• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Skólasetning Norðlingaskóla verður 22. ágúst kl. 16:00 í Björnslundi

Merki skolansÁgætu foreldrar og nemendur

Nú líður að því að skólinn hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla, miðvikudaginn 22. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst fimmtudaginn 23 ágúst kl. 8:15 hjá 1.-4. bekk en í 5.-10. kl.8:30.

Engir innkaupalistar

Í vetur verður sú breyting á að skólinn mun útvega þau ritföng sem nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólanum. Því verða engir innkaupalistar gefnir út en nemendur mæta þó með skólatösku, íþróttaföt og annað tilfallandi meðferðis. Þau ritföng sem skólinn útvegar fara ekki heim með nemendum og því þarf mögulega að huga að því sem er til heima ef nemendur þurfa að sinna heimanámi. Blýantar, strokleður, litir, stílabækur og fleira verða til reiðu í skólanum.

Skólaboðun

Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15.- 20. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.

Skóladagatal 2018-19

Lesa >>


Gleðilegt sumarfrí

Gleðilegt sumarfrí

Starfsfólk Norðlingaskóla óskar öllum gleði- og sólríkra daga í sumar og þakkar einstaklega gott samstarf í vetur.
Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2018-2019, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15:30 í Björnslundi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15. til 21. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.
Skrifstofa Norðlingaskóla verður lokuð frá mánudeginum 18. júní til og með 6. ágúst í sumar.

Skóladagatal Norðlingaskóla, 2018-19

Lesa >>


Útskrift 10. bekkinga

Útskrift 10. bekkinga

Miðvikudaginn 6. júní útskrifaði Norðlingaskóli 44 nemendur 10 bekkjar. Athöfnin fór fram í Hádegismóum að viðstöddum forráðamönnum, nánustu ættmennum og starfsfólki. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri flutti ávarp, veittar voru viðurkenningar, tónlistaratriði flutt og fulltrúi nemenda og fulltrúi kennara tóku til máls. Stundin var innileg og hátíðleg og það ríkti glaðværð og spenna með undirtón eftirsjár í loftinu. Óskum við þessu unga fólki alls góðs í framtíðinni.

Myndir

Lesa >>


Vorhátíð og skólaslit

Vorhátíð og skólaslit

Skólaslit Norðlingaskóla og vorhátíð foreldrafélagsins Vaðið var fimmtudaginn 7. júní á lóð skólans. Dagskráin hófst kl. 16:00 og stóð yfir til kl. 18:00.
Margt var til gamans gert á vorhátíðinni og foreldrafélagið bauð upp á veitingar.

Myndir

Lesa >>


Norðlingaleikar

Norðlingaleikar

Norðlingaleikar 2018 voru haldnir föstudaginn 1. júní. Á Norðlingaleikum er keppt á mismunandi stöðvum og áhersla lögð á hvað við erum ólík, búum yfir mismunandi hæfileikum og hvernig mismunandi hæfileikar skila liðinu hámarksárangri. Stig voru gefin fyrir frammistöðu og liðsheild.
Í ár tengdum við Norðlingaleika við heimsmetrakeppnina í fótbolta 2018 og voru liðin því mismunandi þjóðir þar á meðal þær 32 þjóðir sem taka þátt í HM í Rússlandi í sumar. Það var góður andi í liðunum og gengu Norðlingaleikar vel fyrir sig.

Myndir

 

Lesa >>

Eldri fréttir