hausbanner

Listasmiðja Borgarbragur frá 1945 – 1995

.

husNýtt smiðjutímabil hófst í dag og stendur til 17. febrúar. Þessi smiðja hefur þá sérstöðu að vera listasmiða. Listasmiðja er skipulögð af listateymi skólans í samstarfi við önnur teymi. Markmið listasmiðjunnar er m.a. að gera nemendur meðvitaða um list í sínu nærumhverfi svo sem byggingarlist og borgarlistaverk sem og að skoða hvernig borgin hefur vaxið og breyst úr bæ í borg. Hér má sjá myndir frá smiðjunni.

Fræðslufundur fyrir foreldra fyrstu bekkinga

.

lesturNú í byrjun nýrrar annar verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra fyrstu bekkinga um lestur, lestrarnám og lestrarkennslu. Börnin eru komin af stað í lestrarnáminu og gott að fara yfir lestrarferlið og forsendur þess til að tryggja farsælt framhald í þessu afar mikilvæga námsferli.

Farið verður yfir hið flókna ferli sem lestur er á einfaldan hátt.

Við teljum það afar mikilvægt að allir foreldrar mæti og ætlum því að bjóða upp á tvær tímasetningar þriðjudaginn 27. janúar, kl 17:30 og aftur kl. 20:00.

Hlökkum til að sjá ykkur

Upplyfting skólastýrunnar, nýtt ljós í myrkrinu

.

IMG 0422 595Sif, skólastýran okkar var hátt uppi á morgunstund í morgun. Ástæðan var nýtt svið sem skólinn er búinn að fá og hægt er að lyfta upp eða fella niður í gólfið. Með nýja sviðinu opnast fjölmargir möguleikar í sviðslistum og væntanlega margir Norðhyltingar sem eiga eftir að taka sín fyrstu spor í leiklist, söng og hljóðfæraleik á þessu sviði. Upplyfting stýrunnar var eitt, annað var að hún var upplýst af nýjum ljósabúnaði, tölvustýrðum sem var reyndur í fyrsta sinn í dag. Fjölbreytt hreyfanleg ljós lýstu upp sviðið. Það eru því margir spennandi möguleikar framundan og sviðið og ljósin kærkomin nýjung í fjölbreytt skólastarf Norðlingaskóla. Það var almenn ánægja á morgunstund bæði með tækninýjungarnar og endurkomu Sifjar. MYNDIR

Nýtt ár, ný önn, samráðsdagur og námsmat

.

fifillNæstkomandi föstudag 16. janúar er samráðsdagur í skólanum og þá mæta nemendur með foreldrum í viðtal til sinna umsjónarkennara þar sem meðal annars er farið er yfir námsmat haustannar.
Á miðvikudaginn koma nemendur í 1. -7. bekk heim með vitnisburðarblað, blað tengt matssamtali og tímasetningu á viðtali.
Nemendur á unglingastigi koma heim með sitt námsmat á fimmtudeginum 15. janúar. Tímasetning á viðtölum hjá foreldrum og nemendum í unglingadeild mun berast foreldrum rafrænt, ekki síðar en á miðvikudag.
Við viljum minna ykkur á að óskilamunir verða staðsettir í aðalanddyri skólans og í anddyri við íþróttahús.
Minnum ykkur á að starfsdagur er mánudaginn 19. janúar og þá er ekki skóli hjá nemendum. Klapparholt er lokað þann dag.
Með góðri kveðju

Jólakveðja

.

jolhufur

Kæru foreldrar, samstarfsaðilar og aðrir velunnarar.

Héðan af Norðlingaholtinu sendum við okkar innilegustu óskir um gleðiríka og friðsæla jólahátíð. Um leið og við þökkum gott og gefandi samstarf á árinu sem er að líða, óskum við ykkur  farsældar á nýju ári.

Kærar jólakveðjur,

Nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla

Hlökkum til  að sjá ykkur á nýju ári. Kennsla  hefst samkvæmt stundaskrá  mánudaginn 5. janúar .

jolask

Hér má sjá jólamyndir frá jólaskólanum  

litlujolin

Hér eru myndir frá litlu jólunum