nokkur lög. Gaman var að sjá fjölbreytileikann í búningavali þetta árið og allar mögulegar verur mátti sjá um allan skólann. Kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og féllu mörg þung högg áður en tunnurnar gáfu sig og innihald þeirra voru allskyns spil, blöðrur, landakort og fleira sem mun nýtast vel á öllum námssvæðum. Á meðfylgjandi myndum má sjá glaða nemendur frá öllum aldurhópum skólans. MYNDIR

Lesa >>

Eldri fréttir