hausbanner

Gleðilegt sumar

.

sumarSumardagurinn fyrsti er á morgun, fimmtudaginn 24. apríl. Hann er almennur frídagur og því enginn skóli.

Starfsfólk Norðlingaskóla óskar öllum innilega gleðilegs og sólríks sumars og þakkar einstaklega gott samstarf í vetur. Í næstu viku hefst síðasti hluti skólaársins og mörg spennandi viðfangsefni framundan. 

Í dag var sannkölluð sumarstemming í Norðlingaskóla. Hér má sjá skemmtilegar sumarmyndir frá frímínútum í dag, síðasta vetrardag

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga..

.

hjolKæru foreldrar og forráðamenn. Með hækkandi sól og batnandi veðri fjölgar ýmsum leiktækjum og fararskjótum sem nemendur eiga og taka með sér í skólann. Af því tilefni viljum við minna ykkur á að skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda s.s. boltum, sippuböndum, reiðhjólum, hjólabrettum, hjólaskautum, hlaupahjólum, hjálmum og ýmsu öðru skemmtilegu dóti. Ákveði nemandi að koma með einhver tæki að heiman er það á hans eigin ábyrgð.
Þá viljum við minna foreldra á að hægt er að koma í veg fyrir alvarleg slys með því að nota hjálma og því förum við fram á að nemendur sem mæta á hlaupahjóli, reiðhjóli, hjólabretti eða línuskautum hafi hjálma.
Ef komið er á reiðhjólum eða rafknúnum hjólum í skólann verður að geyma þau á hjólastandinum. Það er óheimilt að hjóla í frímínútum vegna slysahættu. Hins vegar má nota línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti að því tilskildu að nemendur noti hjálma.

Páskarfrí

.

p10

Ágætu foreldrar og forráðamenn nú ganga páskar í garð og hefst páskafrí næstkomandi mánudag 14. apríl. Skóli hefst  síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl kl. 8:15.

Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska

Starfsfólk Norðlingaskóla

Skólakynning frá VR í Norðlingaskóla

.

VR kynningNemendur í 10. bekk fengu í  vikunni frábæra kynningu frá VR  um helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Farið var yfir fjölmarga þætti,  þar á meðal  kjarasamninga, vinnutíma, lágmarkslaun, launaseðla, uppsagnarfrest, veikindarétt og hvíldartíma svo fátt eitt sé talið.  Fræðslan hefur forvarnargildi, þar sem mikið er um að brotið sé á ungu fólki, og því er áríðandi að unglingar þekki réttindi sín og skyldur. Hluti af fyrirlestrinum eru leikin atriði með Jóni Gnarr sem hafa vakið mikla athygli og höfðu nemendur mjög  gaman af þeim. Hér má sjá nokkrar myndir frá kynningunni