hausbanner

Skóflustunga að nýju skólahúsnæði

.

skoflust21

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði hér í Norðlingaholtinu. Húsnæðið sem um ræðir á í framtíðinni að hýsa verslunar- og þjónustufyrirtæki en nú til að byrja með verður það nýtt sem kennsluhúsnæði fyrir Norðlingaskóla sem er ,,sprunginn". Ný hverfi eiga það sameiginlegt að í þau flyst oft ungt fólk með mörg börn á skólaaldri. Það veldur því gjarnan að á fyrstu árum hverfisins verður hverfisskólinn gjarnan of lítill. Jafnvægi í aldursdreifingu íbúa næst síðan á ákveðnum tíma og skólabörnum fækkar þá og þörfin fyrir skólahúsnæði breytist.
Fyrstu skóflustunguna/stungurnar fyrir hönd skólans tóku stjórnendur, kennarar og nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) en stefnt er að því að þau fái aðstöðu í þessu húsi frá næstu áramótum. Miðstigið fékk að launum gjafir, fótbolta sem eiga áreiðanlega eftir að nýtast vel.

 

Skákmeistarar á morgunstund

.

Skakin22Á morgunstund í dag voru kynnt úrslit úr bekkjarskákmóti 3.-7. bekkjar. Sigurvegar, gull, brons og silfur, í hverjum árgang voru kallaðir upp á svið og fengu bekkjarmeistarar lítinn bikar til eigna og stóran farandbikar. Farandbikararnir eru gjöf frá Bros og þakkar skólinn þeim kærlega fyrir. Einar Ólafsson skákkennari skólans afhenti verðlaunin. Bekkjarmeistarar eru:
3. bekkur, gull Benidikt Elí Bachmann, silfur Stígur Diljan Þórðarson, brons Guðmundur Árni Jónsson.
4. bekkur, gull Hreggviður Loki Þorsteinsson, silfur Andri Blær Kristjánsson, brons Bjarki Fannar Sveinsson.
5. bekk, gull Stella Maren Pálsdóttir, silfur Ómar Björn Stefánsson, brons Jóhann Frank Halldórsson.
6. bekk, gull Stefán Karl Stefánsson, silfur, Anton Már Grétarsson, brons, Katrín Tinna Pétursdóttir
7. bekk, Jökull Freyr Davíðsson, silfur, Baldur Einarsson, brons, Jón Þorberg Sveinbjörnsson

Hér má sjá myndir frá mótinu og afhendingu verðlauna MYNDIR

10 ára afmæli Norðlingaskóla

.

kakan2Það var líf og fjör á tíu ára afmæli Norðlingaskóla sem var haldið hátíðlegt síðastliðinn föstudag 8. maí. Skólinn fékk marga góða gesti og gjafir í tilefni dagsins. Gamlir nemendur komu í heimsókn, borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson flutti ávarp, foreldrafélagið færði skólanum góðar gjafir, nýtt merki Norðlingaskóla var afhjúpað, styrktarsjóður Svandísar Þulu færi skólanum hátíðarfána, nýjar skólapeysur með nýju merki skólans voru kynntar svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin tókst framúrskarandi vel, yfir 1000 manns mættu í afmælið, fengu köku og kaffi og áttu sérstaklega góða stund saman.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni
Hér má sjá myndir frá heimsókn eldri nemenda

Norðlingaskóli stofnun ársins 2015

.

verdlaunÁrlega gerir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar könnun meðal félagsmanna sinna um bestu vinnustaðina. Könnunin er gerð undir nafninu Stofnun ársins Borg og Bær og var gerð í fjórða sinn í ár. Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og var úrtakið í könnuninni rúmlega 50.000 manns. Niðurstöður á vali Stofnunar ársins - Borg og Bær 2015, voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpunni síðastliðinn fimmtudag. Tíu stofnanir fengu viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarstofnanir og var Norðlingaskóli meðal þeirra. Norðlingaskóli lenti síðan í þriðja sæti yfir stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri) árið 2015. Fulltrúar stjórnenda og starfsmanna Norðlingaskóla tóku við viðurkenningu á glæsilegum árangri á hátíð í Hörpunni síðastliðinn fimmtudag. Þar ríkti mikil gleði en hátíðin var haldin með VR og SFR. Um 900 gestir voru mættir,í boði félaganna, til þess að fylgjast með og gleðjast yfir góðum árangri.

Afmælishátíð Norðlingaskóli 10 ára

.

afmæli5