• IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • IMG
  • Forsíða

Dagur daganna, ÖSKUDAGUR

öskudÖskudagur hófst með söngstund þar sem allir nemendur komu saman og sungu nokkur lög. Búningagleði Norðlinga var að venju mikil en í ár voru öll met slegin, aldrei hafa búningar verið eins fjölbreyttir og í ár. Allar mögulegar en mest ómögulegar verur mátti sjá. Kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og var hann að venju  snúsnú- og sippubönd og boltar af ýmsum gerðum. Hér má sjá mjög margar myndir frá öllum aldurshópum á söngstund, að slá köttinn úr tunnunni og frá heimasvæðum. MYNDIR

Lesa >>


Dagur daganna, ÖSKUDAGUR

öskudÖskudagur hófst með söngstund þar sem allir nemendur komu saman og sungu nokkur lög. Búningagleði Norðlinga var að venju mikil en í ár voru öll met slegin, aldrei hafa búningar verið eins fjölbreyttir og í ár. Allar mögulegar en mest ómögulegar verur mátti sjá. Kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og var hann að venju  snúsnú- og sippubönd og boltar af ýmsum gerðum. Hér má sjá mjög margar myndir frá öllum aldurshópum á söngstund, að slá köttinn úr tunnunni og frá heimasvæðum. MYNDIR

Lesa >>


Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Í gær fimmtudaginn 23.febrúar, fór Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, fram hér í Norðlingaskóla en markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Undirbúningur fyrir þetta verkefni hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og lýkur í mars með lokahátíð í hverju skólahverfi fyrir sig. Að þessu sinni lásu 44 nemendur texta úr valinni skáldsögu og ljóð að eigin vali. Úr hópnum voru valdir þrír fulltrúar sem munu fyrir hönd Norðlingaskóla taka þátt í lokahátíðinni sem haldin verður í mars. 
 
Það var ljóst frá byrjun að það yrði ekki létt verk að velja fulltrúa úr hópnum en dómnefndin valdi að lokum þau Katrínu Völu, Alexander og Helenu Ósk til að vera okkar fulltrúar í lokakeppninni. Óskum við þeim sérstaklega til hamingju og hlökkum við til að heyra frá þeim í lokakeppninni. Dómnefndina skipaði að þessu sinni Elísabet Björgvinsdóttir, Ingunn Björg Arnardóttir og Guðrún Sigríður Magnúsdóttir. 
 
 

Lesa >>


Tilkynning vegna óveðurs/ Announcement due to bad weather

Merki skolansTilkynning til foreldra og forráðamanna.
Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs eða fyrir þann tíma standi þannig á. Foreldrar eru hvattir til að fara ekki af stað út í veðrið séu þeir ekki á vel útbúnum bifreiðum, frekar að bíða af sér veðrið. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.
English:
The weather conditions in the Reykjavik area have deteriorated and parents and/or guardians of children younger than 12 are asked to pick up their children at the end of the school day or after school programs. If parents or guardians are not equipped to pick up their children during the storm, we ask them to wait until the weather improves. The children will be kept safe at school until they are collected.

Lesa >>


Slæm veðurspá á morgun, 24. febrúar.

Merki skolansÁgætu foreldrar, forráðamenn.
Nú er spáð mjög slæmu veðri á morgun sem nær hámarki um kl. 15:00. Það gæti því farið svo að foreldrar verði beðnir að sækja börn sín í skólann, bæð í lok skóla kl. 13:40 - 14:00 og í lok frístundar kl.17:00. Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast vel með pósti frá skólanum og fréttum á heimasíðu skólans á morgun. Jafnframt hvetjum við ykkur til að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn, þannig að ef á reynir gangi vel að kom öllum nemendum heim og tryggja öryggi þeirra á heimleiðinni.

Lesa >>

Eldri fréttir