hausbanner

Páskarfrí

.

p10

Ágætu foreldrar og forráðamenn nú ganga páskar í garð og hefst páskafrí næstkomandi mánudag 14. apríl. Skóli hefst  síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl kl. 8:15.

Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska

Starfsfólk Norðlingaskóla

Skólakynning frá VR í Norðlingaskóla

.

VR kynningNemendur í 10. bekk fengu í  vikunni frábæra kynningu frá VR  um helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Farið var yfir fjölmarga þætti,  þar á meðal  kjarasamninga, vinnutíma, lágmarkslaun, launaseðla, uppsagnarfrest, veikindarétt og hvíldartíma svo fátt eitt sé talið.  Fræðslan hefur forvarnargildi, þar sem mikið er um að brotið sé á ungu fólki, og því er áríðandi að unglingar þekki réttindi sín og skyldur. Hluti af fyrirlestrinum eru leikin atriði með Jóni Gnarr sem hafa vakið mikla athygli og höfðu nemendur mjög  gaman af þeim. Hér má sjá nokkrar myndir frá kynningunni

Kynning á heildarmati á skólastarfi Norðlingaskóla

.

fifillKæru foreldrar og forráðamenn í Norðlingaskóla við minnum á fund í kvöld, 8. mars kl. 20.00. Þar verða kynntar niðurstöður  úr heildarmati skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar  á skólastarfi Norðlingaskóla.  

Íþróttafatadagur

.

glima3Við minnum á að á morgun er öðruvísi-dagur og þá mæta nemendur og starfsmenn í íþróttafötum.  Nú verða allir að finna til glímugallana, júdóbúningana, hlaupagallana, hjólbrækurnar, lyftingabeltin,  skíðadressin, ballettkjólana, krullugallana, íshokkíhlífarnar og pílukastsskyrtuna. Mætum öll í okkar fínasta íþróttafatnaði.