hausbanner

Vorskóli og skiptidagur

þann .

skiptidagur 089Í dag mættu verðandi fyrstu bekkingar án foreldra og unnu með verðandi annars bekkingum. Ekki var annað að sjá en að allir væru glaðir og vinnusamir. Hér fyrir neðan má sjá myndir af komandi 1.-2. bekk skólaárið 2016-2017. Meðan nýnemarnir voru í heimsókn hjá 1. bekk, fór 2. bekkur í heimsókn upp til 3. bekkjar en 4. bekkur fór í heimsókn Í Brautarholt og hitti þar 5.- 6. bekk. Sjöundi bekkur fór í heimsókn upp í unglingadeild og hitti þar 8.- 9. bekk. Tíundi bekkur fór hins vegar niður í Holtið og lærði  þar. Það má því segja að allur skólinn hafi ýmist verið að taka á móti gestum eða í heimsókn í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðandi 3.- 4. bekk, 5.- 7. bekk og 8.- 10. bekk skólaárið 2016-2017.

Myndir frá vorskólanum

Myndir frá skiptideginum

Vorskólinn 2016 settur

þann .

IMG 5909

Í sól og svalri blíðu var vorskóli Norðlingaskóla settur í dag. Nýir nemendur voru glaðir og spenntir enda ekki á hverjum degi sem skólaganga hefst. Umsjónarkennarar í 1.-2. bekk tóku á móti nýnemunum og fóru með þá á vinnusvæði. Foreldrar fengu hins vegar kynningu á starfi skólans. Að lokum voru teknar myndir af nýnemunum. Á morgun mæta síðan nemendur í skólann en foreldrar verða heima. Smellið á myndina til að stækka hana.

Flutningar yfirstaðnir

þann .

Mynd1Flutningar nemenda innan skólans og í nýtt húsnæði hafa tekist ótrúlega vel undanfarna daga. Síðustu tvær vikur hafa einkennst af flutningum og aðlögun nemenda í 1. – 7. bekk. Núna eru allir búnir að koma sér vel fyrir og eru mjög sáttir á nýjum svæðum.

Nemendur í 5. -7. bekk mættu galvaskir mánudagsmorguninn 11. apríl á sitt gamla námsvæði, Hlíðarnar, í aðalbyggingu skólans. Þeir tóku þátt í lokaflutningum yfir í nýtt húsnæði sem hefur fengið nafnið Brautarholt. Flutningarnir hófust vikuna á undan en á meðan þeim stóð var talsvert rask hjá nemendum á miðstigi sem voru mikið úti í Holti og fengu stundum að fara fyrr heim. Með góðri samvinnu nemenda og starfsfólks skólans tókst mjög vel til. Nemendur og starfsfólk miðstigsins eru mjög ánægð með nýtt og skemmtilegt húsnæði og er mun rýmra um þau öll þar.

Listamenn í heimsókn

þann .

listListamaður til okkar – Nýtt sjónarhorn.

Í anddyri skólans er nú til sýnis verkefni sem tengist Barnamenningarhátíðinni 2016.
Í tilefni af hátíðinni buðum við listamönnum í heimsókn. Fyrir valinu urðu Rúrí, Steinunn Þórarinsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Eggert Pétursson. Þeim var boðið í heimsókn og fékk hver listamaður sína móttökunefnd sem samanstóð af sjö til níu nemendum af úr 4.- 10. bekk.
Nemendur fengu það verkefni að sýna skólann og fengu nemendur að ákveða hvað væri sýnt og í hvaða röð. Að því loknu tóku nemendur viðtal við listamanninn og fékk forvitni og áhugi nemendanna að ráða för í spurningavali. Eftir heimsóknina fengu listamennirnir þá heimavinnu að segja okkur hvað þeim þótti merkilegt í þessari heimsókn. Heimsóknin var skráð með ljósmyndum og viðtalið var að hluta tekið upp á myndband sem sýnt verður í skólanum.
Svör listamannanna voru ýmist í formi texta, ljósmynda, endurminninga, teikninga og hreyfiverks með korti af Norðlingaholti. MYNDIR

Vorið er komið... með hjól og hjálma

þann .

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn.
Með hækkandi sól og batnandi veðri fjölgar ýmsum leiktækjum og fararskjótum sem nemendur eiga og taka með sér í skólann. Af því tilefni viljum við minna ykkur á að skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda s.s. boltum, sippuböndum, reiðhjólum, hjólabrettum, hjólaskautum, hlaupahjólum, hjálmum og ýmsu öðru skemmtilegu dóti. Ákveði nemandi að koma með einhver tæki að heiman er það á hans eigin ábyrgð. Það er því áríðandi að hafa lása á hjólunum.
Þá viljum við minna foreldra á að hægt er að koma í veg fyrir alvarleg slys með því að nota hjálma og því förum við fram á að nemendur sem mæta á hlaupahjóli, reiðhjóli, hjólabretti eða línuskautum hafi hjálma.
Ef komið er á reiðhjólum eða rafknúnum hjólum í skólann verður að geyma þau á hjólastandinum. Það er óheimilt að hjóla í frímínútum vegna slysahættu. Hins vegar má nota línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti að því tilskildu að nemendur noti hjálma.
Með vorkveðjum
Stjórnendur