• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Nemendur Norðlingaskóli perluðu, bökuðu og teiknuðu fyrir 650.000 krónur

perladNemendur Norðlingaskóli perluðu, bökuðu og teiknuðu til styrktar Krafti síðastliðinn miðvikudag, á forvarnardögum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samtals söfnuð nemendur Norðlingaskóla 650 -700 þúsund til styrktar Krafti. Jafnframt perluðu þeir á bilinu 1500-2000  armbönd sem félagið á eftir að selja þannig að átak nemenda heldur áfram að styðja Kraft.  Í þakkarbréfi sem Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Krafts skrifaði skólanum segir m.a. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með nemendum sem sýndu verkefninu mikinn áhuga og þá ekki síst yngstu börnin sem stóðu sig með prýði. Gleði skein úr hverju andliti. Innilegar þakkir fyrir þetta góð boð, innilegar þakkir fyrir frábæran dag. Þið megið sannarlega vera stolt af nemendum ykkar og starfsfólki. Við erum vissulega stolt af nemendum og starfsfólki.

Í lok skóladagsins fengu nemendur leynigest í heimsókn en það var Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og söng hún nokkur lög fyrir nemendur sem tóku vel undir, sérstaklega var Bamm­baramm  vinsælt (sjá myndir). Seinnipart  dagsins voru kleinur, myndir og armbönd til sölu ásamt uppboði þar sem allt seldist upp. Góður dagur og gott málefni.

Hér má sjá fjölmargar myndir frá deginum MYNDIR

Lesa >>


Sameiginlegur starfsdagur í hverfi á morgun, föstudaginn 17. mars.

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn
Eins og fram kemur í skóladagatali Norðlingaskóla er undirbúningsdagur starfsfólks á morgun föstudaginn 17. mars, bæði í skólanum og í frístund (Klapparholti). Þá eru nemendur í fríi en allt starfsfólk grunn- og leikskóla í Árbæ og Norðlingaholti á ráðstefnu (í Norðlingaskóla) um skólamál. Skóli verður aftur samkvæmt stundaskrá, mánudaginn 20. mars.

Lesa >>


Forsetaheimsókn, forvarnardagar

IMG 0602Það var hátíðarstemming í skólanum í dag þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setti forvarnardaga Norðlingaskóla. Nemendur voru glaðir og spenntir að hitta forsetann og var honum einstaklega vel tekið. Eftir setningu forvarnardaganna hópuðust nemendur að forsetanum til að fá að heilsa honum og það var að sjálfsögðu gert með rafrænum hætti, sjálfsmynd ég og forsetinn. Guðni Th. heimsótti nokkrar forvarnarstöðvar og spjallaði við nemendur. Allir nemendur skólans tóku þátt í stöðvavinnu þar sem fjölmargir þættir voru teknir fyrir, þar má meðal annars nefna, umferðafræðslu, tannvernd, staðalímyndir, kleinubakstur, fræðslu frá Samtökum 78, fræðslu frá Hugarafli, bangsaspítala og fjölmargt fleira. Dagurinn var mjög góður, lærdómsríkur og umfram allt gleðilegur eins og myndirnar sem hér fylgja bera með sér MYNDIR

Lesa >>


Forvarnardagar, 14. og 15. mars

Merki skolansDagskrá 15. mars

Vinalag Norðlingaskóla

Eins og fram er komið í pósti til foreldra og forráðamanna eru sérstakir forvarnardagar haldnir í Norðlingaskóla á morgun, þriðjudaginn 14. mars og miðvikudaginn 15. mars. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun heiðra okkur með komu sinni á morgun og setja forvarnardagana.

Með þessum línum ásamt viðhengi sem fylgir, viljum við vekja sérstaka athygli ykkar á fjáröflunarstarfi skólans, miðvikudaginn 15 mars, sem er í þágu Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjáröflunin fer fram í skólanum frá kl. 16:00 - 19:00 og verða til sölu armbönd, Lífið er núna, sem nemendur og starfsfólk hafa perlað saman. Einnig verða til sölu kleinur og myndir sem nemendur hafa búið til. Ýmis önnur verk m.a. frá stjórnendum og kennarateymum verða einnig seld á uppboðinu þann 15. mars, allt slegið hæstbjóðanda. Ágóði af allri sölu rennur óskiptur til Krafts.

Setjum kraft í þetta saman, takið síðdegið frá og komið endilega með ættingja ykkar og vini til að styrkja gott málefni. Undir krækjunni Dagskrá 15. mars er hægt að sjá dagskrá varðandi fjáröflunina þann15. mars og verð á söluvarningi til styrktar Krafti. Undir krækjunni Vinalag Norðlingaskóla má heyra lag sem var samið í sérstaklega í tilefni daganna, það má enginn missa af því.
Fyrri dagurinn, þriðjudagurinn 14. mars, einkennist af mjög fjölbreyttri stöðvavinnu nemenda sem stýrt er af kennurum, skólaliðum, starfsfólki þjónustumiðstöðvar, starfsfólki frá félagsmiðstöðinni Holtinu, foreldrafélaginu Vaðið ásamt ýmsum aðilum sem vinna að forvarnarmamálum barna og ungmenna.

Kraftur

Lesa >>


Fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 9. mars sl. Keppendur voru 14 talsins frá grunnskólum úr Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti. Norðlingaskóli sendi tvo keppendur úr 7.bekk, þau Alexander K. Bendtsen og Katrínu Völa Zinovieva. Nemendur lásu kaflabrot úr bókinni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnússon, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóð að eigin vali. Þau stóðu sig bæði framúrskarandi vel og hafnaði Alexander K. í fyrsta sæti. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Hér má sjá mynd af Alexander með Margréti Rut kennara sem hefur haldið utan um keppnina undanfarin ár. Á hinni myndinn má sjá sigurvegara Norðlingaskóla úr forkeppninni, Helenu Ósk, Katrínu Völu og Alexander K.

uppll1

upplestrarkeppni2017

Lesa >>

Eldri fréttir