hausbanner

Bókasafnið opnað

.

BokasafnNýtt Borgarbókasafn í samvinnu við skólabókasafn Norðlingaskóla opnaði í dag við hátíðlega athöfn. Langþráður draumur rættist þar með. Nýtt bókasafn með nýjum húsbúnaði og fullt af glænýjum bókum. Það er sérstaklega ánægjulegt að þennan áfanga ber upp á stórafmælisár skólans en Norðlingaskóli er nú á sínu 10. starfssári og má segja að með bókasafninu hafi hann náð fullum blóma.

Nýja safnið er ekki stórt í sniðum en reynt verður að bjóða upp á gott úrval af nýjum og áhugaverðum bókum fyrir alla aldurshópa. Safnið verður opið almenningi frá 14-18 alla virka daga en er lokað í skólafríum. Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára en vonast er til þess að þetta fyrirkomulag muni bæta þjónustu við nemendur Norðlingaskóla, leikskólabörn og aðra íbúa í Norðlingaholti og efla jafnframt hlut skólans sem miðstöð menningar- og tómstundastarfs í hverfinu.
Hér má sjá myndir frá athöfninni.

Kórinn á morgunstund

.

korinnÞað var hátíðarstemming á morgunstund í gær en þá söng kór Norðlingaskóla nokkur lög fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra (nú er foreldraskólavika). Kórinn fékk að sjálfsögðu gott klapp enda söngurinn frábær. Fríða námsráðgjafi kynnti gamla og nýja skólavini sem hafa staðið sig frábærlega vel í frímínútum og fengu þeir eitt stór Norðlingaskólaklapp. Að lokum sungu allir saman lagið góða ,,Á íslensku má alltaf finna svar". MYNDIR

Nýtt bókasafn fyrir almenning í Norðlingaskóla

.

skolahusBorgarbókasafn Reykjavíkur og Norðlingaskóli hafa sameinað krafta sína til þess að veita íbúum Norðlingaholts aðgang að afþreyingu og fróðleik í notalegu umhverfi. Að loknu skólastarfi á daginn er öllum frjálst að koma á bókasafnið og þannig vinnur skólinn að því markmiði sínu að verða hjarta hverfisins.

Foreldraskólavika 27.-31. október

.

ForeldraskoladagurKæru foreldrar í næstu viku, 27. -31. október, er foreldraskólavika, og þá bjóðum við ykkur sérstaklega í heimsókn í skólann. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hægt er að heimsækja nemendur inn í hvaða kennslustund sem er og því geta foreldrar hitt börn sín á þeim tíma sem hentar hverjum og einum þessa vikuna.

Aðalfundur foreldra- og starfsmannafélagsins Vaðsins

.

VadidFORELDRA- OG STARFMANNAFÉLAGIÐ VAÐIÐ

Boðar til aðalfundar þriðjudaginn 28.10.2014 kl 19.00 í matsal nemenda á fyrstu hæð.

Fundurinn hefst á aðalfundarstörfum kl 19.00 og léttum veitingum í boði félagsins. Að aðalfundarstörfum loknum taka þau Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson við með áhugaverðan fyrirlestur „Út fyrir kassann" um sjálfsmynd unglinga.