• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Vetrarfrí

Vetrarfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn við viljum minna ykkur á vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag  19., 20. og 23. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað þessa daga sem og Borgarbókasafnið. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.

Við viljum vekja athygli ykkar á áhugaverðri dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana í vetrarfríinu fyrir fjölskylduna. Hér má sjá auglýsingu um viðburði í vetrarfríinu: Dagskrá. Hér má sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu

Lesa >>


Menningarmót 2017

Menningarmót 2017

Í dag fór fram menningarmót hjá nemendum í 5. - 7. bekk og tókst það mjög vel. Þetta er í annað sinn sem menningarmót er haldið í Norðlingaskóla. Í fyrra tók allur skólinn þátt en nú var ákveðið að hafa þetta eingöngu á miðstigi og fengu nemendur í 1. - 4. bekk að koma í heimsókn og skoða það sem eldri nemenendur höfðu fram að færa ásamt því að taka þátt í getraun. 

Á menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans.. Hver þátttakandi er með sitt „svæði“ og kynnir sín áhugamál og sína menningu, sem þarf ekki endilega að vera þjóðarmenning heldur fyrst og fremst það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Þátttakendum gefst einnig tækifæri til að vera með uppákomu, dans, tónlist, leiklist, kynningu á netinu, glærur og jafnvel stutt erindi á opnun menningarmótsins ef áhugi er fyrir hendi. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið.

Það voru glaðir og ángæðir nemendur sem fóru heim í vetrarfrí eftir þennan skemmtilega dag. 

Lesa >>


Fyrsti skólaráðsfundurinn

Fyrsti skólaráðsfundurinn

Fyrsti skólaráðsfundur vetrarins var í morgun, þar var meðal annars farið yfir starfsáætlun fyrir skólaárið 2017 - 2018, skólabyrjunina,
nýafstaðin samræmd próf, frístund ofl.

Fulltrúar í skólaráði eru:
• Arey Rakel Guðnadóttir, fulltrúi nemenda
• Árni Jónsson fulltrúi grenndarsamfélagsins (tilnefndur af skólaráði)
• Berglind Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
• Guðrún Sigríður Magnúsdóttir, fulltrúi kennara
• Henríetta Guðrún Gísladóttir, fulltrúi foreldra
• Jenný Rebekka Jónsdóttir, fulltrúi nemenda
• María Thorlacius Yngvinsdóttir, fulltrúi kennara
• Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri

Til vara:
• Arna Hrönn Aradóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins (tilnefndur af skólaráði)
• Edda Ósk Smáradóttir, fulltrúi kennara
• Elísabet Björgvinsdóttir, fulltrúi starfsmanna (ritari ráðsins)
• Guðrún Helga Harðardóttir , fulltrúi foreldra

Lesa >>


Matur frá Póllandi

Matur frá Póllandi

Í tilefni af fjölmenningarvikunni var boðið upp á pylsur frá Póllandi í matinn. Jolanta sem vinnur hér í Norðlingaskóla er einmitt frá Póllandi en einnig eru nokkuð margir nemendur þaðan. Börnin kunnu vel að meta pólsku pylsurnar og gerðu matnum góð skil. 

Lesa >>


Alþingiskosningar

Alþingiskosningar

Nemendur í 10. bekk skólans hafa margir hverjir mikinn áhuga á yfirvofandi kosningum og stjórnmálum almennt. Af því tilefni hafa þeir boðið öllum flokkum sem lýst hafa yfir framboði til Alþingis til kynningar- og umræðufundar við sig næsta þriðjudag. Frumkvæðið er nemendanna sjálfra og þetta er að öllu leyti þeirra fundur. Nú bíða þeir spenntir og sjá hverjir þiggja boðið og ræða hin mikilvægu mál við kjósendur (og stjórnmálamenn) framtíðarinnar.

Við segjum nánar frá fundinum í næstu viku.

Lesa >>

Eldri fréttir