hausbanner

Páskabingó 10. bekkjar

.

páskar

Páskabingó 10. bekkjar 

Á morgun föstudaginn 27. mars kl. 18:30 verður haldið

útskriftarbingó 10. bekkjar Í Norðlingaskóla.

SJÁ NÁNAR HÉR

Fyrsti fundur hjá barnaráði Norðlingaskóla

.

barnafMiðvikudaginn 25.mars 2015 var Barnaráð Klapparholts formlega stofnað. Barnaráð samanstendur af tveimur börnum út hverjum árgangi. Tvö börn úr 1. bekk, tvö börn úr 2. bekk og tvö börn úr 3. bekk. Fundir verða haldnir tvisvar sinnum í mánuði. Eftir mánuð verður svo dregið í nýtt barnaráð.
Markmið ráðsins er að heyra raddir barnanna varðandi þeirra væntingar og vonir til frístundamála og fleira sem brennur þeim á hjarta. Barnaráð Klapparholts er vettvangur barna til að hafa áhrif á starfið í frístundaheimilinu og taka ákvarðanir varðandi dagskrá, gildi og ýmislegt sem kemur upp í daglegu starfi.

Borgarstjórinn í heimsókn

.

 

borgarstVið fengum góðan gest á morgunstund í morgun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kom og tók þátt í stundinni með okkur.  Dagur er þessa vikuna með skrifstofu borgarstjóra í Árbænum og því stutt að skjótast til okkar. Dagur tók undir með nemendum og flutti stutt ávarp þar sem hann hvatti nemendur til dáða í leik og starfi. Degi var vel tekið enda ekki á hverjum degi sem við höfum borgarstjórann í húsi. Í lok morgunstundar var Alda Áslaug í 7. bekk kölluð upp og klappað fyrir árangri hennar í Upptaktinum (sjá frétt hér fyrir neðan ). Síðan kom stærðfræðilið unglingadeildar upp og var klappað fyrir góðum árangri þeirra í stærðfræðikeppni grunnskólanna (sjá fétt hér fyrir neðan). Morgunstundin var ljúf og skemmtileg eins og alltaf. Myndir

Alda Áslaug fær tónsköpunarverðlaunin; Upptaktinn 2015.

.

upptakturinnAlda Áslaug nemandi í 7. bekk Norðlingaskóla náði frábærum árangri í Upptaktinum 2015, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna. Alls bárust 55 verk í Upptaktinn og var verk Öldu valið ásamt 12 öðrum. Í Upptaktinum er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist.

Sinfóníuhljómsveit Íslands í heimsókn

.

sinfoNorðlingaskóli fékk góða heimsókn síðastliðinn miðvikudag. Sinfóníuhljómsveit Íslands kom, kynnti sig og spilaði fyrir nemendur. Á dagskrá voru fjölmörg lög sem nemendur þekktu og náði hljómsveitin upp mjög góðri stemmingu. Eins og myndirnar sem hér fylgja bera með sér voru nemendur mjög áhugasamir og tóku virkan þátt í tónleikunum. MYNDIR