hausbanner

Fyrsti skóladagurinn

.

 

 

IMG 4447 - Afrit Small

 

Í morgun var fyrsti heili skóladagur ársins. Það voru 563 nemendur sem mættu hressir og kátir í skólann í morgun og var ekki annað að sjá en að margir hefðu beðið eftir þessum degi í allt sumar enda allir einu ári eldri en þeir voru í fyrra.

Þannig voru þriðju bekkingar í fyrra allt í einu orðnir 4. bekkingar og þar með elstir á neðri hæðinni og 4. bekkingar í fyrra orðnir 5. bekkingar og komnir upp á efri hæðina. Nemendur sem voru á miðstigi í fyrra eru komnir í unglingadeildina og 9. bekkingar í fyrra orðnir elstir í skólanum og þar með helstu fyrirmyndir annarra nemenda. Magnað og allt þetta gerðist bara á einu sumri!

Það voru líka afar hressir áttatíu og einn nemandi sem hófu grunnskólagönguna sína í dag. Það var frábært að sjá þennan fríða flokk og foreldrana í morgun hér í skólanum. Starfsfólk skólans hlakkar mikið til að verja með þeim og öllum hinum krökkunum næstu 9 mánuðum við leik og störf hér í Norðlingaskóla. Hér má sjá myndir frá fyrsta skóladeginum.

Innkaupalistar, 2015

.

ritfong

 

Hér fyrir neðan má sjá innkaupalista fyrir skólaárið 2015-2016. Undanfarin ár hefur foreldrafélagið Vaðið séð um sameiginleg innkaup fyrir 1.-2. bekk og að hluta fyrir 3.-4. bekk. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við sameiginleg innkaup verður. Upplýsingar um kostnað verða settar inn þegar þær liggja fyrir. Innkapalisti fyrir unglingadeild kemur síðar.

 

Innkaupalisti fyrir 1.-2. bekk

Innkaupalisti fyrir 3.-4. bekk

Innkaupalisti fyrir 5.-7. bekk

Innkaupalisti fyrir 8.-10. bekk kemur síðar.

SKÓLABOÐUN OG SKÓLASETNING HAUST 2015

.

LogohreintSamkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla, 24. ágúst í Björnslundi kl. 16:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 17.-21. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.

Skrifstofa Norðlingaskóla verður lokuð frá og með 23. júní til og með 4. ágúst í sumar.

 SKÓLADAGATAL 2015 - 2016

 Gleðilegt sumar, hlökkum til að sjá ykkur í haust.

 Starfsfólk Norðlingaskóla.

 

Skóladagatal Norðlingaskóla 2015-2016

.

LogohreintHér má sjá skóladagatal Norðlingaskóla skólaárið 2015-2016 SKÓLADAGATAL

Skólaslit 2015

.

slitSkólaslit Norðlingaskóla voru í gær, 10 júní. Skólastýran okkar Sif Vígþórsdóttir þakkaði nemendum, foreldrum og  starfsmönnum skólans fyrir góð störf á liðnum vetri og óskaði öllum gleðilegs sumars. Fráfarandi  fulltrúum í stjórn foreldrafélagsins voru þökkuð góð störf með blómvöndum og  veitt voru sérstök verðlaun í minningu Ellu Dísar Laurens sem var nemandi í Norðlingaskóla en lést eftir erfið veikindi vorið 2015, í vor var það hann Haukur Freyr Karvelsson sem hlaut þessa viðurkenningu fyrir vinnusemi sína, jákvæðni og áhuga á námi. Þrátt fyrir ágenga sumarflugu og létta sumarrigningu voru allir léttir í skapi enda sumartíð framundan ,, með blóm í haga, sæta langa sumardaga“. MYNDIR