hausbanner

SKÓLABOÐUN OG SKÓLASETNING HAUST 2014

.

IMG 0200 595Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla, 22. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 8:15.
Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 16. til 21 ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.

Skrifstofa Norðlingaskóla verður lokuð frá og með 23. júní til og með 4. ágúst í sumar.

SKÓLADAGATAL 2014-2015

Gleðilegt sumar, hlökkum til að sjá ykkur í haust.
Starfsfólk Norðlingaskóla.

Síðbúin frétt frá barnamenningarhátíð

.

gruppaStrákunum í hljómsveitinni „The Black Notes“ var boðið að flytja tónverk eftir sig í Ævintýrahöllinni Iðnó á Barnamenningarhátíðinni sem fram fór í lok apríl síðastliðinn.  Á hátíðinni var Ævintýrahöllin miðstöð barnamenningar og þar var lögð áhersla á að skipa gott andrúmsloft og vettvang fyrir listrænar og skapandi upplifanir barna og ungmenna.  Hljómsveitin sendi inn lag í Upptaktinn sem eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna og í framhaldi af því var þeim boðið að spila á þessari hátíð. Myndir

Skólaslit og vorhátíð sumarið 2014

.

skolaslitSkólaslit Norðlingaskóla og vorhátíð foreldrafélagsins voru síðastliðinn föstudag, 6. júní. Skólastýran okkar Sif Vígþórsdóttir þakkaði nemendum, foreldrum, foreldrafélaginu og starfsmönnum skólans fyrir góð störf á liðnum vetri og óskaði öllum gleðilegs sumars. Skólinn fékk grænfánann afhentan í þriðja skipti og var hann dreginn að húni. Öflugum bekkjarfulltrúum voru þökkuð góð störf, flutt voru fjölmörg tónlistaratriði þar sem kór skólans og fjölmargir hæfileikaríkir nemendur og starfsmenn komu fram. Foreldrafélagið bauð uppá grillaðar pylsur og svala. Stemmingin var sérstaklega skemmtileg þar sem veðrið lék við okkur, sól, hiti og logn. Hér má sjá fjölmargar sólarmyndir frá skólaslitunum. MYNDIR