hausbanner

Skólavinir í 7. bekk

.

IMG 0014Skólavinir er samstarfsverkefni milli námsráðgjafa og umsjónakennara yngra stigs sem hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Markmiðið með verkefninu er fjórþætt: Að yngri börn fái oftar tækifæri til að taka þátt í leikjum í frímínútum.Að auka samskipti milli eldri og yngri nemenda. Að eldri nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á líðan yngri barnanna í skólanum. Efla vitund eldri nemenda um einelti og hvetja þá til að horfa ekki á heldur hjálpa.

Nemendur í 7. bekk taka þátt í verkefninu og er þeim skipt í 2-3 manna hópa sem fara út á skólalóð kl.9.50. Nánar má lesa um verkefnið og sjá myndir af skólavinum í september hér;  SKÓLAVINIR

Samráðsdagur, á morgun 2. október

.

Merki skolansVið minnum á að á morgun, föstudaginn 2. október er fyrsti samráðsdagur foreldra, nemenda og kennara á þessu skólaári. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtalstíma hjá umsjónarkennurum. Nýtt fyrirkomulag var á skipulagi samráðstíma að þessu sinni. Foreldrar gátu nú pantað samráðstíma í gegnum Mentor og mæltist það vel fyrir. Í viðtalstímanum á föstudag fara foreldrar, nemendur og umsjónarkennara yfir áherslur, væntingar og markmið með skólastarfinu í vetur.

Skólavinir í 5.-7. bekk

.

Skólavinir í september

Skólavinir í Október

 

Skólavinir

 

Markmið

Skólavinir er samstarfsverkefni milli námsráðgjafa og umsjónakennara yngra stigs sem hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Markmiðið með verkefninu er fjórþætt:

  1. Að yngri börn fái oftar tækifæri til að taka þátt í leikjum í frímínútum.
  2. Að auka samskipti milli eldri og yngri nemenda.
  3. Að eldri nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á líðan yngri barnanna í skólanum.
  4. Efla vitund eldri nemenda um einelti og hvetja þá til að horfa ekki á heldur hjálpa.

 

Nemendur í  7. bekk taka þátt í verkefninu og er þeim er skipt í 2-3 manna hópa sem fara út á skólalóð í kl.9.50 . Skólavinir klæðast skólavinavestum í frímínútunum.

Það sem skólavinir gera er:

          Vera yngri nemendum “sýnileg” í frímínútum.

          Spjalla við yngri nemendur.

          Fylgjast með nemendum úti á skólalóð.

          Finna þá nemendur sem eru einmana.

          Vera sá aðili sem nemendurnir geta leitað til og treyst

          Leika við, koma af stað og stjórna leikjum með nemendum.

 

Skólavinir eru bundnir þagnarskyldu en ræða reglulega við námsráðgjafa.

 

Ef námsráðgjafi fær upplýsingar um einelti frá skólavinum kannar hann málið strax í samræmi við Eineltisteymi skólans.

Fríða Elísa náms- og starfsráðgjafi

Frá Kór Norðlingaskóla

.

kor

Kór Norðlingaskóla mun hefja upp raust sína að nýju frá og með október 2015.
Í vetur verða tveir hópar, yngri 3. – 4. bekkur á föstudögum og eldri 5. – 10. bekkur á mánudögum.
Fyrsta æfing hjá eldri hópnum verður mánudaginn 5. október kl.14:00.
Fyrsta æfing hjá yngri hópnum verður föstudaginn 16.október kl.13:30.
Skráning nýrra félaga fer fram hjá ritara.

Fræðsla um einhverfu

.

LogohreintVið erum svo lánsöm hér í Norðlingaskóla að eiga fjölbreyttan nemendahóp, þar á meðal hóp barna í 1. og 2. bekk sem er á einhverfurófinu, þau hafa sín sérkenni sem gott er að þekkja þegar börnin ræða við ykkur um skóladaginn og viðburði hans.
Í dag, þriðjudaginn 22. september kl. 17:00, fá foreldrar – og forráðamenn í 1.-2. bekk, góðan gest, Maríu Sigurjónsdóttur, ráðgjafa á Greiningar - og ráðgjafastöð ríkisins, hún ætlar að fræða okkur um einkenni einhverfu, hvernig farsælast er að umgangast fólk með einhverfu og svara svo spurningum um málefnið.
Fundurinn verður á kaffistofu starfsfólks á annarri hæð skólans.