• Forsíða

Norræna skólahlaupið 2016

Í gær mánudaginn 26. september fór Norræna skólahlaupið fram í Norðlingaskóla, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur hlupu mismikið, frá 2.5 km upp í 10 km allt eftir getu, áhuga og aldri. Það er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Krakkarnir stóðu sig mjög vel, voru jákvæð og glöð á þessum fallega degi.

 

 

Prenta |

Samráðsdagur 3. október 2016 - Skráning viðtala

Merki skolansÁgætu foreldrar/forráðamenn

Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður mánudaginn 3. október 2016. Opnað hefur verið fyrir skráningu viðtala frá og með mánudeginum 26. september (í dag) og geta foreldrar bókað samráðsfundi til og með föstudagsins 30. september. Til að viðtalið verði markvisst biður skólinn foreldra um að fara yfir Matssamtalsblaðið- Haustsamtal 2016 sem börnin koma með heim á næstu dögum.
Allir verða að hafa virkt lykilorð inn í Mentor. Þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hjá Mentor.is. Þegar komið er inn í Mentor á að velja ljósbláa flís sem heitir foreldraviðtöl, efst í horninu vinstra megin. Athugið að þeir foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn við skólann verða að velja börn sín með því að opna valglugga efst í horninu hægra megin. Þegar búið er að smella á nafn barnsins er hægt að skrá viðtal fyrir viðkomandi barn.

Vinsamlegast snúið ykkur til umsjónarkennara ef þið lendið í vanda með skráningu viðtala.

Kærar kveðjur
Stjórnendur

Prenta |

Sameiginlegur undirbúningsdagur í hverfi á morgun, 16. september

Merki skolansKæru foreldrar og forráðamenn
Eins og fram kemur í skóladagatali Norðlingaskóla er undirbúningsdagur starfsfólks á morgun, 16. september bæði í skólanum og í frístund (Klapparholti). Þá eru nemendur í fríi en allt starfsfólk vinnur að undirbúningi skólastarfs.

Prenta |

Ólympíuleikar í 3. og 4. bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk fóru í Ólympíuleikasmiðju í vikunni. Það var gert í tilefni af nýloknum Ólympíuleikum í Ríó og væntanlegum Ólympíuleikum fatlaðra sem hefjast 7. september. Nemendurnir fóru út með litla bók sem þau höfðu unnið til að skrá þáttöku í þrautum á skólalóðinni  í anda Ólympíuleikanna. 

DSC 0052 (Small)

 

Prenta |

Fyrsta vikan

Þá er fyrsta vikan á þessu skólaári liðin og flest allt hefur gengið mjög vel. Mikil spenna hefur verið í loftinu við að hitta skólafélagana og starfsfólkið en ekki síður að taka vel á móti nýjum félögum. Þessa fyrstu viku hafa nemendur verið að koma sér fyrir, kynnast nýjum kennurum og nýjum félögum bæði í leik og starfi. Margir hafa notið útiverunnar enda veðrið verið sérlega gott. 

IMG 0693

Prenta |

Fleiri greinar...