hausbanner

Fréttir frá Tónlistarskóla Árbæjar

.

mynd tonlistaskolinnTónlistarskóla Árbæjar langar að vekja athygli ykkar á spennandi námskeiðum sem hefjast í vikunni 22.september. Tilvalið fyrir nemendur sem vilja prófa tónlistarnám eða kynnast hljóðfæraleik án þess að skrá sig í fullt tónlistarnám. SJÁ NÁNAR HÉR

Ýmis tæki og tól sem nemendur eiga.

.

oryggishjalmarKæru foreldrar og forráðamenn við viljum minna ykkur á að skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda s.s. boltum, sippuböndum, reiðhjólum, hjólabrettum, hjólaskautum, hlaupahjólum, hjálmum og ýmsum öðrum skemmtilegum og gagnlegum tækjum. Ákveði nemandi að koma með einhver tæki/dót að heiman er það á hans eigin ábyrgð.

Þá viljum við minna foreldra á að hægt er að koma í veg fyrir alvarleg slys með því að nota hjálma og því förum við fram á að nemendur sem mæta á hlaupahjóli, reiðhjóli, hjólabretti eða línuskautum hafi hjálma. Ef komið er á reiðhjólum eða rafknúnum hjólum í skólann verður að geyma þau á hjólastandinum. Það er óheimilt að hjóla í frímínútum vegna slysahættu. Hins vegar má nota línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti að því tilskildu að nemendur noti hjálma. Það er á ábyrgð foreldra að þeir mæti með viðeigandi öryggisbúnað í skólann.

Nú þegar dagarnir styttast ört er áríðandi að hafa góð ljós á hjólum og að sjálfsögðu eiga allir nemendur að hafa endurskinsmerki.

Stöndum öll saman og komum í veg fyrir slys.

Námskynningar

.

namskKæru foreldrar okkur langar til að þakka ykkur kærlega fyrir komuna á námskynninguna í gær. Það var gaman að sjá hvað foreldrar stöldruðu lengi við og margir höfðu á orði, að með þessu móti fengist góð yfirsýn yfir skóalstarfið. Þar sem þetta er nýtt fyrirkomulag á námskynningunum langar okkur til að fá ábendingar frá ykkur um hvað hefði mátt betur fara svo við getum haldið áfram að þróa þetta fyrirkomulag. Gott væri að þið senduð slíkar ábendingar beint á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Svo hlökkum við til að sjá ykkur sem allra oftast hér í skólanum.  MYNDIR

 

Slæmi hárdagurinn

.

slaimtharHér  má sjá síðbúnar myndir frá slæma hárdeginum. Eins og myndirnar sýna var ýmislegt loðið við hárstílinn þann dag. MYNDIR

Námskynningar í dag 10. september

.

fifillKæru foreldrar, við minnum á að í dag frá kl. 17:00 til 20:00 er sameiginleg námskynning fyrir 1.-10. bekk í skólanum. Sú nýbreytni verður í ár að öll fagteymi skólans verða með ,,kynningarbása" í Mörkinni. Foreldra geta komið, þegar þeim hentar milli kl. 17:00-20:00, rætt við starfsfólk og fengið upplýsingar um starf skólans. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.