• Forsíða

JóHóHólamyndir úr skólastarfinu

JolatresottJólaundirbúningur  í skólanum hófst í lok nóvember en þá fóru nemendur í 1. og 10. bekk í Skógræktarfélag Reykjavíkur og sóttu jólatré skólans. Ferðin gekk mjög vel enda var veðrið einstaklega gott. Jólasveinahúfudagur var síðan haldinn hátíðlegur á morgunstund 2. desember. Jólasmiðjur fylgdu síðan í kjölfarið, 6.-8. desember. Í smiðjunum voru fjölmörg verkefni unnin m.a. var skólinn skreyttur, bakaðar piparkökur og farið í ýmsa leiki í Björnslundi. Hér má sjá fjölmargar myndir frá þessu uppákomum:

JólasveinahúfurJólatré sótt

Jólasveinahúfudagur

Jólasmiðjur   Jóasmiðjur

Lesa >>Hugsanleg röskun á skólastarfi á morgun, 30. nóvember.

Merki skolansForeldrar, forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla

Skólastjórnendum hefur borist erindi frá svokallaðri "Grasrót" kennara. Þar kemur fram að flestir grunnskólakennarar ætli að ganga út úr skólum landsins  kl. 12:30 á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember, ef samningar hafa ekki náðst.   Gangi það eftir verður engin kennsla í skólanum eftir kl. 12:30 og nemendur í 5. – 10. bekk fara þá heim en nemendur í 1. – 4. bekk verða áfram í skólanum ef þess þarf til kl. 13:40, þá fara þau börn sem ekki eru í Klapparholti heim.  Þeir nemendur sem verða í skólanum þennan tíma horfa á myndir í Mörkinni og víðar.

Starfsemi Klapparholts verður óbreytt fyrir nemendur í 1. -4. bekk sem þar eru skráðir. Starfsmenn Klapparholts taka við nemendum í frístundastarf kl. 13:40.

Viðbrögð skólans eru í samræmi við skilaboð sem við höfum fengið frá Skóla – og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Kær kveðja,

stjórnendur í Norðlingaskóla 

Lesa >>


Jólaföndur á bókasafni

Þriðjudaginn 29. nóvember  kl. 15 mun Kristín Arngrímsdóttir listakona kenna gestum að búa til jólaskraut úr pappír. Kristín notar skærin til að búa til snjókorn og engla og flétta jólapoka.


Allir velkomnir!

Jolafondur norðlingasafni glæra 01

Lesa >>


Röskun á skólastarfi í dag 22. nóvember

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla

Skólastjórnendum hefur borist erindi frá svokallaðri "Grasrót" kennara. Þar kemur fram að grunnskólakennarar á Íslandi ætli að ganga úr vinnu kl. 13:30 í dag, þriðjudaginn 22. nóvember. Gangi það eftir þá verður engin kennsla eftir kl. 13:30 hjá nemendum í 5. - 10. bekk og þeim nemendum í 3. - 4. bekk sem ekki eru í Klapparholti eftir hádegið. Þessir nemendur sem ættu að vera í kennslu samkvæmt stundaskrá ljúka því skólastarfi fyrr sem þessu nemur.
Starfsemi Klapparholts verður óbreytt fyrir nemendur í 1. -4. bekk sem þar eru skráðir. Starfsmenn Klapparholts taka við nemendum í frístundastarf kl. 13:30.

Kveðja,
stjórnendur í Norðlingaskóla

Lesa >>

Eldri fréttir