hausbanner

Stóra upplestrarkeppnin

.

upplUndanúrslit STÓRU UPPLESTRARKEPPNINNAR fóru fram í Norðlingaskóla í gær, fimmtudaginn 27. febrúar. Góð mæting var á keppnina sem allir nemendur í 7. bekk tóku þátt í. Nemendur stóðu sig, eins og þeirra var von og vísa framúrskarandi vel. Dómnefndinni var því mikill vandi á höndum við val á fulltrúum skólans í úrslitakeppninni sem fram fer í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 12. mars. Sigurvegarar voru þau Michael Máni Berry (1. sæti), Þórdís Ólafsdóttir (2. sæti) og Ásdís Ósk Eiríksdóttir (3. sæti). Dómnefndina skipuðu Þórey Gylfadóttir, Lilja Guðrún Björnsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir.
Að lokinni keppni var sameiginlegt hlaðborð og áttu allir góða stund saman.
Sjá myndir

Skemmtilegar öskudagsmyndir

.

oskudagurÞað var að venju fjölbreyttur og óvenjulegur hópur nemenda og starfsmanna sem mætti í Norðlingaskóla á öskudaginn. Þar voru saman komin fjölmörg skrímsli, geimverur, nornir, kúrekar, sjóræningjar, prinsessur og draugar svo fáeinir séu nefndir. Dagurinn var óhefðbundinn og fjölmargt gert sér til skemmtunar og kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni. Hér má sjá margar skemmtilegar myndir frá öllum aldurshópum á öskudaginn MYNDIR

Gull og silfur

.

imageÞað leynast víða hæfileikar í Norðlingaskóla. Hér má sjá mynd af fimleikasnillingunum okkar í fimmta bekk. Þær kepptu á þrepamóti á Akureyri, í þriðja þrepi um helgina og stóðu sig framúrskarandi vel. Sara Soffía vann eitt gull, Andrea Steinsen og Oddný Erla unnu tvö gull og eitt silfur. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju.


Breytingar á matseðli Norðlingaskóla

.

FifillBREYTINGAR Á MATSEÐLI SKÓLANS VEGNA SAMSTARFSVERKEFNIS Á VEGUM REYKJAVÍKURBORGAR UM MÖTUNEYTISÞJÓNUSTU
Norðlingaskóli tekur nú þátt í samstarfsverkefni á vegum Reykjavíkurborgar um mötuneytisþjónustu með grunnskólum í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti. Verkefnið tekur á fjórum mikilvægum þáttum; lýðheilsu barna, umhverfissjónarmiðum, matarsóun og hagræðingu í rekstri með það að markmiði að hámarka virði máltíða.

Spennandi dagar í komandi viku

.

oskudKæru foreldrar í næstu viku 16.-20. febrúar eru margir spennandi dagar, bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir öskudag er síðan vetrarfrí, fimmtudag og föstudag. Þá eiga nemendur og starfasmenn frí. Klapparholt er lokað báða dagana.
Á öskudag verður skertur dagur, nemendur fara heim kl. 11:30. Að venju verður dagurinn sérstakur hér í Norðlingaskóla með öskudagshátíð sem allir nemendur skólans taka þátt í. Þar verður ,,kötturinn" m.a. sleginn úr tunnunni. Klapparholt verður opið eins og vanalega og nemendur sem þar eru fá hádegismat.
Við vonum að allir eigi gott og gleðilegt vetrarfrí. Hlökkum svo til að hittast hér kát og hress skv. stundarskrá mánudaginn 23. febrúar.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá síðasta öskudegi MYNDIR