hausbanner

Frábær öskudagur, fjöldi mynda

þann .

öskudÖskudagur hófst með söngstund þar sem allir nemendur komu saman og sungu nokkur lög. Búningagleði Norðlinga er jafnan mikil en í ár voru öll met slegin, aldrei hafa búningar verið eins fjölbreyttir og í ár. Allar mögulegar en mest ómögulegar verur mátti sjá. Kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og var hann í ár snúsnú- og sippubönd og boltar af ýmsum gerðum. Hér má sjá fjölmargar skemmtilegar myndir bæði frá morgunstund og uppákomu í sal.
Mogunstund
Kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagur er á morgun, 10. febrúar.

þann .

IMG 0113Á morgun verður öskudagur haldinn með látum í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn mæta þá í sínu uppáhalds hlutverki og klæðnaði. Dagskráin verður hefðbundin og hefst með morgunsöng kl. 8:15. Síðan verður eitt og annað um að vera hjá teymunum þar sem prinsessur, ófreskjur og ofurhetjur eiga góðar stundir saman. Að lokum munu öll teymi slá köttinn úr tunnunni . Skólanum lýkur síðan kl. 11:30 (ekki er matur þennan dag).
Eftir skóla mun frístund taka við þeim börnum sem eru skráð þann dag, gefa þeim að borða í hádeginu og svo verður klúbbastarf með hefðbundnum hætti.

Skólavinir, Mikael Mar og Stefán Karl

þann .

IMG 0010

Vikuna 8.-12. febrúar eru Mikael Mar og Stefán Karl úr 7. bekk skólavinir. Skólavinir er samstarfsverkefni milli námsráðgjafa og umsjónakennara á miðstigi sem hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Hér má lesa nánar um skólavini: Skólavinir

Vond veðurspá seinnipartinn, Klapparholt ,,lokar" kl. 16:00

þann .

Merki skolansKæru foreldra nemenda í 1. -4. bekk sem eiga börn í frístundastarfi í Klapparholti í dag.
Tilkynning var að berast frá skólayfirvöldum um að veðrið í dag, 4. febrúar, verði verst seinni partinn þ.e. frá kl. 16:00-19:00. Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að foreldrar sæki börn sín í frístund. Stjórnendur Norðlingaskóla hafa tekið þá ákvörðun að Klapparholt ,,loki"  kl. 16:00 í dag vegna vondrar veðurspár og biðjum við foreldra því að sækja börn sín í Klapparholt ekki seinna en kl. 16:00. Við ítrekum þó  að nemendur verða í öruggum höndum í Klapparholti þar til þeir verða sóttir. Að öðru leyti er skólahald með hefðbundnum hætti.

 

Opið hús í framhaldsskólum, vorönn 2016

þann .

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 10. bekk við viljum vekja athygli ykkar á að nú standa framhaldsskólarnir fyrir kynningum á starfsemi sinni. Hér má sjá lista yfir skólana og dagsetningar. Opið hús í framhaldsskólum vorönn 2016