hausbanner

Vetrarleyfi 17. október og 20.-21. október

.

fifillFöstudaginn 17. október, mánudaginn 20.- og þriðjudaginn 21. október er vetrarleyfi nemenda og starfsmanna í Norðlingaskóla. Öll kennsla fellur þá niður.

Frístundaheimilið Klapparholt verður opið föstudaginn 17. október og þriðjudaginn 21. október en lokað mánudaginn, 20. október.

Vonandi eiga foreldrar, nemendur og kennarar gott og skemmtilegt vetrarfrí. Kennarar og nemendur mæta síðan endurnærðir, hressir og kátir til starfa miðvikudaginn 22. október.

Skákkennsla

.

SkakÁgætu foreldrar ég heiti Einar Ólafsson og hef starfað sem kennari og skólastjóri allan minn starfsaldur og langar að klára starfsferilinn með því að kenna börnum að tefla hér í Norðlingaskóla. Í vetur verð ég með 1. og 2. bekk á fimmtudögum milli kl. 11:00-13:40 og 3. og 4. bekk á fimmtudögum kl. 8:30-11:00. Eftir skóla á fimmtudögum frá kl. 14:00-15:00 verða síðan skákæfingar fyrir 5. – 7. bekk og vil ég endilega biðja foreldra að hvetja krakkana sína til að prófa að koma og reyna fyrir sér í skákinni (sjá myndir).

Hattadagur, forvarnarfræðsla, norræna skólahlaupið og gullskórinn

.

gongumiskolann

Það voru fjölbreytt höfuðföt á morgunstund í gær 7. október, á hattadegi. Morgunsöngurinn var að venju ómfagur og nemendur tóku vel undir. Að þessu sinni var fjölbreytt dagskrá en kynnt voru úrslit í ,,Göngum í skólann“, niðurstöður úr norræna skólahlaupinu og frumsýnd mynd eftir nemendur í 5.-10. bekk skólans í tilefni forvarnardagsins (sem kom upp á samráðsdeginum 1. október). Sigurvegarar í Norræna skólahlaupinu voru nemendur í 4  bekk en þeir hlupu samtals 360 km, samtals hljóp skólinn 2515 km. Fyrsti bekkur vann gullskóinn í ár, þau gengu samtals 375 km. Mikill fögnuður var hjá  1. bekk þegar úrslitin voru kynnt enda eru þetta fyrstu verðlaunin sem 6 ára krakkarnir okkar vinna á þessu skólaári, mjög efnilegur hópur (sjá myndir af stoltum sigurvegurunum). Að lokum var frumsýnd ný mynd um einelti sem nemendur í 5.-10. bekk unnu saman með Fríðu Ólafsdóttur náms- og starfsráðgjafa. Myndinni var ákaft fagnað enda vel unnin og áhugaverð. Eins og myndirnar, sem hér fylgja með voru nemendur glaðir og áhugasamir. MYNDIR

Hattadagurinn er á morgun 7. otóber

.

kotturinn með höttinnHattadagurinn er á morgun, þriðjudaginn 7. október. Þá mæta allir með falleg og skemmtileg höfuðföt; lopahúfur, kórónur, harðkúluhatta, der, alpahúfur, skýlur, skuplur, lambhúshettur, sólhatta, pípuhatta, sixpensara, indjánafjaðrir, túrbana og sitthvað annað sem vel fer á höfði. Hittumst öll með höfuðföt á söngstund og tökum undir og ofan.

Kynfræðsla fyrir nemendur og foreldrar í 7.-8. bekk

.

FifillKæru foreldrar og forráðamenn

Í dag og á morgun verður Sigríður Dögg Arnardóttir (Sigga Dögg), kynfræðingur með kynfræðslu fyrir nemendur í 7. og 8. bekk.

Sigga Dögg lýkur þessu með því að vera með kynfræðslu fyrir foreldra, þann 7. október kl. 20:00.  Fræðsla foreldra er í formi fyrirlesturs með glærukynningu.  Foreldrum verður sýnd kynfræðsla barnanna og gefst þeim kostur á að spyrja og spjalla að loknum fyrirlestri. 

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.