hausbanner

Undirbúningsdagur, mánudagur 24. nóvember

.

fifillKæru foreldrar næstkomandi mánudag, 24. nóvember, er sameiginlegur undirbúningsdagur leik-og grunnskóla. Öll kennsla fellur niður þann dag og nemendur eiga frí. Klapparholt verður opið. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 25. nóvember. Njótið frísins og sjáumst kát og hress á þriðjudag.

Sigurvegarar Lestrarspretts“leika“ 2014

.

5-7Umsjónahópur Guðmundar

Efst frá vinstri: Bjartur, Aron Markús, Dagbjartur, Baldur, Michael Máni.
Miðja frá vinstri: Katrín Tinna, Irma Sara, Ísabella Helga, Eydís Ósk , Guðrún Lilja, Halla Marín.
Neðst frá vinstri: Sebastian Óli, Alexander.

 

 

Lestrarsprettsleikar 5.-7. bekkjar stóðu yfir í byrjun nóvember. Ákveðið var að fara í smá keppni á milli umsjónarhópa. Keppnin fór þannig fram að fyrir hverjar 15 mínútur í lestri fékk nemandi 1 pastaskrúfu. Sá hópur sem fékk flestar pastaskrúfur vann. Gaman var að sjá hvað krakkarnir tóku vel í þetta og var mikið um lestur og bókasafnsferðir. Það má því með sanni segja að það eru margir lestrarhestar í 5.-7. bekk.

Að þessu sinni var það umsjónarhópurinn hans Guðmundar sem bar sigur úr bíti. Þessi flotta mynd af sigurvegurunum er nú kominn á „frægðarvegginn" okkar fyrir utan kennslurýmið.

Lestur á leikskólanum 4. bekkur

.

lestur i leiksMargt má lesa í bókum, bæði inni og úti. Í dag fóru nemendur í 4. bekk og lásu fyrir leikskólanemendur. Tilefnið var að síðastliðinn sunnudag, 16 nóvember var dagur íslenskrar tungu. Allir leikskólanemendur fengu að heyra sögu hvor heldur þeir voru inni við leik, í heimakrók eða úti í skógi. Hér má sjá myndir frá lestrinum MYNDIR

Foreldrarölt 5.-10. bekkjar.

.

Ágætu foreldrar barna í 5.-10 bekk Norðlingaskóla.
Stjórn Foreldrafélagsins Vaðsins og bekkjarfulltrúar í unglingadeild ásamt kennurum og skólastjórnendum kynna og boða hér með áætlun til hverfarölts foreldra í ofantöldum námshópum.
Markmiðið með röltinu er m.a. forvarnarstarf, efla kynni foreldra, gefa þeim tækifæri til að kynnast hverfinu sínu frá öðru sjónarhorni og síðast en ekki síst nágrannavarsla. Með því að vera á ferli á þeim svæðum þar sem börnin halda sig mest, sýnum við þeim að okkur er ekki sama. Þetta brýtur frekar upp það mynstur sem annars yrði ef enginn fullorðinn væri á ferli. Nærvera foreldra er líklegri til að fæla frá landasala og aðra ólöglega starfsemi sem ætlað er að freista unglinganna.

Sjá nánar undir fellilistanum  FORELDRAR á tækjastikunni efst á síðu.

Dagur íslenskrar tungu

.

verdlaunahafarÍslenskuverðlaunum unga fólksins í Bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega, á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Markmið þessara verðlauna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs og ritaðs máls. Verðlaunin eru veitt nemendum sem hafa tekið miklum framförum og/eða náð góðum árangri í íslensku, hvort heldur þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál. Verðlaunahafar Norðlingaskóla voru, Guðmundur Daði, 4. bekk, Hrannar Ingi, 7. bekk og Viktor Logi í 10. bekk en þeir hafi allir staðið sig framúrskarandi vel í íslensku.
Þar sem dagur íslenskrar tungu bar upp á sunnudag í ár var honum fagnað á morgunstund í morgun. Nemendur úr 7. bekk sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni og fluttu ljóð eftir hann við góðar undirtektir. Undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hefst síðan í kjölfarið. Íslenskuverðlaunahafar Norðlingaskóla voru kynntir og var þeim fagnað vel.


Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni í Hörpu og frá morgunstund Norðlingaskóla