hausbanner

Skólakórinn syngur við opnun jólamarkaðar Skógræktarfélags Reykjavíkur, Elliðavatni

.

KórmyndJólamarkaðurinn Elliðavatni opnar næstkomandi laugardag, 28. nóvember. Kór Norðlingaskóla undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdóttur við undirspil Aðalbjargar Ellertsdóttur syngur við opnunina (söngurinn hefst kl.11:30). Kórinn hefur frá stofnun hans, 2013 sungið við opnunina jólamarkaðarins .
Jólamarkaðurinn er opinn allar aðventuhelgar frá 11 - 16.

Bráðum koma blessuð jólin.........og þá föndrum við saman.

.

jolamynd

Foreldrafélagið Vaðið minnir á jólaföndrið sem verður komandi laugardag, 28. nóvember frá kl. 11:00 til 13:00 mun. Sjá nánar hér JÓLAFÖNDUR

Skákæfingar

.

skakNúna þegar skákin er komin á fulla ferð í Norðlingaskóla er rétt að geta þess að skákæfingar fyrir krakka eru víða á Stór-Reykjavíkursvæðinu og því vil ég hvetja foreldra krakkanna sem hafa áhuga á að æfa meira og kynnast öðrum krökkum sem eru að tefla að gera  þeim kleyft að sækja einhverjar æfingar utan skóla.
Sérstaklega eru skemmtilegar æfingarnar hjá T.R. á laugardögum þar sem vel er haldið utan um krakkana sem eru þar. Þar eru líka sérstakar æfingar fyrir stelpur ef þær vilja vera sér.

Æskulýðsæfingar skákfélaganna

Mörg skákfélög hafa reglulegar æskulýðsæfingar. Hér er yfirlit yfir æskulýðsæfingar félaganna sem ritstjóri hefur upplýsingar um. Félög eru hvött til að koma á framfæri æfingaumtímum tínum til að hægt sé að gera þetta yfirlit betra.

Undirbúningsdagur er næsta mánudag, 23 nóvember

.

Merki skolansUndirbúningsdagur er skv. skóladagatali næsta mánudag, 23. nóvember 2015. Þann dag vinna kennarar og starfsmenn að undirbúningi og skipulagi skólastarfsins.  Nemendur eiga frí þennan dag. Klapparholt er eingöngu opið fyrir nemendur sem skráðir voru sérstaklega. 

Jólaföndur foreldrafélagsins verður um næstu helgi, laugardaginn 28. nóvember 2015

.

jolajola2

Kæru nemendur og forráðamenn barna í Norðlingaskóla.
Bráðum koma blessuð jólin..............og þá föndrum við saman.
Laugardaginn 28. nóvember 2015  kl. 11:00 til 13:00 mun Foreldrafélagið  Vaðið standa fyrir jólaföndri í matsal nemenda í  Norðlingaskóla.
Í ár verður boðið upp á piparkökuhús til skreytinga......